Bestu sérfræðingar heims vinna að rannsókn flugslyssins Heimir Már Pétursson skrifar 25. mars 2015 19:15 Alltof snemmt er að segja til um tildrög þess að A320 Airbus þota GermanWings hrapaði í frönsku Ölpunum í gærmorgun. Nú þegar er þó margt vitað um þetta afdrifaríka flug frá Barselóna til Dusseldorf. Fyrstu flugvélinni í A320 fjölskyldunni, sem einnig nær til A318, 319 og 321, var flogið í febrúar árið 1987. Flugvélin sem fórst í gær var smíðuð árið 1988 og verið í þjónustu GermanWings frá 1992. Aldur flugvélarinnar segir ekki alla söguna því það er viðhaldið sem skiptir öllu máli og í þeim efnum eiga GermanWings og móðurfélagið Lufthansa góðan feril. Rúmlega 6.400 flugvélar af þessari gerð hafa verið seldar frá upphafi og er hún með vinsælustu flugvélum heims til flugs á styttri vegalengdum meðal annars hingað til lands og flugvélar WOW AIR eru þessarar tegundar. Þúsundir pantana liggja fyrir hjá framleiðanda. Þá eru Airbus A320 flugvélarnar almennt taldar mjög öruggar, en frá upphafi hafa ellefu slys eða óhöpp þar sem einn eða fleiri hafa farist átt sér stað í rúmlega 79 milljón flugferðum á þessum flugvélum. Enn er alltof snemmt að segja til um orsakir slyssins en það er góðs viti að flugriti með hljóðupptökum hefur fundist og líklegt má telja að tækniriti flugvélarinar finnist einnig. Carsten Spohr, aðalforstjóri Lufthansa móðurfélags Germanwings, segir félagið gera allt sem það geti til að aðstoða ættingja og vini þeirra sem fórust, bæði fjárhgslega og með öðrum hætti. Frönsk flugmálayfirvöld stýra rannsókninni. „Við höfum alla sérfræðinga á slysstaðnum, frá frönskum og þýskum flugmálayfirvöldum og frá framleiðandanum Airbus. Þá eru sérfræðingar Lufthansa einnig til staðar. Ég tel því að allir bestu sérfræðingar í heiminum vinni nú að því að komast að því hvað gerðist þannig að tryggja megi að slys sem þetta endurtaki sig aldrei aftur,“ segir Spohr. Ein hugsanleg skýring á slysinu er að loftþrýstingur hafi fallið í flugvélinni og flugmenn og farþegar misst meðvitund. En þegar slíkt gerist lækka flugmenn flugið flugið mun hraðar en þarna var gert. Við skyndilegt og óvænt fall á loftþrýstingi falla súrefnisgrímur niður í farþegarými, þar sem súrefnið dugar í 12 til 14 mínútur. Flugmenn verða hins vegar sjálfir að setja á sig súrefnisgrímur og súrefnisbirgðir þeirra duga lengur. Eftir að hafa sett á sig grímurnar segja reglur að flugmenn eigi að lækka flugið niður fyrir tíu þúsund fet eins hratt og mögulegt er. Önnur skýring gæti verið að flugmenn hafi stillt leiðsögutæki flugvélarinnar vitlaust eða bilun komið upp í tækjunum. Veður var hins vegar með ágætum og því undarlegt að flugmennirnir tilkynntu ekkert til flugstjórnar þegar flugvélin tók að lækka flugið og stefndi á Alpana, að því gefnu að flugmennirnir hafi séð hvað var að gerast í tíma. Það er hins vegar talið mjög ólíklegt að um einhvers konar hryðjuverk eða viljaverk hafi verið að ræða. Frakkland Fréttir af flugi Germanwings 4U9525 Þýskaland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Alltof snemmt er að segja til um tildrög þess að A320 Airbus þota GermanWings hrapaði í frönsku Ölpunum í gærmorgun. Nú þegar er þó margt vitað um þetta afdrifaríka flug frá Barselóna til Dusseldorf. Fyrstu flugvélinni í A320 fjölskyldunni, sem einnig nær til A318, 319 og 321, var flogið í febrúar árið 1987. Flugvélin sem fórst í gær var smíðuð árið 1988 og verið í þjónustu GermanWings frá 1992. Aldur flugvélarinnar segir ekki alla söguna því það er viðhaldið sem skiptir öllu máli og í þeim efnum eiga GermanWings og móðurfélagið Lufthansa góðan feril. Rúmlega 6.400 flugvélar af þessari gerð hafa verið seldar frá upphafi og er hún með vinsælustu flugvélum heims til flugs á styttri vegalengdum meðal annars hingað til lands og flugvélar WOW AIR eru þessarar tegundar. Þúsundir pantana liggja fyrir hjá framleiðanda. Þá eru Airbus A320 flugvélarnar almennt taldar mjög öruggar, en frá upphafi hafa ellefu slys eða óhöpp þar sem einn eða fleiri hafa farist átt sér stað í rúmlega 79 milljón flugferðum á þessum flugvélum. Enn er alltof snemmt að segja til um orsakir slyssins en það er góðs viti að flugriti með hljóðupptökum hefur fundist og líklegt má telja að tækniriti flugvélarinar finnist einnig. Carsten Spohr, aðalforstjóri Lufthansa móðurfélags Germanwings, segir félagið gera allt sem það geti til að aðstoða ættingja og vini þeirra sem fórust, bæði fjárhgslega og með öðrum hætti. Frönsk flugmálayfirvöld stýra rannsókninni. „Við höfum alla sérfræðinga á slysstaðnum, frá frönskum og þýskum flugmálayfirvöldum og frá framleiðandanum Airbus. Þá eru sérfræðingar Lufthansa einnig til staðar. Ég tel því að allir bestu sérfræðingar í heiminum vinni nú að því að komast að því hvað gerðist þannig að tryggja megi að slys sem þetta endurtaki sig aldrei aftur,“ segir Spohr. Ein hugsanleg skýring á slysinu er að loftþrýstingur hafi fallið í flugvélinni og flugmenn og farþegar misst meðvitund. En þegar slíkt gerist lækka flugmenn flugið flugið mun hraðar en þarna var gert. Við skyndilegt og óvænt fall á loftþrýstingi falla súrefnisgrímur niður í farþegarými, þar sem súrefnið dugar í 12 til 14 mínútur. Flugmenn verða hins vegar sjálfir að setja á sig súrefnisgrímur og súrefnisbirgðir þeirra duga lengur. Eftir að hafa sett á sig grímurnar segja reglur að flugmenn eigi að lækka flugið niður fyrir tíu þúsund fet eins hratt og mögulegt er. Önnur skýring gæti verið að flugmenn hafi stillt leiðsögutæki flugvélarinnar vitlaust eða bilun komið upp í tækjunum. Veður var hins vegar með ágætum og því undarlegt að flugmennirnir tilkynntu ekkert til flugstjórnar þegar flugvélin tók að lækka flugið og stefndi á Alpana, að því gefnu að flugmennirnir hafi séð hvað var að gerast í tíma. Það er hins vegar talið mjög ólíklegt að um einhvers konar hryðjuverk eða viljaverk hafi verið að ræða.
Frakkland Fréttir af flugi Germanwings 4U9525 Þýskaland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira