Að vera eða ekki, í brjóstahaldara Kjartan Þór Ingason skrifar 30. mars 2015 14:30 Um daginn var dagur hinnar frjálsu geirvörta eða Free the Nipple eins og hann er kallaður á ensku sem var haldinn hátíðlegur á Íslandi. Óhætt er að segja að gjörningurinn hafi ekki farið framhjá neinum sem fylgist með þjóðfélagsumræðunni á klakanum góða og margir virtust hafa sterkar skoðanir hvort þeir væru með eða á móti. Eftir að hafa rennt í gegnum þau fjölmörgu ummæli sem skrifuð voru á Facebook, í athugasemdarkerfum netmiðla og við myndir baráttukvenna er greinilegt að gjörningurinn hafi farið fyrir brjóstið á sumum. Fjölmargir virtust misskilja markmið átaksins sem oftar en ekki birtist í háði, hneikslun eða kjánalegum myndlíkingum. Á Íslandi stendur jafnrétti á sterkum fótum og erum við framar mörgum öðrum löndum í þessum málaflokki. Þrátt fyrir það er alls ekki hægt að segja að fullu jafnrétti hafi verið náð. Í því ljósi er ég ekki aðeins að tala um hina sígildu umræðu um launamun kynjanna og stöðu þeirra í stjórnum fyrirtækja heldur einnig félagslega. Í okkar frjálslynda samfélagi er því miður ekki sama hvort maður sé Jón eða Gunna og ýmsar óskrifaðar reglur gilda um hver má klæðast hverju eða hver má sleppa því að klæðast sumu. Þegar við skellum okkur í sund á góðum degi er oft mikill fjöldi fólks í lauginni, pottinum eða að hreinsa svitaholurnar í gufubaðinu. Flestir njóta sín vel í góða veðrinu og allir eiga það sameiginlegt að hylja sig að neðan með allskonar skýlum. Þó virðist það ekki vera nóg fyrir kvengesti laugarinnar sem er einnig gert að hylja brjóstin og fela geirvörturnar á meðan karlgestirnir eru alveg frjálsir frá þessari reglu um klæðaburð þrátt fyrir að sumir þeirra beri einnig býsna stór brjóst á sinni bringu. Rökin sem notuð eru fyrir þessari mismunun á klæðnaði eru oftast þau að brjóst kvenna eru kyntákn sem eru óviðeigandi sjón fyrir karlmenn nema maðurinn og konan séu í ástarsambandi og inn í harðlæstu herbergi. Samt sem áður er brjóstkassi karlmanna einnig kyntákn sem konur og sumir karlar dást að. Hægt er að finna dæmi um það í fjölmörgum kvikmyndum, tónlistamyndböndum eða þegar myndarlegur maður rífur af sér bolinn á kvennakvöldi. Með þessum skrifum er ég ekki að segja að allar konur verði að vera berbrjósta í sundlaugum landsins eða hvetja fólk til að vera allsbert á almanna færi. Markmið þessara greinar er sú sama og markmið dags hinna frjálsu geirvarta, að klæðaviðmið skulu gilda jafnt um karla sem og konur. Því á einstaklingurinn sjálfur að fá að ákveða hvort hann sé í brjóstarhaldara eða ekki, óháð því hvort hann sé karl eða kona. Jafnrétti þýðir að sömu lög og reglur eigi að gilda um alla, því þurfum við sem samfélag að standa vörð um það mikilvæga grunngildi og standa með systrum okkar í baráttunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Þór Ingason Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Um daginn var dagur hinnar frjálsu geirvörta eða Free the Nipple eins og hann er kallaður á ensku sem var haldinn hátíðlegur á Íslandi. Óhætt er að segja að gjörningurinn hafi ekki farið framhjá neinum sem fylgist með þjóðfélagsumræðunni á klakanum góða og margir virtust hafa sterkar skoðanir hvort þeir væru með eða á móti. Eftir að hafa rennt í gegnum þau fjölmörgu ummæli sem skrifuð voru á Facebook, í athugasemdarkerfum netmiðla og við myndir baráttukvenna er greinilegt að gjörningurinn hafi farið fyrir brjóstið á sumum. Fjölmargir virtust misskilja markmið átaksins sem oftar en ekki birtist í háði, hneikslun eða kjánalegum myndlíkingum. Á Íslandi stendur jafnrétti á sterkum fótum og erum við framar mörgum öðrum löndum í þessum málaflokki. Þrátt fyrir það er alls ekki hægt að segja að fullu jafnrétti hafi verið náð. Í því ljósi er ég ekki aðeins að tala um hina sígildu umræðu um launamun kynjanna og stöðu þeirra í stjórnum fyrirtækja heldur einnig félagslega. Í okkar frjálslynda samfélagi er því miður ekki sama hvort maður sé Jón eða Gunna og ýmsar óskrifaðar reglur gilda um hver má klæðast hverju eða hver má sleppa því að klæðast sumu. Þegar við skellum okkur í sund á góðum degi er oft mikill fjöldi fólks í lauginni, pottinum eða að hreinsa svitaholurnar í gufubaðinu. Flestir njóta sín vel í góða veðrinu og allir eiga það sameiginlegt að hylja sig að neðan með allskonar skýlum. Þó virðist það ekki vera nóg fyrir kvengesti laugarinnar sem er einnig gert að hylja brjóstin og fela geirvörturnar á meðan karlgestirnir eru alveg frjálsir frá þessari reglu um klæðaburð þrátt fyrir að sumir þeirra beri einnig býsna stór brjóst á sinni bringu. Rökin sem notuð eru fyrir þessari mismunun á klæðnaði eru oftast þau að brjóst kvenna eru kyntákn sem eru óviðeigandi sjón fyrir karlmenn nema maðurinn og konan séu í ástarsambandi og inn í harðlæstu herbergi. Samt sem áður er brjóstkassi karlmanna einnig kyntákn sem konur og sumir karlar dást að. Hægt er að finna dæmi um það í fjölmörgum kvikmyndum, tónlistamyndböndum eða þegar myndarlegur maður rífur af sér bolinn á kvennakvöldi. Með þessum skrifum er ég ekki að segja að allar konur verði að vera berbrjósta í sundlaugum landsins eða hvetja fólk til að vera allsbert á almanna færi. Markmið þessara greinar er sú sama og markmið dags hinna frjálsu geirvarta, að klæðaviðmið skulu gilda jafnt um karla sem og konur. Því á einstaklingurinn sjálfur að fá að ákveða hvort hann sé í brjóstarhaldara eða ekki, óháð því hvort hann sé karl eða kona. Jafnrétti þýðir að sömu lög og reglur eigi að gilda um alla, því þurfum við sem samfélag að standa vörð um það mikilvæga grunngildi og standa með systrum okkar í baráttunni.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar