Hinir klæðalausu keisarar Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. janúar 2015 08:00 Það er mat tveggja af virtustu prófessum Vesturlanda í fjármálum og hagfræði að bankakerfi hins vestræna heims hafi í grundvallaratriðum ekkert breyst frá alþjóðlegu fjármálakreppunni og að bankamenn séu ennþá fastir í hjólförum nákvæmlegu sömu aðferða og hugmyndafræði og leiddu til hrunsins. Þetta kemur fram í bókinni The Bankers New Clothes eftir Anat Admati prófessor í hagfræði og fjármálum við Stanford háskóla og Martin Hellwig prófessor við Max Planck Institut í Bonn. Það er mat þeirra að bankamenn og þrýstihópar þeirra hafi staðið nauðsynlegum umbótum á fjármálamarkaði fyrir þrifum. Eitt frægasta dæmið er auðvitað Frank-Dodd löggjöfin vestanhafs frá 2010. Hin svokallaða Volcker regla, sem átti að banna viðskiptabönkum að kaupa hlutabréf fyrir eigin reikning og var í frumvarpinu, var útþynnt í endanlegri löggjöf vegna áhrifa frá þrýstihópum sem fengu sitt fram. Ein helsta ástæðan fyrir því að þrýstihópar bankanna hafa náð árangri, að mati þeirra Admati og Hellwig, er sú dúlúð sem fylgir bönkum. Sú goðsögn hefur lengi þrifist að bankar séu „sérstakar stofnanir“ í samfélaginu ólíkar öðrum fyrirtækjum og atvinnugreinum í hagkerfinu. Og þeir sem voga sér að gagnrýna bankana eða ríkjandi kerfi eru umsvifalaust afgreiddir óhæfir til að taka þátt í umræðunni um fjármálakerfið. Hvers vegna gerum við ekki sömu kröfur til banka og annarra fyrirtækja í hagkerfinu? Hvaða fyrirtæki geta um jafnt frjálst höfuð strokið þegar kemur að fjármögnun með lánveitingum, öðru en innstæðum, og bankar? Hvers vegna gilda ekki sömu lögmál um banka og önnur fyrirtæki um fjármögnun með framlagi eiginfjár? Stærsta fyrirtæki heims, Apple, tekur aldrei lán. Helmingur allra fyrirtækja í Bandaríkjunum er rekinn án lántöku. Við eigum ekki að gera minni kröfur til fjármálafyrirtækja en annarra. Þvert á móti ætti lærdómur hrunsins að vera grundvöllur hins gagnstæða. Eitt skýrt dæmi um breytingu sem væri til batnaðar í fjármálakerfinu lýtur að kröfunni um að bankar og aðrar fjármálastofnanir séu minna háðar lánsfé við fjármögnun fjárfestinga sinna. Breytingum, sem ráðist hefur verið í í regluverki fjármálamarkaðarins frá hruni, hefur mistekist að ná þessu markmiði. Áhættusækni banka vegna gríðarlegs lánsfjár var ein af helstu ástæðum þess að hjarta kapítalismans hætti að slá haustið 2008. Samt hefur öllum tilraunum til að skerða lántöku fjármálastofnana, með það fyrir augum að draga úr áhættusækni þeirra, verið hrundið af þrýstihópum bankanna sjálfra. Josef Ackermann, fyrrverandi forstjóri Deutsche Bank, sagði í viðtali að allar tilraunir til að draga úr lántöku banka myndu draga úr getu þeirra til að veita lán til annarra fyrirtækja í hagkerfinu. Það myndi draga úr vexti og hafa neikvæð áhrif fyrir allan almenning. Málið er að þessi rök halda ekki vatni því bankar gætu vaxið með því að reiða sig í auknum mæli á fjármagn frá hluthöfum sínum. Það myndi draga úr áhættusækni og stuðla að aukinni ábyrgð í útlánum. Ísland þarf hugrakka stjórnmálamenn sem eru tilbúnir að skoða breytingar á bankakerfinu óháð veru og stöðu okkar í EES. Í slíkri vinnu þurfa íslensk stjórnvöld að njóta erlendrar ráðgjafar. Því eins og Willem Buiter, aðalhagfræðingur Citigroup, sagði á ráðstefnu í Hörpu árið 2011 þá er fjöldi sérfræðinga (e. talent pool) á Íslandi álíka mikill og í bresku borginni Coventry. Horfumst bara í augu við það af auðmýkt. Höfundur er lögfræðingur og starfar sem fréttamaður. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tækni Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Það er mat tveggja af virtustu prófessum Vesturlanda í fjármálum og hagfræði að bankakerfi hins vestræna heims hafi í grundvallaratriðum ekkert breyst frá alþjóðlegu fjármálakreppunni og að bankamenn séu ennþá fastir í hjólförum nákvæmlegu sömu aðferða og hugmyndafræði og leiddu til hrunsins. Þetta kemur fram í bókinni The Bankers New Clothes eftir Anat Admati prófessor í hagfræði og fjármálum við Stanford háskóla og Martin Hellwig prófessor við Max Planck Institut í Bonn. Það er mat þeirra að bankamenn og þrýstihópar þeirra hafi staðið nauðsynlegum umbótum á fjármálamarkaði fyrir þrifum. Eitt frægasta dæmið er auðvitað Frank-Dodd löggjöfin vestanhafs frá 2010. Hin svokallaða Volcker regla, sem átti að banna viðskiptabönkum að kaupa hlutabréf fyrir eigin reikning og var í frumvarpinu, var útþynnt í endanlegri löggjöf vegna áhrifa frá þrýstihópum sem fengu sitt fram. Ein helsta ástæðan fyrir því að þrýstihópar bankanna hafa náð árangri, að mati þeirra Admati og Hellwig, er sú dúlúð sem fylgir bönkum. Sú goðsögn hefur lengi þrifist að bankar séu „sérstakar stofnanir“ í samfélaginu ólíkar öðrum fyrirtækjum og atvinnugreinum í hagkerfinu. Og þeir sem voga sér að gagnrýna bankana eða ríkjandi kerfi eru umsvifalaust afgreiddir óhæfir til að taka þátt í umræðunni um fjármálakerfið. Hvers vegna gerum við ekki sömu kröfur til banka og annarra fyrirtækja í hagkerfinu? Hvaða fyrirtæki geta um jafnt frjálst höfuð strokið þegar kemur að fjármögnun með lánveitingum, öðru en innstæðum, og bankar? Hvers vegna gilda ekki sömu lögmál um banka og önnur fyrirtæki um fjármögnun með framlagi eiginfjár? Stærsta fyrirtæki heims, Apple, tekur aldrei lán. Helmingur allra fyrirtækja í Bandaríkjunum er rekinn án lántöku. Við eigum ekki að gera minni kröfur til fjármálafyrirtækja en annarra. Þvert á móti ætti lærdómur hrunsins að vera grundvöllur hins gagnstæða. Eitt skýrt dæmi um breytingu sem væri til batnaðar í fjármálakerfinu lýtur að kröfunni um að bankar og aðrar fjármálastofnanir séu minna háðar lánsfé við fjármögnun fjárfestinga sinna. Breytingum, sem ráðist hefur verið í í regluverki fjármálamarkaðarins frá hruni, hefur mistekist að ná þessu markmiði. Áhættusækni banka vegna gríðarlegs lánsfjár var ein af helstu ástæðum þess að hjarta kapítalismans hætti að slá haustið 2008. Samt hefur öllum tilraunum til að skerða lántöku fjármálastofnana, með það fyrir augum að draga úr áhættusækni þeirra, verið hrundið af þrýstihópum bankanna sjálfra. Josef Ackermann, fyrrverandi forstjóri Deutsche Bank, sagði í viðtali að allar tilraunir til að draga úr lántöku banka myndu draga úr getu þeirra til að veita lán til annarra fyrirtækja í hagkerfinu. Það myndi draga úr vexti og hafa neikvæð áhrif fyrir allan almenning. Málið er að þessi rök halda ekki vatni því bankar gætu vaxið með því að reiða sig í auknum mæli á fjármagn frá hluthöfum sínum. Það myndi draga úr áhættusækni og stuðla að aukinni ábyrgð í útlánum. Ísland þarf hugrakka stjórnmálamenn sem eru tilbúnir að skoða breytingar á bankakerfinu óháð veru og stöðu okkar í EES. Í slíkri vinnu þurfa íslensk stjórnvöld að njóta erlendrar ráðgjafar. Því eins og Willem Buiter, aðalhagfræðingur Citigroup, sagði á ráðstefnu í Hörpu árið 2011 þá er fjöldi sérfræðinga (e. talent pool) á Íslandi álíka mikill og í bresku borginni Coventry. Horfumst bara í augu við það af auðmýkt. Höfundur er lögfræðingur og starfar sem fréttamaður. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun