Körfubolti

Glæsileg tvenna Hlyns dugði ekki í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hlynur Bæringsson
Hlynur Bæringsson Vísir/Daníel
Hlynur Bæringsson átti mjög flottan leik og LF Basket spilaði án íslenska landsliðsmannsins Hauks Helga Pálssonar en það dugi þó ekki Drekunum.

LF Basket vann tveggja stiga sigur á Sundsvall Dragons í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld, 74-72.

Hlynur Bæringsson gat tryggt sínum mönnum sigurinn en þriggja stiga skot hans geigaði í blálokin.

Íslensku leikmennirnir í liði Sundsvall Dragons skoruðu saman 22 stig í kvöld. Haukur Helgi Pálsson er meiddur og gat ekki spilað með LF Basket.

Hlynur Bæringsson var með 14 stig, 20 fráköst og 3 stoðsendingar. Ægir Þór Steinarsson skoraði 6 stig og Jakob Örn Sigurðarson var með 2 stig.

LF Basket var 30-27 yfir eftir fyrsta leikhlutann og með níu stiga forskot í hálfleik, 44-35. Hlynur Bæringsson var kominn með 10 stig og 13 fráköst í hálfleik en það dugði skammt enda var Jakob Örn Sigurðarson ekki búinn að skora.

LF Basket skoraði sjö fyrstu stig seinni hálfleiksins og var þá komið sextán stigum yfir, 51-35. LF Basket var þó bara með þriggja stiga forskot fyrir lokaleikhlutann, 63-60, eftir að Sundsvall-liðið vann síðustu fimm mínútur leikhlutans 18-4.

Sundsvall Dragons komst yfir í upphafi fjórða leikhlutans, 64-63 og lokaleikhlutinn var mjög jafn. LF Basket var hinsvegar sterkari á síðustu sekúndunum og tryggði sér sigur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×