Flugvél og farþegar splundruðust við slysið Heimir Már Pétursson skrifar 25. mars 2015 19:15 Mjög erfitt verður að bera kennsl á þá sem fórust með Airbus flugvélinni sem hrapaði í frönsku Ölpunum í gær þar sem flugvélin splundraðist algerlega þegar hún skall í fjallshlíðinni. Mikil sorg ríkir í Þýskalandi og Frakklandi þaðan sem flestir þeirra sem fórust voru frá. Airbus A320 flugvélin sem var á leið frá Barcelona á Spáni til Dusseldorf í Þýskalandi í gærmorgun, lækkaði flugið af óútskýrðum ástæðum eftir að hún náði 38 þúsund feta farflugshæð og missti flugumferðarstjórn samband við hana í 6.800 fetum. Merkel kanslari Þýskalands, Hollande Frakklandsforseti og Rajoy forsætisráðherra Spánar heimsóttu aðgerðarstjórn vegna slyssins í suðurhluta Frakklands í dag en áður höfðu Merkel og Hollande verið flogið með þyrlu yfir slysstaðinn. Mjög erfitt er að komast að slysstaðnum í um 2.000 metra hæð í frönsku Ölpunum og aðkoman er hryllileg, eins og Jean Louis Bietrix leiðsögumaður sem fylgdi björgunarsveitum á vettvang varð vitni að. „Það sem kom mest á óvart var að sjá hvernig flugvélin var orðin að engu. Hún er algerlega í molum, við gátum ekki borið kennsl á nokkurn einasta hlut. Maður fyllist algeru vonleysi þegar maður hugsar til fólksins sem var um borð. Þetta er mjög sorglegt,“ sagði Bietrix við fréttamenn. Hundrað fjörtíu og fjórir farþegar og sex manna áhöfn fórust öll í slysinu. Forstjóri GermanWings greindi frá því í morgun að stafest væri að 72 Þjóðverjar og 35 Spánverjar hefðu farist með flugvél félagsins í gær. En að auki voru einn til þrír farþegar frá eftirtölum löndum: Bretlandi, Hollandi, Kólombíu, Mexikó, Japan, Danmörku, Belgíu, Ísrael, Ástralíu, Argentínu, Íran, Venezuela og Bandaríkjunum. Thomas Winkelmann forstjóri GermanWings sagði stjórnendur félagsins þakkláta þeim fjölda flugfélaga sem boðist hefðu til að fljúga farþegum félagsins eftir að stór hópur starfsfólks í áhöfnum GermanWings hefði ekki treyst sér af tilfinningaástæðum til að fljúga fyrir félagið í gær og í dag. „Æðstu stjórnendur félagsins hafa fullkinn skilning á þessu vegna þess að við erum í raun ein fjölskylda hjá fyrirtækinu. Allir þekkja alla hjá Germanwings. Þetta hefur því verið gífurlega mikið áfall fyrir alla okkar flugliða og flugmenn,“ segir Winkelmann. Á meðal þeirra sem fórust voru 16 ungmenni og tveir kennarar frá skóla í bænum Haltern am See, 37 þúsund manna bæ í norðvesturhluta Þýsklands. Ulirich Wessel skólastjóri var gráti næst þegar hann sagði frá því að fólk hafi haldið í vonina framan af. Kannski hafi verið fleiri en eitt flug á vegum Germanwings frá Barselóna þennan dag? En sú von hafi fljótlega dáið út og harmleikurinn legið ljós fyrir. „Héðan í frá verður ekkert með sama hætti í skólanum okkar. Hugur okkar er hjá foreldrum sem misst hafa sína elskulegu syni og dætur, hjá afa og ömmu sem hafa misst barnabörnin sín og hjá öllum ættingjum barnanna og kennaranna,“ segir Wessel. Annar flugrita flugvélarinnar, sá sem inniheldur hljóðupptökur úr flugstjórnarklefanum, er fundinn en ritinn sem afritar stöðu og breytingar á öllum mælitækjum hennar hefur enn ekki fundist. Frakkland Fréttir af flugi Germanwings 4U9525 Þýskaland Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Sjá meira
Mjög erfitt verður að bera kennsl á þá sem fórust með Airbus flugvélinni sem hrapaði í frönsku Ölpunum í gær þar sem flugvélin splundraðist algerlega þegar hún skall í fjallshlíðinni. Mikil sorg ríkir í Þýskalandi og Frakklandi þaðan sem flestir þeirra sem fórust voru frá. Airbus A320 flugvélin sem var á leið frá Barcelona á Spáni til Dusseldorf í Þýskalandi í gærmorgun, lækkaði flugið af óútskýrðum ástæðum eftir að hún náði 38 þúsund feta farflugshæð og missti flugumferðarstjórn samband við hana í 6.800 fetum. Merkel kanslari Þýskalands, Hollande Frakklandsforseti og Rajoy forsætisráðherra Spánar heimsóttu aðgerðarstjórn vegna slyssins í suðurhluta Frakklands í dag en áður höfðu Merkel og Hollande verið flogið með þyrlu yfir slysstaðinn. Mjög erfitt er að komast að slysstaðnum í um 2.000 metra hæð í frönsku Ölpunum og aðkoman er hryllileg, eins og Jean Louis Bietrix leiðsögumaður sem fylgdi björgunarsveitum á vettvang varð vitni að. „Það sem kom mest á óvart var að sjá hvernig flugvélin var orðin að engu. Hún er algerlega í molum, við gátum ekki borið kennsl á nokkurn einasta hlut. Maður fyllist algeru vonleysi þegar maður hugsar til fólksins sem var um borð. Þetta er mjög sorglegt,“ sagði Bietrix við fréttamenn. Hundrað fjörtíu og fjórir farþegar og sex manna áhöfn fórust öll í slysinu. Forstjóri GermanWings greindi frá því í morgun að stafest væri að 72 Þjóðverjar og 35 Spánverjar hefðu farist með flugvél félagsins í gær. En að auki voru einn til þrír farþegar frá eftirtölum löndum: Bretlandi, Hollandi, Kólombíu, Mexikó, Japan, Danmörku, Belgíu, Ísrael, Ástralíu, Argentínu, Íran, Venezuela og Bandaríkjunum. Thomas Winkelmann forstjóri GermanWings sagði stjórnendur félagsins þakkláta þeim fjölda flugfélaga sem boðist hefðu til að fljúga farþegum félagsins eftir að stór hópur starfsfólks í áhöfnum GermanWings hefði ekki treyst sér af tilfinningaástæðum til að fljúga fyrir félagið í gær og í dag. „Æðstu stjórnendur félagsins hafa fullkinn skilning á þessu vegna þess að við erum í raun ein fjölskylda hjá fyrirtækinu. Allir þekkja alla hjá Germanwings. Þetta hefur því verið gífurlega mikið áfall fyrir alla okkar flugliða og flugmenn,“ segir Winkelmann. Á meðal þeirra sem fórust voru 16 ungmenni og tveir kennarar frá skóla í bænum Haltern am See, 37 þúsund manna bæ í norðvesturhluta Þýsklands. Ulirich Wessel skólastjóri var gráti næst þegar hann sagði frá því að fólk hafi haldið í vonina framan af. Kannski hafi verið fleiri en eitt flug á vegum Germanwings frá Barselóna þennan dag? En sú von hafi fljótlega dáið út og harmleikurinn legið ljós fyrir. „Héðan í frá verður ekkert með sama hætti í skólanum okkar. Hugur okkar er hjá foreldrum sem misst hafa sína elskulegu syni og dætur, hjá afa og ömmu sem hafa misst barnabörnin sín og hjá öllum ættingjum barnanna og kennaranna,“ segir Wessel. Annar flugrita flugvélarinnar, sá sem inniheldur hljóðupptökur úr flugstjórnarklefanum, er fundinn en ritinn sem afritar stöðu og breytingar á öllum mælitækjum hennar hefur enn ekki fundist.
Frakkland Fréttir af flugi Germanwings 4U9525 Þýskaland Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Sjá meira