Bestu sérfræðingar heims vinna að rannsókn flugslyssins Heimir Már Pétursson skrifar 25. mars 2015 19:15 Alltof snemmt er að segja til um tildrög þess að A320 Airbus þota GermanWings hrapaði í frönsku Ölpunum í gærmorgun. Nú þegar er þó margt vitað um þetta afdrifaríka flug frá Barselóna til Dusseldorf. Fyrstu flugvélinni í A320 fjölskyldunni, sem einnig nær til A318, 319 og 321, var flogið í febrúar árið 1987. Flugvélin sem fórst í gær var smíðuð árið 1988 og verið í þjónustu GermanWings frá 1992. Aldur flugvélarinnar segir ekki alla söguna því það er viðhaldið sem skiptir öllu máli og í þeim efnum eiga GermanWings og móðurfélagið Lufthansa góðan feril. Rúmlega 6.400 flugvélar af þessari gerð hafa verið seldar frá upphafi og er hún með vinsælustu flugvélum heims til flugs á styttri vegalengdum meðal annars hingað til lands og flugvélar WOW AIR eru þessarar tegundar. Þúsundir pantana liggja fyrir hjá framleiðanda. Þá eru Airbus A320 flugvélarnar almennt taldar mjög öruggar, en frá upphafi hafa ellefu slys eða óhöpp þar sem einn eða fleiri hafa farist átt sér stað í rúmlega 79 milljón flugferðum á þessum flugvélum. Enn er alltof snemmt að segja til um orsakir slyssins en það er góðs viti að flugriti með hljóðupptökum hefur fundist og líklegt má telja að tækniriti flugvélarinar finnist einnig. Carsten Spohr, aðalforstjóri Lufthansa móðurfélags Germanwings, segir félagið gera allt sem það geti til að aðstoða ættingja og vini þeirra sem fórust, bæði fjárhgslega og með öðrum hætti. Frönsk flugmálayfirvöld stýra rannsókninni. „Við höfum alla sérfræðinga á slysstaðnum, frá frönskum og þýskum flugmálayfirvöldum og frá framleiðandanum Airbus. Þá eru sérfræðingar Lufthansa einnig til staðar. Ég tel því að allir bestu sérfræðingar í heiminum vinni nú að því að komast að því hvað gerðist þannig að tryggja megi að slys sem þetta endurtaki sig aldrei aftur,“ segir Spohr. Ein hugsanleg skýring á slysinu er að loftþrýstingur hafi fallið í flugvélinni og flugmenn og farþegar misst meðvitund. En þegar slíkt gerist lækka flugmenn flugið flugið mun hraðar en þarna var gert. Við skyndilegt og óvænt fall á loftþrýstingi falla súrefnisgrímur niður í farþegarými, þar sem súrefnið dugar í 12 til 14 mínútur. Flugmenn verða hins vegar sjálfir að setja á sig súrefnisgrímur og súrefnisbirgðir þeirra duga lengur. Eftir að hafa sett á sig grímurnar segja reglur að flugmenn eigi að lækka flugið niður fyrir tíu þúsund fet eins hratt og mögulegt er. Önnur skýring gæti verið að flugmenn hafi stillt leiðsögutæki flugvélarinnar vitlaust eða bilun komið upp í tækjunum. Veður var hins vegar með ágætum og því undarlegt að flugmennirnir tilkynntu ekkert til flugstjórnar þegar flugvélin tók að lækka flugið og stefndi á Alpana, að því gefnu að flugmennirnir hafi séð hvað var að gerast í tíma. Það er hins vegar talið mjög ólíklegt að um einhvers konar hryðjuverk eða viljaverk hafi verið að ræða. Frakkland Fréttir af flugi Germanwings 4U9525 Þýskaland Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Alltof snemmt er að segja til um tildrög þess að A320 Airbus þota GermanWings hrapaði í frönsku Ölpunum í gærmorgun. Nú þegar er þó margt vitað um þetta afdrifaríka flug frá Barselóna til Dusseldorf. Fyrstu flugvélinni í A320 fjölskyldunni, sem einnig nær til A318, 319 og 321, var flogið í febrúar árið 1987. Flugvélin sem fórst í gær var smíðuð árið 1988 og verið í þjónustu GermanWings frá 1992. Aldur flugvélarinnar segir ekki alla söguna því það er viðhaldið sem skiptir öllu máli og í þeim efnum eiga GermanWings og móðurfélagið Lufthansa góðan feril. Rúmlega 6.400 flugvélar af þessari gerð hafa verið seldar frá upphafi og er hún með vinsælustu flugvélum heims til flugs á styttri vegalengdum meðal annars hingað til lands og flugvélar WOW AIR eru þessarar tegundar. Þúsundir pantana liggja fyrir hjá framleiðanda. Þá eru Airbus A320 flugvélarnar almennt taldar mjög öruggar, en frá upphafi hafa ellefu slys eða óhöpp þar sem einn eða fleiri hafa farist átt sér stað í rúmlega 79 milljón flugferðum á þessum flugvélum. Enn er alltof snemmt að segja til um orsakir slyssins en það er góðs viti að flugriti með hljóðupptökum hefur fundist og líklegt má telja að tækniriti flugvélarinar finnist einnig. Carsten Spohr, aðalforstjóri Lufthansa móðurfélags Germanwings, segir félagið gera allt sem það geti til að aðstoða ættingja og vini þeirra sem fórust, bæði fjárhgslega og með öðrum hætti. Frönsk flugmálayfirvöld stýra rannsókninni. „Við höfum alla sérfræðinga á slysstaðnum, frá frönskum og þýskum flugmálayfirvöldum og frá framleiðandanum Airbus. Þá eru sérfræðingar Lufthansa einnig til staðar. Ég tel því að allir bestu sérfræðingar í heiminum vinni nú að því að komast að því hvað gerðist þannig að tryggja megi að slys sem þetta endurtaki sig aldrei aftur,“ segir Spohr. Ein hugsanleg skýring á slysinu er að loftþrýstingur hafi fallið í flugvélinni og flugmenn og farþegar misst meðvitund. En þegar slíkt gerist lækka flugmenn flugið flugið mun hraðar en þarna var gert. Við skyndilegt og óvænt fall á loftþrýstingi falla súrefnisgrímur niður í farþegarými, þar sem súrefnið dugar í 12 til 14 mínútur. Flugmenn verða hins vegar sjálfir að setja á sig súrefnisgrímur og súrefnisbirgðir þeirra duga lengur. Eftir að hafa sett á sig grímurnar segja reglur að flugmenn eigi að lækka flugið niður fyrir tíu þúsund fet eins hratt og mögulegt er. Önnur skýring gæti verið að flugmenn hafi stillt leiðsögutæki flugvélarinnar vitlaust eða bilun komið upp í tækjunum. Veður var hins vegar með ágætum og því undarlegt að flugmennirnir tilkynntu ekkert til flugstjórnar þegar flugvélin tók að lækka flugið og stefndi á Alpana, að því gefnu að flugmennirnir hafi séð hvað var að gerast í tíma. Það er hins vegar talið mjög ólíklegt að um einhvers konar hryðjuverk eða viljaverk hafi verið að ræða.
Frakkland Fréttir af flugi Germanwings 4U9525 Þýskaland Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira