Körfubolti

Ellefu heimasigrar í röð hjá íslensku Drekunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hlynur Bæringsson.
Hlynur Bæringsson. Vísir/Vilhelm
Sundsvall Dragons hélt sigurgöngu sinni áfram á heimavelli í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld þegar liðið vann 19 stiga sigur á Jämtland Basket, 98-79.

Hlynur Bæringsson var næststigahæstur í liði Drekanna með 18 stig, auk þess að gefa flestar stoðsendingar í liðinu (6) og taka fimm fráköst. Sundsvall vann þær 30 mínútur sem Hlynur spilaði með 25 stigum og var hann hæstur í plús og mínus.

Jakob Örn Sigurðarson skoraði 14 stig á 27 mínútum og Ægir Þór Steinarsson var með 5 stig, 3 fráköst og 3 stoðsendingar á 15 mínútum. Ragnar Nathanielsson spilaði í tæpar tíu mínútur og var með 2 stig, 3 fráköst og 2 varin skot.

Sundsvall Dragons vann fyrsta leikhlutann 22-19 og var sex stigum yfir í hálfleik, 47-41. Liðið gerði síðan út um leikinn með því vinna þriðja leikhlutann 28-11.

Haukur Helgi Pálsson gat ekki spilað með LF Basket vegna meiðsla þegar liðið vann nokkkuð öruggan útisigur á Uppsala Basket, 87-76.  Bæði liðin er nú jöfn að stigum og sigurinn var því mikilvægur fyrir Peter Öqvist og strákana hans.

Sundsvall Dragons og LF Basket eru bæði með 36 stig í þriðja til sjötta sæti sænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×