Körfubolti

Ísafjarðartröllið flautað út úr leiknum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sigurður Gunnar Þorsteinsson.
Sigurður Gunnar Þorsteinsson. Vísir/Andri Marinó
Sigurður Gunnar Þorsteinsson fékk fimm villur á 19 mínútum þegar lið hans Solna Vikings tapaði á útivelli á móti KFUM Nässjö í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.

KFUM Nässjö vann leikinn á endanum með þrettán stiga mun, 74-61, eftir að hafa verið fjórum stigum yfir í hálfleik, 38-34.

Sigurður Gunnar fékk fimmtu villu sína þegar meira en fimmtán mínútur voru eftir af leiknum en þá munaði bara fjórum stigum á liðunum.  

Sigurður Gunnar skoraði 2 stig, tók 2 fráköst og varði 1 skot í leiknum en hann nýtti 1 af 3 skotum sínum.

Ísafjarðartröllið hefur farið á kostum með Víkingunum í janúar og þetta er hans langversti leikur í langan tíma eða síðan að hann var stigalaus þegar þessi sömu lið mættust í byrjun nóvember.

Það er ljóst þessum tölum hans í leikjum við KFUM Nässjö að það fer ekki uppáhaldsmótherji íslenska landsliðsmiðherjans.

Þarna voru liðin 7. og 8. sæti að mætast og lið Nässjö tókst með þessum sigri að minnka forskot Solna Vikings í fjögur stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×