Viðskipti innlent

Flugferðum fjölgað í sumar

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/afp
Þýska flugfélagið Lufthansa hyggst fjölga flugferðum sínum á milli Keflavíkur og Frankfurt frá 2.maí næstkomandi til 25.september. Þá verður flogið einu sinni í viku til Munchen. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Í tilkynningunni segir að flogið verði þrisvar í viku til Frankfurt – á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum. Lent er í Frankfurt snemma kvölds. Þá verður flogið til Munchen á hverjum sunnudegi á þessu tímabili.

Seint á síðasta ári var útlit fyrir að Lufthansa myndi hætta flugi til landsins en nú er ljóst að þeim áformum hefur verið breytt. Félagið er því komið í beina samkeppni við Icelandair sem í sumar mun bjóða upp á ferðir til Frankfurt allt að þrisvar í viku.

Lufthansa býður upp á tengiflug í gegnum Frankfurt til 190 áfangastaða í 75 löndum.


Tengdar fréttir

Miklar sveiflur í afkomu Icelandair Group

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segir útlit fyrir að afkoma fyrirtækisins á fjórða ársfjórðungi verði talsvert lakari en á sama tíma í fyrra. Nýtt afkomumet samstæðunnar kynnt í síðustu viku. Forstjórinn hefur fulla trú að samningar nái

Flugmenn Lufthansa í verkfall

Verkfall hefst í dag hjá flugmönnum Lufthansa í Þýskalandi og hefur 1450 flugferðum verið aflýst frá miðjum degi í dag og fram á þriðjudagskvöld. Flugmennirnir krefjast þess að hætt verði við fyrirhugaðar breytingar á lífeyriskerfi þeirra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×