Segir ekkert að frétta í húsnæðismálum nema „einhverjar nefndir“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. mars 2015 12:01 Eygló Harðardóttir, félags-og húsnæðismálaráðherra, og Katrín Júlíusdóttir þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði félags-og húsnæðismálaráðherra, Eygló Harðardóttur, út í stöðuna á húsnæðismarkaði í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. „Það er gríðarlegur vandi á húsnæðismarkaði, ekki síst á leigumarkaði og fyrir þá sem eru að koma inn á markaðinn í fyrsta sinn. Flokkur hæstvirts ráðherra lofaði öllu fögru í þessum efnum, bæði í kosningabaráttunni og þegar þau tóku við hér við fyrir tæpum tveimur árum. Síðan þá hefur ekkert gerst. Það var lofað afnámi verðtryggingar og menn hafa talað digurbarkalega um það að það eigi að gera hér breytingar á húsnæðiskerfinu. En það er ennþá ekkert að frétta annað en einhverjar nefndir,“ sagði Katrín. Hún sagði stór loforð hafa verið gefin og að stórir hópar væru að bíða eftir úrræðum. „Svo ég spyr: hvað er að frétta í húsnæðismálum og afnámi verðtryggingar?“ Eygló Harðardóttir sagðist ekki getað svarað fyrir afnám verðtryggingar og benti þingmanninum á að beina þeirri spurningu til fjármálaráðherra. Um húsnæðismálin hafði hún hins vegar þetta að segja: „Við erum með frumvarp sem snýr að húsnæðisbótum, frumvarp sem snýr að stofnframlögum til uppbyggingu á félagslegum leiguíbúðum og til stuðnings byggingu á íbúðum í húsnæðissamvinnufélög. Þá erum við með verulegar breytingar á lögum um húsnæðissamvinnufélög þannig að þau geti eflt sig.“ Þá boðaði ráðherra einnig viðamiklar breytingar á húsaleigulögum og sagðist búast við því að koma með þau inn í þing fyrir þann frest sem gefinn er til að leggja fram þingmál. Katrín Júlíusdóttir var vægast sagt ósátt við að fá ekki skýr svör frá ráðherra varðandi afnám verðtryggingar: „Ekki benda á mig er það sem hæstvirtur ráðherra segir hér varðandi verðtrygginguna. Málið var nú tölvuert einfaldara hér fyrir kosningar. [...] Það eina sem hefur gerst síðan er að Íbúðalánasjóður hefur hætt við að opna fyrir óverðtryggð lán og það heyrir beint undir hæstvirtan ráðherra.“ Katrín sagði ekki þetta ekki boðlegt fyrir ráðherrann. „Hún á að geta svarað fyrir ríkisstjórnina í málum sem snúa að íbúðalánum. Þetta er ekki boðlegt og segir mér að þetta mál er að sofna.“ Ráðherra svaraði því til að stjórnarflokkarnir væru að setja heimilin í fyrsta sæti. Þá sagði hún ríkisstjórnina sammála um það að vinna að afnámi verðtryggingar á neytendalánum. Alþingi Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði félags-og húsnæðismálaráðherra, Eygló Harðardóttur, út í stöðuna á húsnæðismarkaði í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. „Það er gríðarlegur vandi á húsnæðismarkaði, ekki síst á leigumarkaði og fyrir þá sem eru að koma inn á markaðinn í fyrsta sinn. Flokkur hæstvirts ráðherra lofaði öllu fögru í þessum efnum, bæði í kosningabaráttunni og þegar þau tóku við hér við fyrir tæpum tveimur árum. Síðan þá hefur ekkert gerst. Það var lofað afnámi verðtryggingar og menn hafa talað digurbarkalega um það að það eigi að gera hér breytingar á húsnæðiskerfinu. En það er ennþá ekkert að frétta annað en einhverjar nefndir,“ sagði Katrín. Hún sagði stór loforð hafa verið gefin og að stórir hópar væru að bíða eftir úrræðum. „Svo ég spyr: hvað er að frétta í húsnæðismálum og afnámi verðtryggingar?“ Eygló Harðardóttir sagðist ekki getað svarað fyrir afnám verðtryggingar og benti þingmanninum á að beina þeirri spurningu til fjármálaráðherra. Um húsnæðismálin hafði hún hins vegar þetta að segja: „Við erum með frumvarp sem snýr að húsnæðisbótum, frumvarp sem snýr að stofnframlögum til uppbyggingu á félagslegum leiguíbúðum og til stuðnings byggingu á íbúðum í húsnæðissamvinnufélög. Þá erum við með verulegar breytingar á lögum um húsnæðissamvinnufélög þannig að þau geti eflt sig.“ Þá boðaði ráðherra einnig viðamiklar breytingar á húsaleigulögum og sagðist búast við því að koma með þau inn í þing fyrir þann frest sem gefinn er til að leggja fram þingmál. Katrín Júlíusdóttir var vægast sagt ósátt við að fá ekki skýr svör frá ráðherra varðandi afnám verðtryggingar: „Ekki benda á mig er það sem hæstvirtur ráðherra segir hér varðandi verðtrygginguna. Málið var nú tölvuert einfaldara hér fyrir kosningar. [...] Það eina sem hefur gerst síðan er að Íbúðalánasjóður hefur hætt við að opna fyrir óverðtryggð lán og það heyrir beint undir hæstvirtan ráðherra.“ Katrín sagði ekki þetta ekki boðlegt fyrir ráðherrann. „Hún á að geta svarað fyrir ríkisstjórnina í málum sem snúa að íbúðalánum. Þetta er ekki boðlegt og segir mér að þetta mál er að sofna.“ Ráðherra svaraði því til að stjórnarflokkarnir væru að setja heimilin í fyrsta sæti. Þá sagði hún ríkisstjórnina sammála um það að vinna að afnámi verðtryggingar á neytendalánum.
Alþingi Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira