Fór til Sýrlands til að bjarga vini sínum úr haldi ISIS Samúel Karl Ólason skrifar 21. janúar 2015 18:37 Kenji Goto fór til Sýrlands til að bjarga Haruna Yukawa úr haldi ISIS en varð fangi sjálfur. Vísir/AFP Blaðamaðurinn Kenji Goto var handsamaður af vígamönnum Íslamska ríkisins, eftir að hann fór til Sýrlands til að kanna hvort hann gæti náð Haruna Yukawa úr haldi samtakanna. Japanarnir Kenji Goto og Haruna Yukawa eru nú í haldi Íslamska ríkisins og ISIS hefur hótað að taka þá af lífi borgi ríkistjórn Japan þeim ekki 200 milljónir dala, eða tæpa 27 milljarða króna. Mennirnir tveir hittust fyrst í Sýrlandi í apríl í fyrra. Þá bað Yukawa blaðamanninn um að fara með sig til Írak, þar sem hann vildi öðlast reynslu af átakasvæðum. Hann hefur lengi dreymt um að verða málalið og hefur átt við geðræn vandamál að stríða. Sjá einnig: „Japan mun ekki láta undan hótunum hryðjuverkamanna“ „Hann var bjargarlaus og vissi ekki hvað hann var að gera. Hann þurfti hjálp einhvers sem hefur reynslu,“ sagði Goto við Reuters fréttaveituna í Ágúst. Goto fór hinsvegar aftur til Japan í júlí í fyrra og þá fór Yukawa aftur til Sýrlands. Í ágúst birtist myndband af honum á Youtube, þar sem hann var í haldi vígamanna. Það hafði mikil áhrif á Goto, sem fannst hann að einhverju leyti bera ábyrgð á Yukawa. „Ég þarf að fara þangað aftur til ræða við tengiliði mína og spyrja þá hvert ástandið sé. Ég þarf að tala við þá maður á mann og held að það sé nauðsynlegt,“ sagði Goto. Hann sneri aftur til Sýrlands í október og skömmu eftir að eiginkona hans eignaðist annað barn þeirra. Hann ætlaði að fara aftur til Japan í lok mánaðarins, en hafði ekki sést síðan hann birti stutt myndband á Twitter í lok október. „Hvað sem gerist. Þá er þetta mín ábyrgð,“ sagði hann í myndbandinu. Mið-Austurlönd Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Blaðamaðurinn Kenji Goto var handsamaður af vígamönnum Íslamska ríkisins, eftir að hann fór til Sýrlands til að kanna hvort hann gæti náð Haruna Yukawa úr haldi samtakanna. Japanarnir Kenji Goto og Haruna Yukawa eru nú í haldi Íslamska ríkisins og ISIS hefur hótað að taka þá af lífi borgi ríkistjórn Japan þeim ekki 200 milljónir dala, eða tæpa 27 milljarða króna. Mennirnir tveir hittust fyrst í Sýrlandi í apríl í fyrra. Þá bað Yukawa blaðamanninn um að fara með sig til Írak, þar sem hann vildi öðlast reynslu af átakasvæðum. Hann hefur lengi dreymt um að verða málalið og hefur átt við geðræn vandamál að stríða. Sjá einnig: „Japan mun ekki láta undan hótunum hryðjuverkamanna“ „Hann var bjargarlaus og vissi ekki hvað hann var að gera. Hann þurfti hjálp einhvers sem hefur reynslu,“ sagði Goto við Reuters fréttaveituna í Ágúst. Goto fór hinsvegar aftur til Japan í júlí í fyrra og þá fór Yukawa aftur til Sýrlands. Í ágúst birtist myndband af honum á Youtube, þar sem hann var í haldi vígamanna. Það hafði mikil áhrif á Goto, sem fannst hann að einhverju leyti bera ábyrgð á Yukawa. „Ég þarf að fara þangað aftur til ræða við tengiliði mína og spyrja þá hvert ástandið sé. Ég þarf að tala við þá maður á mann og held að það sé nauðsynlegt,“ sagði Goto. Hann sneri aftur til Sýrlands í október og skömmu eftir að eiginkona hans eignaðist annað barn þeirra. Hann ætlaði að fara aftur til Japan í lok mánaðarins, en hafði ekki sést síðan hann birti stutt myndband á Twitter í lok október. „Hvað sem gerist. Þá er þetta mín ábyrgð,“ sagði hann í myndbandinu.
Mið-Austurlönd Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira