Körfubolti

Drekarnir unnu örugglega án Hlyns

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Jakob Örn skoraði ellefu stig í kvöld.
Jakob Örn skoraði ellefu stig í kvöld. vísir/valli
Sundsvall Dragons komst aftur á sigurbraut í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld, en liðið vann öruggan sigur á KFUM Nässjö, 91-70, á heimavelli sínum.

Ægir Þór Steinarsson var stigahæstur hjá Drekunum með 12 stig auk þess sem hann gaf 6 stoðsendingar, en Sundsvall-liðið var án Hlyns Bæringssonar í leiknum.

Jakob Örn Sigurðarson hafði nokkuð hægt um sig og skoraði 11 stig og tók 5 fráköst, en stigaskotið dreifðist mikið hjá Sundsvall; heilir átta leikmenn skoruðu tíu stig eða meira.

Risinn Ragnar Nathanaelsson komst ekki á blað en tók fimm fráköst og gaf eina stoðsendingu á þeim 14 mínútum sem hann spilaði.

Sundsvall Dragons er með 24 stig eftir 18 umferðir og er jafnt Uppsala Basket, Borås og Södertälje í 2.-5. sæti, tveimur stigum á eftir toppliði Nörrköping Dolphins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×