Arsenal tryggði sér sæti í 5. umferð bikarkeppninnar með 2-3 sigri á B-deildarliði Brighton & Hove Albion á útivelli í dag.
Theo Walcott skoraði fyrsta mark leiksins strax á 2. mínútu en hann er einn fjölmargra leikmanna sem Arsenal hefur endurheimt úr meiðslum að undanförnu. Hinn 25 ára gamli Walcott segir að þetta eins og að fá nýja leikmenn inn í hópinn.
„Þetta er eins og kaupa nýja leikmenn. Mesut (Özil) skoraði og á bara eftir að verða betri. Við erum með frábæran hóp og allir eru heilir,“ sagði Walcott eftir sigurinn á Bradford.
Hann trúir því að Arsenal geti barist um þá titla sem í boði eru?
„Við eigum möguleika í öllum keppnum. Það er samkeppni um stöður í liðinu og það er erfitt fyrir knattspyrnustjórann að velja byrjunarliðið,“ sagði Walcott að endingu.
Walcott: Arsenal getur barist um titla

Tengdar fréttir

Özil sneri aftur í sigri Arsenal
Arsenal er komið áfram í 5. umferð ensku bikarkeppninnar eftir 2-3 sigur á B-deildarliði Brighton & Hove Albion á Village Way.

Wenger náði sér í varnarmann
Arsenal hefur náð samkomulagi við Villareal um kaup á brasilíska varnarmanninum Gabriel Paulista.