Fór til Sýrlands til að bjarga vini sínum úr haldi ISIS Samúel Karl Ólason skrifar 21. janúar 2015 18:37 Kenji Goto fór til Sýrlands til að bjarga Haruna Yukawa úr haldi ISIS en varð fangi sjálfur. Vísir/AFP Blaðamaðurinn Kenji Goto var handsamaður af vígamönnum Íslamska ríkisins, eftir að hann fór til Sýrlands til að kanna hvort hann gæti náð Haruna Yukawa úr haldi samtakanna. Japanarnir Kenji Goto og Haruna Yukawa eru nú í haldi Íslamska ríkisins og ISIS hefur hótað að taka þá af lífi borgi ríkistjórn Japan þeim ekki 200 milljónir dala, eða tæpa 27 milljarða króna. Mennirnir tveir hittust fyrst í Sýrlandi í apríl í fyrra. Þá bað Yukawa blaðamanninn um að fara með sig til Írak, þar sem hann vildi öðlast reynslu af átakasvæðum. Hann hefur lengi dreymt um að verða málalið og hefur átt við geðræn vandamál að stríða. Sjá einnig: „Japan mun ekki láta undan hótunum hryðjuverkamanna“ „Hann var bjargarlaus og vissi ekki hvað hann var að gera. Hann þurfti hjálp einhvers sem hefur reynslu,“ sagði Goto við Reuters fréttaveituna í Ágúst. Goto fór hinsvegar aftur til Japan í júlí í fyrra og þá fór Yukawa aftur til Sýrlands. Í ágúst birtist myndband af honum á Youtube, þar sem hann var í haldi vígamanna. Það hafði mikil áhrif á Goto, sem fannst hann að einhverju leyti bera ábyrgð á Yukawa. „Ég þarf að fara þangað aftur til ræða við tengiliði mína og spyrja þá hvert ástandið sé. Ég þarf að tala við þá maður á mann og held að það sé nauðsynlegt,“ sagði Goto. Hann sneri aftur til Sýrlands í október og skömmu eftir að eiginkona hans eignaðist annað barn þeirra. Hann ætlaði að fara aftur til Japan í lok mánaðarins, en hafði ekki sést síðan hann birti stutt myndband á Twitter í lok október. „Hvað sem gerist. Þá er þetta mín ábyrgð,“ sagði hann í myndbandinu. Mið-Austurlönd Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Sjá meira
Blaðamaðurinn Kenji Goto var handsamaður af vígamönnum Íslamska ríkisins, eftir að hann fór til Sýrlands til að kanna hvort hann gæti náð Haruna Yukawa úr haldi samtakanna. Japanarnir Kenji Goto og Haruna Yukawa eru nú í haldi Íslamska ríkisins og ISIS hefur hótað að taka þá af lífi borgi ríkistjórn Japan þeim ekki 200 milljónir dala, eða tæpa 27 milljarða króna. Mennirnir tveir hittust fyrst í Sýrlandi í apríl í fyrra. Þá bað Yukawa blaðamanninn um að fara með sig til Írak, þar sem hann vildi öðlast reynslu af átakasvæðum. Hann hefur lengi dreymt um að verða málalið og hefur átt við geðræn vandamál að stríða. Sjá einnig: „Japan mun ekki láta undan hótunum hryðjuverkamanna“ „Hann var bjargarlaus og vissi ekki hvað hann var að gera. Hann þurfti hjálp einhvers sem hefur reynslu,“ sagði Goto við Reuters fréttaveituna í Ágúst. Goto fór hinsvegar aftur til Japan í júlí í fyrra og þá fór Yukawa aftur til Sýrlands. Í ágúst birtist myndband af honum á Youtube, þar sem hann var í haldi vígamanna. Það hafði mikil áhrif á Goto, sem fannst hann að einhverju leyti bera ábyrgð á Yukawa. „Ég þarf að fara þangað aftur til ræða við tengiliði mína og spyrja þá hvert ástandið sé. Ég þarf að tala við þá maður á mann og held að það sé nauðsynlegt,“ sagði Goto. Hann sneri aftur til Sýrlands í október og skömmu eftir að eiginkona hans eignaðist annað barn þeirra. Hann ætlaði að fara aftur til Japan í lok mánaðarins, en hafði ekki sést síðan hann birti stutt myndband á Twitter í lok október. „Hvað sem gerist. Þá er þetta mín ábyrgð,“ sagði hann í myndbandinu.
Mið-Austurlönd Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Sjá meira