Fótbolti

Sjáðu mörkin í jafnteflinu í Hollandi | Vatn á myllu Íslands

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld. vísir/getty
Holland og Tyrkland skildu jöfn, 1-1, í A-riðli undankeppni Evrópumótsins sem fram fer í Frakklandi sumarið 2016. Wesley Sneijder bjargaði Hollendingum.

Eftir klaufagang í vörn Hollendinga skoraði Burak Yilmaz með frábæru skoti, en hann kláraði færið afar vel. Staðan var 1-0 í hálfleik.

Í síðari hálfleik var svipað uppá teningnum og í þeim fyrri. Hollendingar voru meira með boltann, en Tyrkirnir spiluðu afar sterkan varnarleik. Það var í uppbótartíma sem Wesley Sneijder skaut í Klaas-Jan Huntelaar og inn. Lokatölur 1-1.

Holland er í þriðja sætinu með sjö stig, en Tyrkland er í því fjórða með fimm stig. Ísland er í öðru sætinu með tólf stig, en Tékkar í fyrsta með þrettán.

0-1 Burak Yilmaz: 1-1 Sneijder:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×