Þar kliða raddir tímans Guðmundur Andri Thorsson skrifar 8. desember 2014 06:30 Fólk er ýmislegt og alls konar; það hefur ólíkar raddir. Það afgreiðir í búð og það klippir hár eða gerir út á dragnót; það skrifar bækur, spilar á trompet eða keppir í skíðagöngu; það heldur með Leeds í enska boltanum, hlustar á Rihönnu eða Arvo Pärt, leikur við hvern sinn fingur eða sér ekki út úr augunum fyrir tárum; það stundar sjóinn, hannar nýja línu af lundastyttum, málar báta, býr til hatta, syngur í kór. Við skiptumst ekki í tvær fylkingar, vinstri og hægri, með og á móti, heldur liggja leiðir okkar saman og sundur eftir ótal flóknum leiðum því að fólk er ýmislegt og alls konar og hefur ólíkar raddir inni í sér og kringum sig.Samfélag og tvístringur En við eigum samfélag þó að við séum svona ólík. Samfélagsaðildinni fylgja margvíslegar sameiginlegar skyldur og réttindi – og einhvers konar samkennd: við eigum sögu; ljóta, fagra, fyndna, hræðilega, glæsta, auma. Við eigum sameiginlegar sögur og sagnir og alls konar tilvísanir hingað og þangað; við tölum flest þessa tungu, sem er svo sannarlega ein sérviskan í heiminum. Við eigum saman menningarverðmæti. Sem sé: Við höfum komið okkur saman um ýmsa tilhögun við það að tala saman og leitast við að heyra hvert í öðru. Gefin eru út blöð og reknar útvarpsstöðvar og sjónvarpsstöðvar; við hittumst á Kjaftaklöppinni Facebook og til eru þau sem blogga eins og þau eigi lífið að leysa. Tæknin hefur tilhneigingu til að beina okkur í tilteknar menningarkvíar. Við sækjumst, eðli málsins samkvæmt, fremur eftir því að tengjast þeim sem við teljum okkur eiga samleið með, pólitískt og menningarlega, svo að við getum rætt hugðarefni okkar við skyldar sálir. Það er þægilegt. En varasamt. Meðal þess sem ógnar samfélaginu nú á dögum, samfélagslegri vitund og hæfileikanum til að setja sig í spor annarra – samlíðaninni sem er forsenda svo margs í siðuðu samfélagi – er tvístringurinn sem netlífinu fylgir. Hólfmennskan. Við sjáum þetta til dæmis þegar fólk sem telur sig í menningarlegri miðju landsins, í miðbæ Reykjavíkur og svo fólk sem telur hjarta landsins slá í brjósti sér og býr utan Reykjavíkur, er að skiptast á skætingi með gagnkvæmu áhugaleysi um að setja sig í spor viðhrópandans. Á netinu fer maður smám saman bara að heyra þær fréttir sem manni líkar vel að heyra og staðfesta þá hugmyndafræði og sýn sem maður hefur ræktað með sér í sínu hólfi. Maður les bara pistla þess fólks sem orðar af listfengi það sem maður sjálfur vildi sagt hafa. Maður leitar staðfestu og staðfestingar. Þetta er hættulegt. Við þurfum að eiga sameiginlegan vettvang þar sem sagðar eru fréttir, miðlað sögu og menningu, skipst á skoðunum og álitamál brotin til mergjar án fyrirframgefinnar niðurstöðu. Sá vettvangur er til: Ríkisútvarpið.Sundrungartákn íslensku þjóðarinnar Ríkisútvarpið býr við linnulausar og samfelldar árásir frá óbilgjörnum öfgasinnum sem keppast við að verða sundrungartákn íslensku þjóðarinnar; ala sífellt á úlfúð og hatri. Þetta eru menn sem eru á launum við að ganga erinda tiltekinna hagsmunaafla í samfélaginu, ýmist á þingi eða á tilteknum fjölmiðlum. Fremstur þar í flokki er Davíð Oddsson sem nú er orðinn hjú hjá LÍÚ. Engu er líkara en að hann telji sig orðinn sérstakan saksóknara í ímynduðu sakamáli gegn þessari stofnun. Það er honum og áhangendum hans kappsmál að grafa undan því mikla trausti sem Ríkisútvarpið nýtur meðal landsmanna eins og skoðanakannanir hafa þráfaldlega leitt í ljós. Þrátt fyrir átta hundruð Reykjavíkurbréf í Morgunblaðinu, sem verða æ frekjulegri – og skringilegri – þá hafa þau skrif greinilega ekki orðið til annars en að auka traust og tiltrú almennings á Ríkisútvarpinu. Flestir Sjálfstæðismenn átta sig á því að þjóðin vill hafa þessa stofnun, hvort sem við erum vinstri sinnuð eða hægri sinnuð. Hvar sem við stöndum. Því að þetta er okkar stofnun, sem þjónar almenningi en ekki sérhagsmunum, sinnir þjóðmenningu í víðasta skilningi en ekki stundarmarkaðsvörum, leitar sannleikans en gengur ekki erinda. Ríkisútvarpið er mikilsverður hluti af þeim innviðum íslensks samfélags sem viss öfl vilja veikja. Það ræktar samkennd okkar. Þar kliða raddir sem við myndum jafnvel ekki heyra í annars. Þar heyrum við músík sem enginn sérstakur er að reyna að selja okkur en ástæða er til að halda á lofti. Þar býr þjóðarminnið og bætist við jafnt og þétt; það sem framleitt er núna í Ríkisútvarpinu verður einn góðan veðurdag að ómetanlegum menningarverðmætum. Í útvarpinu kliða raddir tímans. Verðmæti stofnunarinnar er ekki bara í ómetanlegu segulbanda og myndasafni stofnunarinnar; það er líka í því óáþreifanlega, sögunni, hefðinni, þekkingunni – samfellunni. Ríkisútvarpið er sameign íslensku þjóðarinnar sem vill hafa öflugt almannaútvarp hér á landi þar sem fólk fær að starfa af fagmennsku og heilindum en þarf ekki að búa við stöðugar árásir frá frekjuhundum. Árásirnar á Ríkisútvarpið jafngilda árásum á Árnastofnun eða Veðurstofuna. Þetta er eins og að vera andvígur Þjóðminjasafninu. Þetta er eins og að berjast fyrir því að Esjan verði lögð niður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Sjá meira
Fólk er ýmislegt og alls konar; það hefur ólíkar raddir. Það afgreiðir í búð og það klippir hár eða gerir út á dragnót; það skrifar bækur, spilar á trompet eða keppir í skíðagöngu; það heldur með Leeds í enska boltanum, hlustar á Rihönnu eða Arvo Pärt, leikur við hvern sinn fingur eða sér ekki út úr augunum fyrir tárum; það stundar sjóinn, hannar nýja línu af lundastyttum, málar báta, býr til hatta, syngur í kór. Við skiptumst ekki í tvær fylkingar, vinstri og hægri, með og á móti, heldur liggja leiðir okkar saman og sundur eftir ótal flóknum leiðum því að fólk er ýmislegt og alls konar og hefur ólíkar raddir inni í sér og kringum sig.Samfélag og tvístringur En við eigum samfélag þó að við séum svona ólík. Samfélagsaðildinni fylgja margvíslegar sameiginlegar skyldur og réttindi – og einhvers konar samkennd: við eigum sögu; ljóta, fagra, fyndna, hræðilega, glæsta, auma. Við eigum sameiginlegar sögur og sagnir og alls konar tilvísanir hingað og þangað; við tölum flest þessa tungu, sem er svo sannarlega ein sérviskan í heiminum. Við eigum saman menningarverðmæti. Sem sé: Við höfum komið okkur saman um ýmsa tilhögun við það að tala saman og leitast við að heyra hvert í öðru. Gefin eru út blöð og reknar útvarpsstöðvar og sjónvarpsstöðvar; við hittumst á Kjaftaklöppinni Facebook og til eru þau sem blogga eins og þau eigi lífið að leysa. Tæknin hefur tilhneigingu til að beina okkur í tilteknar menningarkvíar. Við sækjumst, eðli málsins samkvæmt, fremur eftir því að tengjast þeim sem við teljum okkur eiga samleið með, pólitískt og menningarlega, svo að við getum rætt hugðarefni okkar við skyldar sálir. Það er þægilegt. En varasamt. Meðal þess sem ógnar samfélaginu nú á dögum, samfélagslegri vitund og hæfileikanum til að setja sig í spor annarra – samlíðaninni sem er forsenda svo margs í siðuðu samfélagi – er tvístringurinn sem netlífinu fylgir. Hólfmennskan. Við sjáum þetta til dæmis þegar fólk sem telur sig í menningarlegri miðju landsins, í miðbæ Reykjavíkur og svo fólk sem telur hjarta landsins slá í brjósti sér og býr utan Reykjavíkur, er að skiptast á skætingi með gagnkvæmu áhugaleysi um að setja sig í spor viðhrópandans. Á netinu fer maður smám saman bara að heyra þær fréttir sem manni líkar vel að heyra og staðfesta þá hugmyndafræði og sýn sem maður hefur ræktað með sér í sínu hólfi. Maður les bara pistla þess fólks sem orðar af listfengi það sem maður sjálfur vildi sagt hafa. Maður leitar staðfestu og staðfestingar. Þetta er hættulegt. Við þurfum að eiga sameiginlegan vettvang þar sem sagðar eru fréttir, miðlað sögu og menningu, skipst á skoðunum og álitamál brotin til mergjar án fyrirframgefinnar niðurstöðu. Sá vettvangur er til: Ríkisútvarpið.Sundrungartákn íslensku þjóðarinnar Ríkisútvarpið býr við linnulausar og samfelldar árásir frá óbilgjörnum öfgasinnum sem keppast við að verða sundrungartákn íslensku þjóðarinnar; ala sífellt á úlfúð og hatri. Þetta eru menn sem eru á launum við að ganga erinda tiltekinna hagsmunaafla í samfélaginu, ýmist á þingi eða á tilteknum fjölmiðlum. Fremstur þar í flokki er Davíð Oddsson sem nú er orðinn hjú hjá LÍÚ. Engu er líkara en að hann telji sig orðinn sérstakan saksóknara í ímynduðu sakamáli gegn þessari stofnun. Það er honum og áhangendum hans kappsmál að grafa undan því mikla trausti sem Ríkisútvarpið nýtur meðal landsmanna eins og skoðanakannanir hafa þráfaldlega leitt í ljós. Þrátt fyrir átta hundruð Reykjavíkurbréf í Morgunblaðinu, sem verða æ frekjulegri – og skringilegri – þá hafa þau skrif greinilega ekki orðið til annars en að auka traust og tiltrú almennings á Ríkisútvarpinu. Flestir Sjálfstæðismenn átta sig á því að þjóðin vill hafa þessa stofnun, hvort sem við erum vinstri sinnuð eða hægri sinnuð. Hvar sem við stöndum. Því að þetta er okkar stofnun, sem þjónar almenningi en ekki sérhagsmunum, sinnir þjóðmenningu í víðasta skilningi en ekki stundarmarkaðsvörum, leitar sannleikans en gengur ekki erinda. Ríkisútvarpið er mikilsverður hluti af þeim innviðum íslensks samfélags sem viss öfl vilja veikja. Það ræktar samkennd okkar. Þar kliða raddir sem við myndum jafnvel ekki heyra í annars. Þar heyrum við músík sem enginn sérstakur er að reyna að selja okkur en ástæða er til að halda á lofti. Þar býr þjóðarminnið og bætist við jafnt og þétt; það sem framleitt er núna í Ríkisútvarpinu verður einn góðan veðurdag að ómetanlegum menningarverðmætum. Í útvarpinu kliða raddir tímans. Verðmæti stofnunarinnar er ekki bara í ómetanlegu segulbanda og myndasafni stofnunarinnar; það er líka í því óáþreifanlega, sögunni, hefðinni, þekkingunni – samfellunni. Ríkisútvarpið er sameign íslensku þjóðarinnar sem vill hafa öflugt almannaútvarp hér á landi þar sem fólk fær að starfa af fagmennsku og heilindum en þarf ekki að búa við stöðugar árásir frá frekjuhundum. Árásirnar á Ríkisútvarpið jafngilda árásum á Árnastofnun eða Veðurstofuna. Þetta er eins og að vera andvígur Þjóðminjasafninu. Þetta er eins og að berjast fyrir því að Esjan verði lögð niður.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun