Af hefðbundnum hjónabandsskilningi Sunna Dóra Möller og Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 24. mars 2015 11:08 Þann 19. mars birtist grein í Fréttablaðinu sem ber heitið „Af samvisku presta“ þar sem rætt er um þá kerfislægu mismunun sem enn ríkir innan Þjóðkirkjunnar í garð hjónavígslu hinsegin fólks. Prestar mega neita samkynja pörum um hjónavígslu ef þeir telja „slíkt andstætt samvisku sinni og sannfæringu [að því gefnu] að prestar muni ekki synja af öðrum ástæðum en vegna trúarsannfæringar sinnar“ (þskj. 836/485. mál.). Ein hjúskaparlög tóku gildi á Íslandi þann 27. júní árið 2010. Sama ár fór í gegnum kirkjuþing breyting á samþykktum um innri málefni Þjóðkirkjunnar, þar sem kafli um staðfesta samvist samkynhneigðra var felldur niður og orðalagi um hjónavígslu var breytt til samræmis við ný hjúskaparlög. Þannig lauk málinu formlega af hálfu kirkjunnar eftir áralanga baráttu fyrir viðurkenningu á hjúskap samkynja para. Þrátt fyrir þessa niðurstöðu er enn til staðar það samviskufrelsi að prestar mega neita samkynja pörum um þjónustu út frá trúarsannfæringu. Trúarsannfæring er eðli málsins samkvæmt persónuleg og það er ekki ætlun greinarhöfunda að gera lítið úr þeirri sannfæringu sem býr í brjósti hvers og eins. Trúarsannfæring og samviska er háð uppeldi, þeirri trúarhefð sem við erum alin upp við, þeirri sýn sem við höfum á lífið og þeim hefðum sem við hljótum í arf. Hefðbundinn skilningur á kristnu hjónabandi er tvenns konar. Annarsvegar byggir hann á þeirri hugmynd að kynin séu sköpuð hvert fyrir annað og hinsvegar að hjónabandinu sé ætlað að bera ávöxt í afkomendum. Sá skilningur á sér langa sögu og byggir á andstæðuforsendu, þeirri hugmynd að til að hjónaband sé gilt þurfi karl og konu. Kynin eru þannig álitin gagnstæð kynja-tvennd, sem felur um leið í sér hin rökin, að í getnaði afkomenda fullkomnist hjónabandið. Í þessum hugmyndum birtist aldagömul stigveldis- og karlaveldishugsun um valdaójafnvægi kynjanna. Með öðrum orðum byggir hefðbundinn hjónabandsskilningur kristinnar trúar á feðraveldishugmyndum og gagnkynhneigðarhyggju. Það getur ekki verið ásættanlegt að á 21. öldinni sé haldið lífi í fólksfjölgunarrökum enda er það ekki bara útilokandi fyrir samkynja pör, heldur einnig þau sem pör sem geta ekki af einhverjum ástæðum eignast börn. Hjónabandsskilningur sem byggir á hugmyndum um andstæður kynjanna ýtir undir þær hugmyndir að valdaójafnvægi sé kynferðislega aðlaðandi. Slíkar hugmyndir eru útilokandi fyrir samkynja pör og hafa áhrif á víkjandi stöðu kvenna innan þeirrar stofnunar sem hjónabandið er. Þessi skilningur getur því ekki lengur talist ásættanlegur grunnur þegar við skilgreinum hjónaband, sem ætti að vera jafningjasamband tveggja fullveðja einstaklinga. Það er ábyrgð okkar sem samfélags, ábyrgð kirkjunnar og allra þeirra sem bera hag fólks fyrir brjósti, að taka þeirri áskorun sem felst í að endurskoða frá grunni hvað í hjónabandi felst. Við þurfum nýjan hugmyndaramma og um leið nýja skilgreiningu á hjónabandi, sem felur í sér einn veruleika fyrir alla, jafna stöðu kynjanna og umfaðmar samkynhneigða og gagnkynhneiða í senn. Formlega séð er réttur allra tryggður með einum hjúskaparlögum en það er okkar mat að fullnægjandi umræða um innihald hjónabandsins hafi enn ekki átt sér stað. Einn af ásteytingarsteinunum í þeirri umræðu innan kirkjunnar er sú kerfislæga mismunun sem felst í samviskufrelsi presta. Hvort það standist lög að opinberir starfsmenn megi mismuna hjónaefnum í embættisverkum á grundvelli kynhneigðar vitum við ekki en samviskufrelsi presta stenst ekki það siðferðisviðmið sem skilgreinir hjónabandið út frá innihaldi, tengslum og ást jafningja sem leita blessunar Guðs fyrir samband sitt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Þann 19. mars birtist grein í Fréttablaðinu sem ber heitið „Af samvisku presta“ þar sem rætt er um þá kerfislægu mismunun sem enn ríkir innan Þjóðkirkjunnar í garð hjónavígslu hinsegin fólks. Prestar mega neita samkynja pörum um hjónavígslu ef þeir telja „slíkt andstætt samvisku sinni og sannfæringu [að því gefnu] að prestar muni ekki synja af öðrum ástæðum en vegna trúarsannfæringar sinnar“ (þskj. 836/485. mál.). Ein hjúskaparlög tóku gildi á Íslandi þann 27. júní árið 2010. Sama ár fór í gegnum kirkjuþing breyting á samþykktum um innri málefni Þjóðkirkjunnar, þar sem kafli um staðfesta samvist samkynhneigðra var felldur niður og orðalagi um hjónavígslu var breytt til samræmis við ný hjúskaparlög. Þannig lauk málinu formlega af hálfu kirkjunnar eftir áralanga baráttu fyrir viðurkenningu á hjúskap samkynja para. Þrátt fyrir þessa niðurstöðu er enn til staðar það samviskufrelsi að prestar mega neita samkynja pörum um þjónustu út frá trúarsannfæringu. Trúarsannfæring er eðli málsins samkvæmt persónuleg og það er ekki ætlun greinarhöfunda að gera lítið úr þeirri sannfæringu sem býr í brjósti hvers og eins. Trúarsannfæring og samviska er háð uppeldi, þeirri trúarhefð sem við erum alin upp við, þeirri sýn sem við höfum á lífið og þeim hefðum sem við hljótum í arf. Hefðbundinn skilningur á kristnu hjónabandi er tvenns konar. Annarsvegar byggir hann á þeirri hugmynd að kynin séu sköpuð hvert fyrir annað og hinsvegar að hjónabandinu sé ætlað að bera ávöxt í afkomendum. Sá skilningur á sér langa sögu og byggir á andstæðuforsendu, þeirri hugmynd að til að hjónaband sé gilt þurfi karl og konu. Kynin eru þannig álitin gagnstæð kynja-tvennd, sem felur um leið í sér hin rökin, að í getnaði afkomenda fullkomnist hjónabandið. Í þessum hugmyndum birtist aldagömul stigveldis- og karlaveldishugsun um valdaójafnvægi kynjanna. Með öðrum orðum byggir hefðbundinn hjónabandsskilningur kristinnar trúar á feðraveldishugmyndum og gagnkynhneigðarhyggju. Það getur ekki verið ásættanlegt að á 21. öldinni sé haldið lífi í fólksfjölgunarrökum enda er það ekki bara útilokandi fyrir samkynja pör, heldur einnig þau sem pör sem geta ekki af einhverjum ástæðum eignast börn. Hjónabandsskilningur sem byggir á hugmyndum um andstæður kynjanna ýtir undir þær hugmyndir að valdaójafnvægi sé kynferðislega aðlaðandi. Slíkar hugmyndir eru útilokandi fyrir samkynja pör og hafa áhrif á víkjandi stöðu kvenna innan þeirrar stofnunar sem hjónabandið er. Þessi skilningur getur því ekki lengur talist ásættanlegur grunnur þegar við skilgreinum hjónaband, sem ætti að vera jafningjasamband tveggja fullveðja einstaklinga. Það er ábyrgð okkar sem samfélags, ábyrgð kirkjunnar og allra þeirra sem bera hag fólks fyrir brjósti, að taka þeirri áskorun sem felst í að endurskoða frá grunni hvað í hjónabandi felst. Við þurfum nýjan hugmyndaramma og um leið nýja skilgreiningu á hjónabandi, sem felur í sér einn veruleika fyrir alla, jafna stöðu kynjanna og umfaðmar samkynhneigða og gagnkynhneiða í senn. Formlega séð er réttur allra tryggður með einum hjúskaparlögum en það er okkar mat að fullnægjandi umræða um innihald hjónabandsins hafi enn ekki átt sér stað. Einn af ásteytingarsteinunum í þeirri umræðu innan kirkjunnar er sú kerfislæga mismunun sem felst í samviskufrelsi presta. Hvort það standist lög að opinberir starfsmenn megi mismuna hjónaefnum í embættisverkum á grundvelli kynhneigðar vitum við ekki en samviskufrelsi presta stenst ekki það siðferðisviðmið sem skilgreinir hjónabandið út frá innihaldi, tengslum og ást jafningja sem leita blessunar Guðs fyrir samband sitt.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar