Körfubolti

Stórtap hjá Herði Axel og félögum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hörður Axel í landsleik.
Hörður Axel í landsleik. Vísir/Daníel
Hörður Axel Vilhjálmsson spilaði flestar mínútur hjá Mitteldeutscher BC í stórtapi gegn FC Bayern München, en lokatölur urðu 95-59, Bæjurum í vil.

Leikurinn var jafn í fyrsta leikhluta, en Bayern leiddi með fimm stigum eftir fyrsta leikhluta; 23-18. Í öðrum leikhluta stigu þeir á bensíngjöfina og leiddu 46-30 í hálfleik.

Þeir héldu svo uppteknum hætti og unnu meðal annars fjórða leikhlutann með fimmtán stiga mun, 27-12. Lokatölur urðu svo eins og fyrr segir 95-59.

Hörður Axel spilaði tæpar þrjátíu mínútur í leiknum, en hann skoraði sex stig fyrir Mitteldeutscher. Hann gaf sex stoðsendingar og tók fimm fráköst.

Mitteldeutscher var að tapa sínum þriðja leik í röð, en þeir hafa einungis unnið tvo af síðustu tíu leikjum sínum. Þeir sitja í tólfa sæti af átján liðum. Bayern er í þriðja sætinu, en þeir hafa unnið sjö leiki í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×