Svínað á atvinnulausum Magnús Már Guðmundsson skrifar 30. desember 2014 07:00 Nú um áramótin styttist réttur fólks til atvinnuleysisbóta, en á sama tíma verða veiðigjöld á útgerðina lækkuð og auðlegðarskatturinn afnuminn. Áfram mokar ríkisstjórnin undir þá sem nóg hafa milli handanna, en þyngir byrðar þeirra sem minna hafa á milli handanna. Um er ræða einn af niðurskurðarliðum fjárlagafrumvarpsins sem ríkisstjórnarflokkarnir tveir samþykktu skömmu fyrir jól. Fyrirvarinn á þessum breytingum er óboðlega stuttur og bitnar aðgerðin á um 500 manns strax 1. janúar. Þá vekur athygli að tryggingargjaldið sem notað er til að fjármagna atvinnuleysistryggingarsjóð er ekki lækkað í takt við þessa skerðingu.Margar vondar ákvarðanir Styttingin á hámarksgreiðslutímabili atvinnuleysisbóta fékk ef til vill minni athygli en ella enda hefur verið af nógu að taka þegar kemur að vondum áherslum og ákvörðunum ríkisstjórnarinnar. Mál eins og þetta einfaldlega týnist innan um alla hina vitleysuna á borð við heilbrigðiskerfi í upplausn, matarskatt, ferðamannapassa, nýja höfuðborg í Skagafirði, niðurskurð á RÚV, bókaskatt og þá gölnu ákvörðun að meina 25 ára og eldri aðgang að framhaldsskólum. Þessi upptalning er ekki tæmandi.Glórulaus pólitík Næstum því tíundi hver skjólstæðingur Vinnumálastofnunar missir bótaréttinn um áramótin og þá áætlar ASÍ að allt að 1.500 manns missi rétt til atvinnuleysisbóta á árinu 2015. Vandi fólks án atvinnu leysist ekki með þessum breytingum. Þetta virkar ekki sem hvati fyrir fólk að leita sér að vinnu. Þvert á móti. Og kostnaðurinn gufar heldur ekki upp. Ljóst er að fleiri munu nú njóta fjárhagsaðstoðar hjá sveitarfélögunum en áður vegna þessarar breytingar. Samband íslenskra sveitarfélaga telur að á næsta ári muni aukinn kostnaður verða um hálfur milljarður króna, en nú þegar er kostnaður sveitarfélaganna við fjárhagsaðstoð fimm milljarðar á ári, þar af tæpir þrír í Reykjavík. Það sér hver heilvita maður að hér er gengið afar harkalega fram auk þess sem fyrirvarinn á breytingunum er allt of stuttur. Það er orðið löngu ljóst að sitjandi ríkisstjórn vinnur ekki að því að skipta hinni margumtöluðu köku jafnt heldur eiga þeir sem þurfa ekki á því að halda alltaf að fá meira og meira. Það er glórulaus pólitík hjá ríkisstjórn ríka fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Már Guðmundsson Mest lesið Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Nú um áramótin styttist réttur fólks til atvinnuleysisbóta, en á sama tíma verða veiðigjöld á útgerðina lækkuð og auðlegðarskatturinn afnuminn. Áfram mokar ríkisstjórnin undir þá sem nóg hafa milli handanna, en þyngir byrðar þeirra sem minna hafa á milli handanna. Um er ræða einn af niðurskurðarliðum fjárlagafrumvarpsins sem ríkisstjórnarflokkarnir tveir samþykktu skömmu fyrir jól. Fyrirvarinn á þessum breytingum er óboðlega stuttur og bitnar aðgerðin á um 500 manns strax 1. janúar. Þá vekur athygli að tryggingargjaldið sem notað er til að fjármagna atvinnuleysistryggingarsjóð er ekki lækkað í takt við þessa skerðingu.Margar vondar ákvarðanir Styttingin á hámarksgreiðslutímabili atvinnuleysisbóta fékk ef til vill minni athygli en ella enda hefur verið af nógu að taka þegar kemur að vondum áherslum og ákvörðunum ríkisstjórnarinnar. Mál eins og þetta einfaldlega týnist innan um alla hina vitleysuna á borð við heilbrigðiskerfi í upplausn, matarskatt, ferðamannapassa, nýja höfuðborg í Skagafirði, niðurskurð á RÚV, bókaskatt og þá gölnu ákvörðun að meina 25 ára og eldri aðgang að framhaldsskólum. Þessi upptalning er ekki tæmandi.Glórulaus pólitík Næstum því tíundi hver skjólstæðingur Vinnumálastofnunar missir bótaréttinn um áramótin og þá áætlar ASÍ að allt að 1.500 manns missi rétt til atvinnuleysisbóta á árinu 2015. Vandi fólks án atvinnu leysist ekki með þessum breytingum. Þetta virkar ekki sem hvati fyrir fólk að leita sér að vinnu. Þvert á móti. Og kostnaðurinn gufar heldur ekki upp. Ljóst er að fleiri munu nú njóta fjárhagsaðstoðar hjá sveitarfélögunum en áður vegna þessarar breytingar. Samband íslenskra sveitarfélaga telur að á næsta ári muni aukinn kostnaður verða um hálfur milljarður króna, en nú þegar er kostnaður sveitarfélaganna við fjárhagsaðstoð fimm milljarðar á ári, þar af tæpir þrír í Reykjavík. Það sér hver heilvita maður að hér er gengið afar harkalega fram auk þess sem fyrirvarinn á breytingunum er allt of stuttur. Það er orðið löngu ljóst að sitjandi ríkisstjórn vinnur ekki að því að skipta hinni margumtöluðu köku jafnt heldur eiga þeir sem þurfa ekki á því að halda alltaf að fá meira og meira. Það er glórulaus pólitík hjá ríkisstjórn ríka fólksins.
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar