Útboðsgjald fyrir tollkvóta ólögmætur skattur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. mars 2015 13:14 Selecta á Íslandi er hluti af fyrirtækjaþjónustu Innes ehf. sem er ein af stærstu matvöruverslunum landsins. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað í morgun upp dóma í þremur málum sem vörðuðu innflutning landbúnaðarafurða. Fyrirtækin Hagar, Sælkeradreifing og Innnes létu þar reyna á fyrirkomulag útboðs á tollkvótum fyrir búvörur og gjaldtöku fyrir þá. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Félagi atvinnurekenda en dóminn í heild sinni má sjá hér að neðan. Héraðsdómur kemst að þeirri niðurstöðu að útboðsgjaldið, sem landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra hefur innheimt fyrir innflutningskvóta á búvörum, sé ólögmætt og stangist á við stjórnarskrána. Dómurinn telur að útboðsgjaldið sé skattur í skilningi 40. og 77. greina stjórnarskrárinnar. Niðurstaða dómsins í öllum málunum er að „löggjafinn hafi í umræddu tilviki framselt ráðherra of víðtækt skattlagningarvald en slíkt er í andstöðu við 40. og 77. gr. stjórnarskrárinnar.“ Dómurinn fellst hins vegar ekki á það með stefnendum í málunum að álagning magntolls á vörur fluttar inn á svokölluðum WTO-tollkvótum sé ólögmæt. Þá telur dómurinn að þar sem gjaldtaka stjórnvalda hafi skilað sér í hærra verðlagi til neytenda, sé ekki hægt að fallast á kröfur stefnenda um endurgreiðslu hinna ólögmætu gjalda. „Við fögnum þessari niðurstöðu og teljum hana áfanga í að brjóta niður þetta kerfi tollverndar og skömmtunar sem hefur komið hart niður á neytendum,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda í tilkynningunni. „Málin ganga að öllum líkindum til Hæstaréttar, en þessi niðurstaða um ólögmæti útboðsgjaldsins er engu að síður svo afdráttarlaus að Alþingi verður þegar í stað að taka þetta löngu úrelta fyrirkomulag til endurskoðunar.“ Ólafur segir að niðurstaða dómsins um að útboðsgjaldinu hafi verið velt út í verðlagið staðfesti málflutning FA um að núverandi fyrirkomulag hækki að ósekju verð á innfluttum búvörum og bitni á hagsmunum neytenda. „Í dómunum felst að með ólögmætri skattlagningu hafi stjórnvöld valdið neytendum hundraða milljóna króna tjóni. Alþingi getur ekki skellt skollaeyrum við þeirri niðurstöðu. Það gengur ekki að neytendur séu áfram látnir borga ólöglegan skatt.“ Alþingi Mest lesið Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur kvað í morgun upp dóma í þremur málum sem vörðuðu innflutning landbúnaðarafurða. Fyrirtækin Hagar, Sælkeradreifing og Innnes létu þar reyna á fyrirkomulag útboðs á tollkvótum fyrir búvörur og gjaldtöku fyrir þá. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Félagi atvinnurekenda en dóminn í heild sinni má sjá hér að neðan. Héraðsdómur kemst að þeirri niðurstöðu að útboðsgjaldið, sem landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra hefur innheimt fyrir innflutningskvóta á búvörum, sé ólögmætt og stangist á við stjórnarskrána. Dómurinn telur að útboðsgjaldið sé skattur í skilningi 40. og 77. greina stjórnarskrárinnar. Niðurstaða dómsins í öllum málunum er að „löggjafinn hafi í umræddu tilviki framselt ráðherra of víðtækt skattlagningarvald en slíkt er í andstöðu við 40. og 77. gr. stjórnarskrárinnar.“ Dómurinn fellst hins vegar ekki á það með stefnendum í málunum að álagning magntolls á vörur fluttar inn á svokölluðum WTO-tollkvótum sé ólögmæt. Þá telur dómurinn að þar sem gjaldtaka stjórnvalda hafi skilað sér í hærra verðlagi til neytenda, sé ekki hægt að fallast á kröfur stefnenda um endurgreiðslu hinna ólögmætu gjalda. „Við fögnum þessari niðurstöðu og teljum hana áfanga í að brjóta niður þetta kerfi tollverndar og skömmtunar sem hefur komið hart niður á neytendum,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda í tilkynningunni. „Málin ganga að öllum líkindum til Hæstaréttar, en þessi niðurstaða um ólögmæti útboðsgjaldsins er engu að síður svo afdráttarlaus að Alþingi verður þegar í stað að taka þetta löngu úrelta fyrirkomulag til endurskoðunar.“ Ólafur segir að niðurstaða dómsins um að útboðsgjaldinu hafi verið velt út í verðlagið staðfesti málflutning FA um að núverandi fyrirkomulag hækki að ósekju verð á innfluttum búvörum og bitni á hagsmunum neytenda. „Í dómunum felst að með ólögmætri skattlagningu hafi stjórnvöld valdið neytendum hundraða milljóna króna tjóni. Alþingi getur ekki skellt skollaeyrum við þeirri niðurstöðu. Það gengur ekki að neytendur séu áfram látnir borga ólöglegan skatt.“
Alþingi Mest lesið Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent