Jafnrétti, þekking, víðsýni: Þess vegna styð ég Jón Atla til rektors Brynhildur G. Flóvenz skrifar 19. apríl 2015 14:45 Á morgun fer fram síðari umferð rektorskjörs við Háskóla Íslands. Tveir hæfir einstaklingar eru í framboði og það er í höndum starfsfólks og stúdenta að velja annað þeirra. Fjölmörg atriði skipta máli við mat á því hver er best til þess fallin/n að vera rektor Háskóla Íslands og misjafnt eftir einstaka kjósendum hvaða þættir vega þyngst í því mati. Í mínum huga er það einkum þrennt sem skiptir máli við það mat:Þekking á stöðu og þörfum HÍÍ fyrsta lagi er þekking viðkomandi á þörfum Háskóla Íslands. Ég tel að Jón Atli hafi sýnt mikla þekkingu og mikinn skilning á stöðu og þörfum skólans, starfsmanna hans og ekki síst stúdenta.Jafnrétti, virðing og lýðræðiÍ öðru lagi vil ég nefna framtíðarsýn viðkomandi. Mér hugnast einfaldlega framtíðarsýn Jóns Atla mjög vel. Sem femínista finnst mér áhersla hans á jafnrétti, hvort heldur er jafnrétti kynjanna eða jafnrétti fatlaðs fólks til náms og starfa við skólann, skipta mjög miklu máli. Þá er áhersla hans á mótun fjölskyldustefnu mikilvæg, enda brýnt málefni, ekki síst fyrir ungt fólk við skólann, bæði stúdenta og starfsfólk. Almennt vegur áhersla Jóns Atla á jafnrétti, virðingu og lýðræði mjög þungt í mínu mati.Styrkur, vit og víðsýniÍ þriðja lagi eru það persónulegir eiginleikar viðkomandi, þ.e. hvort og hvernig viðkomandi getur raungert framtíðarsýn sína. Ég tel að Jón Atli hafi sýnt að hann hafi bæði þann styrk og það úthald sem nauðsynlegt er til að berjast fyrir bættum hag skólans, hvort heldur er innan skólans eða út á við. Hann hefur ennfremur bæði vit og víðsýni til að hlusta á hugmyndir og skoðanir annarra sem er nauðsynlegur eiginleiki rektors. Jón Atli er ekki hræddur við gagnrýni og ég held að hann muni verða óhræddur við að taka á þeim vandamálum sem upp kunna að koma hverju sinni í starfsemi skólans. Síðast en ekki síst þá er Jón Atli framúrskarandi fræðimaður sem Háskóla Íslands væri sómi að í embætti rektors. Brynhildur G. Flóvenz, dósent við lagadeild HÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Á morgun fer fram síðari umferð rektorskjörs við Háskóla Íslands. Tveir hæfir einstaklingar eru í framboði og það er í höndum starfsfólks og stúdenta að velja annað þeirra. Fjölmörg atriði skipta máli við mat á því hver er best til þess fallin/n að vera rektor Háskóla Íslands og misjafnt eftir einstaka kjósendum hvaða þættir vega þyngst í því mati. Í mínum huga er það einkum þrennt sem skiptir máli við það mat:Þekking á stöðu og þörfum HÍÍ fyrsta lagi er þekking viðkomandi á þörfum Háskóla Íslands. Ég tel að Jón Atli hafi sýnt mikla þekkingu og mikinn skilning á stöðu og þörfum skólans, starfsmanna hans og ekki síst stúdenta.Jafnrétti, virðing og lýðræðiÍ öðru lagi vil ég nefna framtíðarsýn viðkomandi. Mér hugnast einfaldlega framtíðarsýn Jóns Atla mjög vel. Sem femínista finnst mér áhersla hans á jafnrétti, hvort heldur er jafnrétti kynjanna eða jafnrétti fatlaðs fólks til náms og starfa við skólann, skipta mjög miklu máli. Þá er áhersla hans á mótun fjölskyldustefnu mikilvæg, enda brýnt málefni, ekki síst fyrir ungt fólk við skólann, bæði stúdenta og starfsfólk. Almennt vegur áhersla Jóns Atla á jafnrétti, virðingu og lýðræði mjög þungt í mínu mati.Styrkur, vit og víðsýniÍ þriðja lagi eru það persónulegir eiginleikar viðkomandi, þ.e. hvort og hvernig viðkomandi getur raungert framtíðarsýn sína. Ég tel að Jón Atli hafi sýnt að hann hafi bæði þann styrk og það úthald sem nauðsynlegt er til að berjast fyrir bættum hag skólans, hvort heldur er innan skólans eða út á við. Hann hefur ennfremur bæði vit og víðsýni til að hlusta á hugmyndir og skoðanir annarra sem er nauðsynlegur eiginleiki rektors. Jón Atli er ekki hræddur við gagnrýni og ég held að hann muni verða óhræddur við að taka á þeim vandamálum sem upp kunna að koma hverju sinni í starfsemi skólans. Síðast en ekki síst þá er Jón Atli framúrskarandi fræðimaður sem Háskóla Íslands væri sómi að í embætti rektors. Brynhildur G. Flóvenz, dósent við lagadeild HÍ
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar