Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 10. maí 2025 10:10 Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi. Vísir/Vilhelm Sérstakur saksóknari gerði verktakasamning við fyrirtækið PPP sf. um sérfræðiráðgjöf á sviði rannsókna í tengslum við tiltekið sakamál. Fram kemur í samningnum að PPP eigi að ljúka rannsókn sem eigendurnir höfðu áður sinnt sem starfsmenn hjá saksóknara. Morgunblaðið hefur samninginn undir höndum og fram kemur í umfjöllun þess að hann hafi verið undirritaður af Ólafi Þ. Haukssyni sérstökum saksóknara og Guðmundi Hauki Gunnarssyni og Jóni Óttari Ólafssyni, eigendum og stofnendum PPP sf. Þeir voru enn starfsmenn sérstaks saksóknara og í desember 2011 störfuðu þeir bæði fyrir embættið og PPP sem þeir höfðu þá nýstofnað. Blaðið kveðst einnig hafa skýrslutöku lögreglu af Ólafi Þ. Haukssyni undir höndum þar sem fram kemur að hann hafi verið vel meðvitaður um stofnun PPP og markmið fyrirtækisins. Líkt og Vísir hefur fjallað um höfðu þeir Jón Óttar og Guðmundur Haukur nýlega látið af störfum hjá embætti sérstaks saksóknara þar sem þeir gegndu áþekkum störfum þeim sem þeir hófu að sinna undir nafni PPP. Ólafur Þ. Hauksson kærði Guðmund Hauk og Jón Óttar árið 2012 fyrir að hafa rofið þagnarskyldu en embætti ríkissaksóknara felldi kæruna síðar niður. Fram kom í gær að lögreglunni á Suðurlandi hafði verið falin rannsókn á mögulegum brotum PPP á persónuverndarlögum í tengslum við njósnastarfsemi og gagnaþjófnað. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur sagt málið grafalvarlegt og raunar svik við almenning. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur hefur sagt að hann telji ástæðu til að bæði Ólafur Þór Hauksson og Sigríður Friðjónsdóttir stígi til hliðar meðan rannsókn fer fram. Ólafur Þór telur hins vegar ekki ástæðu til þess. Gögnum stolið frá sérstökum saksóknara Stjórnsýsla Tengdar fréttir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur hefur lagst yfir hlerunar- og gagnastuldsmálið og hann segir ótvírætt að þar beri ríkissaksóknari og þáverandi sérstakur saksóknari ábyrgð. Þeim beri að víkja við rannsókn málsins. 9. maí 2025 11:36 „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Víðir Reynisson, þingmaður og fyrrverandi lögreglumaður, segir víðtækan gagnaþjófnað frá embætti Sérstaks saksókna slá sig mjög illa. Þeir sem stálu gögnunum hafi svikið lögreglumannastéttina og eyðilaggt það traust sem stéttin hafi byggt yfir langan tíma. 8. maí 2025 22:45 Einn rólegur, annar afar ósáttur Ríkissaksóknari rannsakar tvö mál í tengslum við víðtækan gagnaþjófnað frá embætti Sérstaks saksóknara. Dómsmálaráðherra segir málið svik við almenning og réttarkerfið. Maður sem var hleraður er afar ósáttur við vinnubrögð saksóknara og íhugar að leita réttar síns. 8. maí 2025 21:23 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Fram kemur í samningnum að PPP eigi að ljúka rannsókn sem eigendurnir höfðu áður sinnt sem starfsmenn hjá saksóknara. Morgunblaðið hefur samninginn undir höndum og fram kemur í umfjöllun þess að hann hafi verið undirritaður af Ólafi Þ. Haukssyni sérstökum saksóknara og Guðmundi Hauki Gunnarssyni og Jóni Óttari Ólafssyni, eigendum og stofnendum PPP sf. Þeir voru enn starfsmenn sérstaks saksóknara og í desember 2011 störfuðu þeir bæði fyrir embættið og PPP sem þeir höfðu þá nýstofnað. Blaðið kveðst einnig hafa skýrslutöku lögreglu af Ólafi Þ. Haukssyni undir höndum þar sem fram kemur að hann hafi verið vel meðvitaður um stofnun PPP og markmið fyrirtækisins. Líkt og Vísir hefur fjallað um höfðu þeir Jón Óttar og Guðmundur Haukur nýlega látið af störfum hjá embætti sérstaks saksóknara þar sem þeir gegndu áþekkum störfum þeim sem þeir hófu að sinna undir nafni PPP. Ólafur Þ. Hauksson kærði Guðmund Hauk og Jón Óttar árið 2012 fyrir að hafa rofið þagnarskyldu en embætti ríkissaksóknara felldi kæruna síðar niður. Fram kom í gær að lögreglunni á Suðurlandi hafði verið falin rannsókn á mögulegum brotum PPP á persónuverndarlögum í tengslum við njósnastarfsemi og gagnaþjófnað. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur sagt málið grafalvarlegt og raunar svik við almenning. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur hefur sagt að hann telji ástæðu til að bæði Ólafur Þór Hauksson og Sigríður Friðjónsdóttir stígi til hliðar meðan rannsókn fer fram. Ólafur Þór telur hins vegar ekki ástæðu til þess.
Gögnum stolið frá sérstökum saksóknara Stjórnsýsla Tengdar fréttir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur hefur lagst yfir hlerunar- og gagnastuldsmálið og hann segir ótvírætt að þar beri ríkissaksóknari og þáverandi sérstakur saksóknari ábyrgð. Þeim beri að víkja við rannsókn málsins. 9. maí 2025 11:36 „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Víðir Reynisson, þingmaður og fyrrverandi lögreglumaður, segir víðtækan gagnaþjófnað frá embætti Sérstaks saksókna slá sig mjög illa. Þeir sem stálu gögnunum hafi svikið lögreglumannastéttina og eyðilaggt það traust sem stéttin hafi byggt yfir langan tíma. 8. maí 2025 22:45 Einn rólegur, annar afar ósáttur Ríkissaksóknari rannsakar tvö mál í tengslum við víðtækan gagnaþjófnað frá embætti Sérstaks saksóknara. Dómsmálaráðherra segir málið svik við almenning og réttarkerfið. Maður sem var hleraður er afar ósáttur við vinnubrögð saksóknara og íhugar að leita réttar síns. 8. maí 2025 21:23 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur hefur lagst yfir hlerunar- og gagnastuldsmálið og hann segir ótvírætt að þar beri ríkissaksóknari og þáverandi sérstakur saksóknari ábyrgð. Þeim beri að víkja við rannsókn málsins. 9. maí 2025 11:36
„Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Víðir Reynisson, þingmaður og fyrrverandi lögreglumaður, segir víðtækan gagnaþjófnað frá embætti Sérstaks saksókna slá sig mjög illa. Þeir sem stálu gögnunum hafi svikið lögreglumannastéttina og eyðilaggt það traust sem stéttin hafi byggt yfir langan tíma. 8. maí 2025 22:45
Einn rólegur, annar afar ósáttur Ríkissaksóknari rannsakar tvö mál í tengslum við víðtækan gagnaþjófnað frá embætti Sérstaks saksóknara. Dómsmálaráðherra segir málið svik við almenning og réttarkerfið. Maður sem var hleraður er afar ósáttur við vinnubrögð saksóknara og íhugar að leita réttar síns. 8. maí 2025 21:23