FH-ingar halda áfram að styrkja sig fyrir átökin í Pepsi-deildinni í sumar.
Nú er FH búið að semja við Senegalann Amath André Diedhiou. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við félagið.
Þessi strákur spilaði með FH í fótbolta.net-mótinu í janúar og er núna með FH á æfingamóti erlendis.
Það dylst engum að FH ætlar sér að næla í þann stóra í sumar enda hefur liðið farið mikinn á leikmannamarkaðnum.
FH er einnig búið að fá Bjarna Þór Viðarsson, Belgann Jeremy Serwy, Guðmann Þórisson og Þórarinn Inga Valdimarsson.
