Kraftajötunn nýtt andlit herrailms Freyr Bjarnason skrifar 29. nóvember 2014 08:00 Jötuninn er nýtt andlit ilmvatnsins Vatnajökuls úr smiðju Gyðju Collection. Vísir/Valli „Ég held að ég sé ágætis andlit fyrir þennan ilm, sérstaklega af því að Vatnajökull er stærsti jökull í Evrópu og svo er ég kallaður The Mountain [Fjallið]. Það er skemmtileg tenging þar,“ segir Hafþór Júlíus Björnsson. Kraftajötuninn er nýtt andlit herrailmvatnsins Vatnajökuls úr smiðju Gyðju Collection. Hingað til hefur Hafþór Júlíus verið þekktastur fyrir að murka lífið úr andstæðingum sínum í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones en hefur nú vent kvæði sínu í kross. Spurður hvort ímynd hans sem kraftajötunn bíði ekki hnekki með því að vera andlit nýs ilmvatns segir hann: „Þó að maður sé að leika einhverja skepnu eða skrímsli þá er alltaf gott að koma því á framfæri að maður sé ekki þannig í raunveruleikanum. Ég vil að fólk viti að ég er ágætis náungi. Mér finnst þetta líka mjög góður ilmur, ég held að þetta sé jólagjöfin í ár.“ Herrailmurinn var fyrst settur á markað árið 2011 og þá var leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson andlit hans. „Vatnajökull er stærsti jökull Evrópu og hann umlykur mjög kraftmikil og karlmannleg orka. Þetta er ofboðslega orkumikill jökull,“ segir Sigrún Lilja Guðjónsdóttir hjá Gyðju Collection. „Það má því segja að það hafi hentað einkar vel að fá sterkasta mann í Evrópu til að vera andlit ilmsins hérlendis sem erlendis og ekki skemmir fyrir að hann er þekktur sem The Mountain og nú er hann orðin konungur jökulsins,“ segir hún um valið á Hafþóri. Myndataka fyrir herferðina fór fram í vikunni og gekk vonum framar. „Hann er mikill fagmaður að vinna með og algjörlega fullkomin í hlutverkið, sannur víkingur.“ Sigrún Lilja GuðjónsdóttirHefði verið geðveikt að leika í Bond Hafþór Júlíus kom til greina sem vondi karlinn í næstu James Bond-mynd, eins og greint hefur verið frá. „Það sem helst klikkaði hjá mér er að ég er nýr í þessum bransa,“ segir hann. „Ég á kannski eftir að verða eftirsóttur því það eru fáir í heiminum í þessum stærðarflokki. Stórar Hollywood-myndir eru farnar að hafa samband við mig og sýna mér áhuga. Það heldur kannski aftur af þeim að maður er ungur og hefur ekki mikla reynslu, þannig að árin vinna með mér,“ bætir hann við en tekur fram að hann hafi þegar þurft að hafna hlutverki í Hollywood-mynd vegna þess að hún passaði ekki inn í dagskrána hans. Kraftakarlinn fór út í prufur fyrir Bond og var í miklu sambandi við framleiðendurna. Hann segist ekki vera svekktur yfir því að hafa ekki hreppt hlutverkið. „Ég lít ekki á þetta þannig. Bara að þeir sýndu mér áhuga er geðveikt. Auðvitað hefði verið geðveikt að ná Bondinum, það hefði verið toppurinn á ferlinum.“ Aðspurður segist hann vilja mennta sig betur í leiklistinni, því hann vill geta gert hlutina „110 prósent“ ef hann landar hlutverki í stórri mynd. Game of Thrones Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Lífið Enginn Óskar til Íslands 2026 Bíó og sjónvarp Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira
„Ég held að ég sé ágætis andlit fyrir þennan ilm, sérstaklega af því að Vatnajökull er stærsti jökull í Evrópu og svo er ég kallaður The Mountain [Fjallið]. Það er skemmtileg tenging þar,“ segir Hafþór Júlíus Björnsson. Kraftajötuninn er nýtt andlit herrailmvatnsins Vatnajökuls úr smiðju Gyðju Collection. Hingað til hefur Hafþór Júlíus verið þekktastur fyrir að murka lífið úr andstæðingum sínum í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones en hefur nú vent kvæði sínu í kross. Spurður hvort ímynd hans sem kraftajötunn bíði ekki hnekki með því að vera andlit nýs ilmvatns segir hann: „Þó að maður sé að leika einhverja skepnu eða skrímsli þá er alltaf gott að koma því á framfæri að maður sé ekki þannig í raunveruleikanum. Ég vil að fólk viti að ég er ágætis náungi. Mér finnst þetta líka mjög góður ilmur, ég held að þetta sé jólagjöfin í ár.“ Herrailmurinn var fyrst settur á markað árið 2011 og þá var leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson andlit hans. „Vatnajökull er stærsti jökull Evrópu og hann umlykur mjög kraftmikil og karlmannleg orka. Þetta er ofboðslega orkumikill jökull,“ segir Sigrún Lilja Guðjónsdóttir hjá Gyðju Collection. „Það má því segja að það hafi hentað einkar vel að fá sterkasta mann í Evrópu til að vera andlit ilmsins hérlendis sem erlendis og ekki skemmir fyrir að hann er þekktur sem The Mountain og nú er hann orðin konungur jökulsins,“ segir hún um valið á Hafþóri. Myndataka fyrir herferðina fór fram í vikunni og gekk vonum framar. „Hann er mikill fagmaður að vinna með og algjörlega fullkomin í hlutverkið, sannur víkingur.“ Sigrún Lilja GuðjónsdóttirHefði verið geðveikt að leika í Bond Hafþór Júlíus kom til greina sem vondi karlinn í næstu James Bond-mynd, eins og greint hefur verið frá. „Það sem helst klikkaði hjá mér er að ég er nýr í þessum bransa,“ segir hann. „Ég á kannski eftir að verða eftirsóttur því það eru fáir í heiminum í þessum stærðarflokki. Stórar Hollywood-myndir eru farnar að hafa samband við mig og sýna mér áhuga. Það heldur kannski aftur af þeim að maður er ungur og hefur ekki mikla reynslu, þannig að árin vinna með mér,“ bætir hann við en tekur fram að hann hafi þegar þurft að hafna hlutverki í Hollywood-mynd vegna þess að hún passaði ekki inn í dagskrána hans. Kraftakarlinn fór út í prufur fyrir Bond og var í miklu sambandi við framleiðendurna. Hann segist ekki vera svekktur yfir því að hafa ekki hreppt hlutverkið. „Ég lít ekki á þetta þannig. Bara að þeir sýndu mér áhuga er geðveikt. Auðvitað hefði verið geðveikt að ná Bondinum, það hefði verið toppurinn á ferlinum.“ Aðspurður segist hann vilja mennta sig betur í leiklistinni, því hann vill geta gert hlutina „110 prósent“ ef hann landar hlutverki í stórri mynd.
Game of Thrones Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Lífið Enginn Óskar til Íslands 2026 Bíó og sjónvarp Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira