Svik stjórnvalda og lögbrot við uppsagnir Árni Stefán Jónsson skrifar 30. mars 2015 15:10 Árni Stefán Jónsson formaður SFR stéttarfélags í almannaþjónustu skrifar Fimmtán starfsmönnum Samgöngustofu hefur verið sagt upp. Í þeirra hópi voru sex félagsmenn SFR og er meðalaldur þeirra 59 ár. Einum býðst endurráðning á lakari kjörum. Kjör þriggja félagsmanna voru skert og fimmtán félagsmenn SFR voru færðir til í starfi. Þá var einnig kynnt á starfsmannafundi að ekki yrði ráðið í 8 stöður sem vitað er að losni á árinu. Þegar yfir 10% starfsmanna fyrirtækis er sagt upp störfum samtímis heitir það hópuppsögn. Atvinnurekandi sem grípur til örþrifaráða sem þessa hefur nokkrum lykilskyldum að gegna skv. lögum um hópuppsagnir, en lúta þær að upplýsingagjöf og samráði við fulltrúa starfsmanna. Við þessa aðgerð var þessum skyldum ekki sinnt. Ekkert samráð var haft og engin upplýsingagjöf önnur en stuttur fundur með trúnaðarmönnum starfsmanna hálftíma áður en starfsmönnum voru tilkynntar fyrirætlanir stjórnenda á starfsmannafundi. Uppsagnirnar eru því lögbrot. Á umræddum starfsmannafundi var starfsfólk beðið um að fara á starfsstöðvar sínar þar sem stjórnendur myndu hringja í þá er málið varðaði. Á meðan starfsfólk beið eftir hringingu að ofan, sinntu þeir venjubundnum störfum og svöruðu símanum, milli vonar og ótta, í hvert sinn sem hann hringdi. Sumum var létt en aðrir fengu uppsögn. Flestir voru þannig beint vitni að uppsögn samstarfsfólks enda ríflega 10% starfsmanna sem misstu vinnuna í gær. Í undirbúningsvinnu að stofnun Samgöngustofu lögðu stéttarfélögin ríka áherslu á mikilvægi þess að sameining stofnannna yrði ekki notuð sem verkfæri til hagræðingar, uppsagna og skerðingar á kjörum starfsmanna. Á fundum sem félögin áttu við innanríkisráðuneytið og forsvarsmenn Samgöngustofu var þetta marg ítrekað. Á fundi starfsmannahóps um sameiningu samgöngustofnanna í innanríkisráðuneytinu í byrjun mars 2013 kom einnig fram að launakjör starfsmanna og réttindi myndu ekki breytast við sameininguna heldur yrðu kjör endurskoðuð við stofnanasamningagerð stéttarfélaganna við Samgöngustofu, með það að markmiði að samræma kjör starfsmanna nýrrar stofnunar. Í bréfi þar sem starfsmönnum var boðið starf hjá Samgöngustofu kom einnig fram að áunnin réttindi og launakjör yrðu óbreytt. Í öllu ferlinu var lögð áhersla á að ef rekstrarforsendur kölluðu á hagræðingu, yrði sú leið farin að ekki yrði ráðið í þær stöður sem losnuðu. Þetta var einnig staðfest á fundum starfsmanna með þáverandi innanríkis- og samgönguráðherrum. Skýrt kom fram að ekki yrði farin leið uppsagna. SFR telur þetta brot á lögum og loforðum afar alvarlegt. Virðingarleysi forstjóra Samgöngustofu í garð starfsmanna og viðsemjenda þeirra virðist algjört. Að framkvæma hópuppsagnir með þessum hætti og án samráðs við hagsmunaaðila starfsmanna sýnir ekkert annað en gengdarlaust tillitsleysi. Samráð og upplýsingagjöf atvinnurekenda við hópuppsagnir felur í sér að haft verði raunverulegt samráð við fulltrúa starfsmanna. Í því felst skylda atvinnurekenda til að kynna og ræða vð trúnaðarmenn og gefa þeim kost á að koma að sjónarmiðum sínum og tillögum að áður en endanleg ákvörðun er tekin af atvinnurekanda. Þá ber atvinnurekanda einnig að láta trúnaðarmönnum í hendur allar upplýsingar sem máli skipta og var það heldur ekki gert. Starfsmenn Samgöngustofu hafa verið nánast í samfelldu breytingaferli frá því að ákvörðun var tekin um að Samgöngustofa yrði stofnuð. Álagið sem fylgt hefur sameiningu stofnananna hefur verið mikið og er það nú verðlaunað með uppsögnum, tilfærslum og kjaraskerðingum sem framkvæmd er með óbilgjörnum hætti. SFR stéttarfélag mótmælir harðlega þessum svikum stjórnvalda og þeim ólögmætu aðferðum sem notaðar voru við uppsagnirnar og kjaraskerðingar starfsmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Jónsson Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Skoðun Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Árni Stefán Jónsson formaður SFR stéttarfélags í almannaþjónustu skrifar Fimmtán starfsmönnum Samgöngustofu hefur verið sagt upp. Í þeirra hópi voru sex félagsmenn SFR og er meðalaldur þeirra 59 ár. Einum býðst endurráðning á lakari kjörum. Kjör þriggja félagsmanna voru skert og fimmtán félagsmenn SFR voru færðir til í starfi. Þá var einnig kynnt á starfsmannafundi að ekki yrði ráðið í 8 stöður sem vitað er að losni á árinu. Þegar yfir 10% starfsmanna fyrirtækis er sagt upp störfum samtímis heitir það hópuppsögn. Atvinnurekandi sem grípur til örþrifaráða sem þessa hefur nokkrum lykilskyldum að gegna skv. lögum um hópuppsagnir, en lúta þær að upplýsingagjöf og samráði við fulltrúa starfsmanna. Við þessa aðgerð var þessum skyldum ekki sinnt. Ekkert samráð var haft og engin upplýsingagjöf önnur en stuttur fundur með trúnaðarmönnum starfsmanna hálftíma áður en starfsmönnum voru tilkynntar fyrirætlanir stjórnenda á starfsmannafundi. Uppsagnirnar eru því lögbrot. Á umræddum starfsmannafundi var starfsfólk beðið um að fara á starfsstöðvar sínar þar sem stjórnendur myndu hringja í þá er málið varðaði. Á meðan starfsfólk beið eftir hringingu að ofan, sinntu þeir venjubundnum störfum og svöruðu símanum, milli vonar og ótta, í hvert sinn sem hann hringdi. Sumum var létt en aðrir fengu uppsögn. Flestir voru þannig beint vitni að uppsögn samstarfsfólks enda ríflega 10% starfsmanna sem misstu vinnuna í gær. Í undirbúningsvinnu að stofnun Samgöngustofu lögðu stéttarfélögin ríka áherslu á mikilvægi þess að sameining stofnannna yrði ekki notuð sem verkfæri til hagræðingar, uppsagna og skerðingar á kjörum starfsmanna. Á fundum sem félögin áttu við innanríkisráðuneytið og forsvarsmenn Samgöngustofu var þetta marg ítrekað. Á fundi starfsmannahóps um sameiningu samgöngustofnanna í innanríkisráðuneytinu í byrjun mars 2013 kom einnig fram að launakjör starfsmanna og réttindi myndu ekki breytast við sameininguna heldur yrðu kjör endurskoðuð við stofnanasamningagerð stéttarfélaganna við Samgöngustofu, með það að markmiði að samræma kjör starfsmanna nýrrar stofnunar. Í bréfi þar sem starfsmönnum var boðið starf hjá Samgöngustofu kom einnig fram að áunnin réttindi og launakjör yrðu óbreytt. Í öllu ferlinu var lögð áhersla á að ef rekstrarforsendur kölluðu á hagræðingu, yrði sú leið farin að ekki yrði ráðið í þær stöður sem losnuðu. Þetta var einnig staðfest á fundum starfsmanna með þáverandi innanríkis- og samgönguráðherrum. Skýrt kom fram að ekki yrði farin leið uppsagna. SFR telur þetta brot á lögum og loforðum afar alvarlegt. Virðingarleysi forstjóra Samgöngustofu í garð starfsmanna og viðsemjenda þeirra virðist algjört. Að framkvæma hópuppsagnir með þessum hætti og án samráðs við hagsmunaaðila starfsmanna sýnir ekkert annað en gengdarlaust tillitsleysi. Samráð og upplýsingagjöf atvinnurekenda við hópuppsagnir felur í sér að haft verði raunverulegt samráð við fulltrúa starfsmanna. Í því felst skylda atvinnurekenda til að kynna og ræða vð trúnaðarmenn og gefa þeim kost á að koma að sjónarmiðum sínum og tillögum að áður en endanleg ákvörðun er tekin af atvinnurekanda. Þá ber atvinnurekanda einnig að láta trúnaðarmönnum í hendur allar upplýsingar sem máli skipta og var það heldur ekki gert. Starfsmenn Samgöngustofu hafa verið nánast í samfelldu breytingaferli frá því að ákvörðun var tekin um að Samgöngustofa yrði stofnuð. Álagið sem fylgt hefur sameiningu stofnananna hefur verið mikið og er það nú verðlaunað með uppsögnum, tilfærslum og kjaraskerðingum sem framkvæmd er með óbilgjörnum hætti. SFR stéttarfélag mótmælir harðlega þessum svikum stjórnvalda og þeim ólögmætu aðferðum sem notaðar voru við uppsagnirnar og kjaraskerðingar starfsmanna.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar