Þorsteinn Hjaltested ekki eini réttmæti erfingi Vatnsendajarðarinnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. mars 2015 16:41 Hæstiréttur felldi úr gildi dóm héraðsdóms vegna Vatnsenda í Kópavogi. Vísir/Valli Hæstiréttur hefur fellt úr gildi dóm Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að Þorsteinn Hjaltested sé réttmætur eigandi Vatnsendajarðarinnar. Héraðsdómur hafði áður staðfest skipti á búi Sigurðar Hjaltested sem kváðu á um að Þorsteinn væri eini réttmæti erfingi jarðarinnar. Skiptastjóri taldi sig ekki geta farið gegn erfðaskrá sem gerð var árið 1938 og kvað meðal annars á um að jörðin skyldi erfast í beinan karllegg, ekki mætti selja hana og þar þyrfti ávallt að halda bú. Samkvæmt erfðaskránni var Þorsteinn erfingi jarðarinnar en Hæstiréttur metur það sem svo að ómögulegt sé að framkvæma erfðaskrána. Því beri að ráðstafa beinum eignarréttindum jarðarinnar til lögerfingja Sigurðar Hjaltested eftir almennum reglum I. kafla erfðalaga nr. 8/1962. Þorsteinn er í raun einn þeirra, auk fjórtán annarra. Milljarðar eru í húfi en Þorsteinn Hjaltested hefur fengið gríðarlega háar bætur greiddar frá Kópavogsbæ vegna þess að bærinn hefur tekið hluta jarðarinnar eignarnámi undir byggingarland. Upphaflegur eigandi jarðarinnar var Magnús Einarsson Hjaltested. Hann eignaðist jörðina árið 1914 en var ókvæntur og barnlaus. Það fór því svo að barnabarn bróður hans, Sigurður Kristján Lárusson Hjaltested, erfði Vatnsendajörðina og hóf þar búskap árið 1958 með seinni konu sinni. Sigurður lést árið 1966. Þá fór sonur hans af fyrra hjónabandi, Magnús Hjaltested, fram á að fá jörðina. Sú krafa leiddi til málaferla sem enduðu með því að ekkja Sigurðar þurfti að flytja af jörðinni. Þegar Magnús lést svo árið 1999 tók Þorsteinn Hjaltested, elsti sonur hans, við jörðinni. Málaferli þau sem nú hafa verið leidd til lykta hófust árið 2007 og hafa því staðið í 8 ár. Málinu er þó í raun ekki lokið þar sem skipta þarf búi Sigurðar Hjaltested frá árinu 1966 aftur. Dóm Hæstaréttar má nálgast hér. Deilur um Vatnsendaland Kópavogur Dómsmál Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Sjá meira
Hæstiréttur hefur fellt úr gildi dóm Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að Þorsteinn Hjaltested sé réttmætur eigandi Vatnsendajarðarinnar. Héraðsdómur hafði áður staðfest skipti á búi Sigurðar Hjaltested sem kváðu á um að Þorsteinn væri eini réttmæti erfingi jarðarinnar. Skiptastjóri taldi sig ekki geta farið gegn erfðaskrá sem gerð var árið 1938 og kvað meðal annars á um að jörðin skyldi erfast í beinan karllegg, ekki mætti selja hana og þar þyrfti ávallt að halda bú. Samkvæmt erfðaskránni var Þorsteinn erfingi jarðarinnar en Hæstiréttur metur það sem svo að ómögulegt sé að framkvæma erfðaskrána. Því beri að ráðstafa beinum eignarréttindum jarðarinnar til lögerfingja Sigurðar Hjaltested eftir almennum reglum I. kafla erfðalaga nr. 8/1962. Þorsteinn er í raun einn þeirra, auk fjórtán annarra. Milljarðar eru í húfi en Þorsteinn Hjaltested hefur fengið gríðarlega háar bætur greiddar frá Kópavogsbæ vegna þess að bærinn hefur tekið hluta jarðarinnar eignarnámi undir byggingarland. Upphaflegur eigandi jarðarinnar var Magnús Einarsson Hjaltested. Hann eignaðist jörðina árið 1914 en var ókvæntur og barnlaus. Það fór því svo að barnabarn bróður hans, Sigurður Kristján Lárusson Hjaltested, erfði Vatnsendajörðina og hóf þar búskap árið 1958 með seinni konu sinni. Sigurður lést árið 1966. Þá fór sonur hans af fyrra hjónabandi, Magnús Hjaltested, fram á að fá jörðina. Sú krafa leiddi til málaferla sem enduðu með því að ekkja Sigurðar þurfti að flytja af jörðinni. Þegar Magnús lést svo árið 1999 tók Þorsteinn Hjaltested, elsti sonur hans, við jörðinni. Málaferli þau sem nú hafa verið leidd til lykta hófust árið 2007 og hafa því staðið í 8 ár. Málinu er þó í raun ekki lokið þar sem skipta þarf búi Sigurðar Hjaltested frá árinu 1966 aftur. Dóm Hæstaréttar má nálgast hér.
Deilur um Vatnsendaland Kópavogur Dómsmál Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Sjá meira