Körfubolti

FSu upp í efstu deild

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Facebook.com/FSuKarfa
FSu tryggði sér í kvöld sigur í úrslitakeppni 1. deildar karla og leikur því í efstu deild á næsta keppnistímabili ásamt Hetti frá Egilsstöðum.

FSu hafði betur gegn grönnum sínum í Hamri í oddaleik liðanna í kvöld, 103-93, en leikurinn fór fram í Hveragerði. FSu vann þar með rimmu liðanna, 2-1.

Leikurinn var jafn og spennandi en FSu var þó með forystu allan síðari hálfleikinn eftir að hafa leitt í hálfleik, 54-46. Collin Pryor skoraði 24 stig fyrir FSu og Ari Gylfason 23. Hjá Hamri var Örn Sigurðarson stigahæstur með 32 stig en Julian Nelson kom næstur með 31.

Hamar varð í öðru sæti deildarkeppninnar, tveimur stigum á undan FSu sem varð í þriðja sæti. Höttur vann deildina með fjögurra stiga forystu á Hvergerðinga.

Hamar-FSu 93-103 (24-25, 22-29, 21-23, 26-26)

Hamar: Örn Sigurðarson 32/5 fráköst, Julian Nelson 31/13 fráköst, Þorsteinn Gunnlaugsson 11/8 fráköst, Bjarni Rúnar Lárusson 8, Sigurður Orri Hafþórsson 5, Snorri Þorvaldsson 5, Lárus Jónsson 1/8 stoðsendingar.

FSu: Collin Anthony Pryor 24/10 fráköst, Ari Gylfason 23/4 fráköst, Hlynur Hreinsson 18/4 fráköst/8 stoðsendingar, Erlendur Ágúst Stefánsson 13/5 fráköst, Maciej Klimaszewski 9/6 fráköst, Svavar Ingi Stefánsson 7, Birkir Víðisson 5/5 stoðsendingar, Arnþór Tryggvason 2, Þórarinn Friðriksson 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×