Að vera eða ekki, í brjóstahaldara Kjartan Þór Ingason skrifar 30. mars 2015 14:30 Um daginn var dagur hinnar frjálsu geirvörta eða Free the Nipple eins og hann er kallaður á ensku sem var haldinn hátíðlegur á Íslandi. Óhætt er að segja að gjörningurinn hafi ekki farið framhjá neinum sem fylgist með þjóðfélagsumræðunni á klakanum góða og margir virtust hafa sterkar skoðanir hvort þeir væru með eða á móti. Eftir að hafa rennt í gegnum þau fjölmörgu ummæli sem skrifuð voru á Facebook, í athugasemdarkerfum netmiðla og við myndir baráttukvenna er greinilegt að gjörningurinn hafi farið fyrir brjóstið á sumum. Fjölmargir virtust misskilja markmið átaksins sem oftar en ekki birtist í háði, hneikslun eða kjánalegum myndlíkingum. Á Íslandi stendur jafnrétti á sterkum fótum og erum við framar mörgum öðrum löndum í þessum málaflokki. Þrátt fyrir það er alls ekki hægt að segja að fullu jafnrétti hafi verið náð. Í því ljósi er ég ekki aðeins að tala um hina sígildu umræðu um launamun kynjanna og stöðu þeirra í stjórnum fyrirtækja heldur einnig félagslega. Í okkar frjálslynda samfélagi er því miður ekki sama hvort maður sé Jón eða Gunna og ýmsar óskrifaðar reglur gilda um hver má klæðast hverju eða hver má sleppa því að klæðast sumu. Þegar við skellum okkur í sund á góðum degi er oft mikill fjöldi fólks í lauginni, pottinum eða að hreinsa svitaholurnar í gufubaðinu. Flestir njóta sín vel í góða veðrinu og allir eiga það sameiginlegt að hylja sig að neðan með allskonar skýlum. Þó virðist það ekki vera nóg fyrir kvengesti laugarinnar sem er einnig gert að hylja brjóstin og fela geirvörturnar á meðan karlgestirnir eru alveg frjálsir frá þessari reglu um klæðaburð þrátt fyrir að sumir þeirra beri einnig býsna stór brjóst á sinni bringu. Rökin sem notuð eru fyrir þessari mismunun á klæðnaði eru oftast þau að brjóst kvenna eru kyntákn sem eru óviðeigandi sjón fyrir karlmenn nema maðurinn og konan séu í ástarsambandi og inn í harðlæstu herbergi. Samt sem áður er brjóstkassi karlmanna einnig kyntákn sem konur og sumir karlar dást að. Hægt er að finna dæmi um það í fjölmörgum kvikmyndum, tónlistamyndböndum eða þegar myndarlegur maður rífur af sér bolinn á kvennakvöldi. Með þessum skrifum er ég ekki að segja að allar konur verði að vera berbrjósta í sundlaugum landsins eða hvetja fólk til að vera allsbert á almanna færi. Markmið þessara greinar er sú sama og markmið dags hinna frjálsu geirvarta, að klæðaviðmið skulu gilda jafnt um karla sem og konur. Því á einstaklingurinn sjálfur að fá að ákveða hvort hann sé í brjóstarhaldara eða ekki, óháð því hvort hann sé karl eða kona. Jafnrétti þýðir að sömu lög og reglur eigi að gilda um alla, því þurfum við sem samfélag að standa vörð um það mikilvæga grunngildi og standa með systrum okkar í baráttunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Þór Ingason Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Um daginn var dagur hinnar frjálsu geirvörta eða Free the Nipple eins og hann er kallaður á ensku sem var haldinn hátíðlegur á Íslandi. Óhætt er að segja að gjörningurinn hafi ekki farið framhjá neinum sem fylgist með þjóðfélagsumræðunni á klakanum góða og margir virtust hafa sterkar skoðanir hvort þeir væru með eða á móti. Eftir að hafa rennt í gegnum þau fjölmörgu ummæli sem skrifuð voru á Facebook, í athugasemdarkerfum netmiðla og við myndir baráttukvenna er greinilegt að gjörningurinn hafi farið fyrir brjóstið á sumum. Fjölmargir virtust misskilja markmið átaksins sem oftar en ekki birtist í háði, hneikslun eða kjánalegum myndlíkingum. Á Íslandi stendur jafnrétti á sterkum fótum og erum við framar mörgum öðrum löndum í þessum málaflokki. Þrátt fyrir það er alls ekki hægt að segja að fullu jafnrétti hafi verið náð. Í því ljósi er ég ekki aðeins að tala um hina sígildu umræðu um launamun kynjanna og stöðu þeirra í stjórnum fyrirtækja heldur einnig félagslega. Í okkar frjálslynda samfélagi er því miður ekki sama hvort maður sé Jón eða Gunna og ýmsar óskrifaðar reglur gilda um hver má klæðast hverju eða hver má sleppa því að klæðast sumu. Þegar við skellum okkur í sund á góðum degi er oft mikill fjöldi fólks í lauginni, pottinum eða að hreinsa svitaholurnar í gufubaðinu. Flestir njóta sín vel í góða veðrinu og allir eiga það sameiginlegt að hylja sig að neðan með allskonar skýlum. Þó virðist það ekki vera nóg fyrir kvengesti laugarinnar sem er einnig gert að hylja brjóstin og fela geirvörturnar á meðan karlgestirnir eru alveg frjálsir frá þessari reglu um klæðaburð þrátt fyrir að sumir þeirra beri einnig býsna stór brjóst á sinni bringu. Rökin sem notuð eru fyrir þessari mismunun á klæðnaði eru oftast þau að brjóst kvenna eru kyntákn sem eru óviðeigandi sjón fyrir karlmenn nema maðurinn og konan séu í ástarsambandi og inn í harðlæstu herbergi. Samt sem áður er brjóstkassi karlmanna einnig kyntákn sem konur og sumir karlar dást að. Hægt er að finna dæmi um það í fjölmörgum kvikmyndum, tónlistamyndböndum eða þegar myndarlegur maður rífur af sér bolinn á kvennakvöldi. Með þessum skrifum er ég ekki að segja að allar konur verði að vera berbrjósta í sundlaugum landsins eða hvetja fólk til að vera allsbert á almanna færi. Markmið þessara greinar er sú sama og markmið dags hinna frjálsu geirvarta, að klæðaviðmið skulu gilda jafnt um karla sem og konur. Því á einstaklingurinn sjálfur að fá að ákveða hvort hann sé í brjóstarhaldara eða ekki, óháð því hvort hann sé karl eða kona. Jafnrétti þýðir að sömu lög og reglur eigi að gilda um alla, því þurfum við sem samfélag að standa vörð um það mikilvæga grunngildi og standa með systrum okkar í baráttunni.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun