Hinn hljómþýði og harkalegi heimur Sturlungaaldarinnar Sigríður Jónsdóttir skrifar 25. nóvember 2014 14:30 Ofsi.„Hópurinn vinnur virkilega vel saman í óhefðbundinni framsetningu þar sem samskiptaleysi persónanna er undirstrikað, en Stefán Hallur og Oddur bera af.“ Mynd/Aldrei óstelandi Leiklist: Ofsi eftir Einar Kárason, leikgerð Jón Atli Jónasson, leikhópurinn, Marta Nordal Leikstjórn:Marta Nordal Tónlist:Eggert Pálsson Hljóðmynd:Kristján SigmundurEinarsson Leikmynd:Stígur Steinþórsson Búningar:Helga I. Stefánsdóttir Lýsing:Lárus Björnsson Leikarar:Edda Björg Eyjólfsdóttir, Friðrik Friðriksson, Oddur Júlíusson, Stefán Hallur Stefánsson Aldrei óstelandi sýnir í Kassanum í samvinnu við Þjóðleikhúsið Sögusviðið er Sturlungaöld og er aðdragandi Flugumýrarbrennu dreginn upp í gegnum mismunandi sjónarhorn þeirra sem að henni komu eins og í bók Einars Kárasonar þaðan sem leikhópurinn dregur innblástur sinn. Þau Eyjólfur ofsi Þorsteinsson (Stefán Hallur), Gissur Þorvaldsson (Friðrik), Þuríður Sturludóttir (Edda Björg) og Hrafn Oddsson (Oddur) rekja hér forsögu, persónulegar tilfinningar og aðstæður sögupersónanna sem leiða til árásarinnar á Flugumýri. Leikhópurinn Aldrei óstelandi, með aðstoð Mörtu Nordal og Jóns Atla Jónassonar, fer ótroðnar slóðir í framsetningu sinni á þekktri sögu. Sögusviðið er sett með heimkomu Gissurar frá Noregi þar sem hann hefur fundað með konungi. Friðrik er frambærilegur í hlutverki ákveðna og sjálfsörugga ofbeldismannsins sem telur nú vera nóg komið af stríðsrekstri og vill leita sátta. Stefán Hallur byrjar verkið af krafti í hlutverki Eyjólfs, sem vill kalla sig ofsa, sem er taugaveiklaður höfðingi í stöðugri baráttu við gríðarleg kvíðaköst og þunglyndi. Inn í söguna fléttast síðan eiginkona Eyjólfs, Þuríður, sem bíður óþolinmóð eftir því að vígs föður síns verði hefnt af hinum óframfærna eiginmanni sínum og Hrafn sem er tvístígandi í framgangi sínum í þessum flókna og blóði drifna heimi. Hópurinn vinnur virkilega vel saman í óhefðbundinni framsetningu þar sem samskiptaleysi persónanna er undirstrikað, en Stefán Hallur og Oddur bera af. Sviðsmyndin er látlaus en virkilega vel úthugsuð. Sviðið er eins konar hljóðver, vinnustofa til uppsetningar þar sem kaffivagninn bíður eftir því að vera notaður. Vinnuborð, ýmiss konar hljóðfæri og hljóðnemar liggja á víð og dreif en naumhyggjan er allsráðandi. Þannig er sagan í forgrunni en rímar á fallegan hátt við umgjörðina. Búningahönnun Helgu I. Stefánsdóttur er einföld og stílhrein en vel gerð. Aðalpersónurnar klæðast formlegum sparifatnaði í takt við stöðu sína í samfélaginu og er það áhugavert stílbrot við látlausa sviðsmyndina. Hljóðmyndin og tónlistin skipa mikilvægan sess í sýningunni og eiga Eggert Pálsson og Kristján Einarsson hrós skilið fyrir frumlega framsetningu og hljómþýða tónlist. Mikið er lagt upp úr hljóðheiminum og er hann í góðum takti við framvinduna. Hljóðin berast úr útvörpum, með hljóðbrellum, hljóðfæraleik á sviðinu og söng leikaranna sjálfra sem er byggður á þekktum ljóðum og textum. Hápunktinum er síðan náð með Harmljóði; Enn man ég böl þat er brunnu sem Friðrik fer með af mikilli list við lok sýningar. Þetta er þriðja leikgerðin sem sýnd er á fjölum Þjóðleikhússins á þessu hausti, fjórða ef talinn er Latibær sem byggt var á þekktum heimi, og Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness, sem er næsta stóra frumsýning hússins, verður sú fimmta á þessu leikári. Leikgerðir krefjast mikillar fagmennsku og listfengis eins og sést á Ofsa en er ekki kominn tími til að frumsýna eitthvað alveg nýtt? Hvar er stuðningurinn við ný íslensk leikrit sem ekki eru byggð á nýútkomnum eða klassískum bókmenntum? Reyndar verða ný íslensk verk sýnd á næstkomandi ári en fyrr hefðu þau mátt vera. Ofsi er frumleg og framúrstefnuleg sýning með klassískum undirtónum sem vert er að sjá. Leikhópurinn kemst vel frá verki með hnitmiðaðri framsetningu og sterkri sviðsframkomu þar sem góðs jafnvægis gætir á milli húmors og hádrama.Niðurstaða: Áhugaverð og frumleg útfærsla þar sem persónulegur tónn er sleginn í klassískri sögu. Gagnrýni Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Leiklist: Ofsi eftir Einar Kárason, leikgerð Jón Atli Jónasson, leikhópurinn, Marta Nordal Leikstjórn:Marta Nordal Tónlist:Eggert Pálsson Hljóðmynd:Kristján SigmundurEinarsson Leikmynd:Stígur Steinþórsson Búningar:Helga I. Stefánsdóttir Lýsing:Lárus Björnsson Leikarar:Edda Björg Eyjólfsdóttir, Friðrik Friðriksson, Oddur Júlíusson, Stefán Hallur Stefánsson Aldrei óstelandi sýnir í Kassanum í samvinnu við Þjóðleikhúsið Sögusviðið er Sturlungaöld og er aðdragandi Flugumýrarbrennu dreginn upp í gegnum mismunandi sjónarhorn þeirra sem að henni komu eins og í bók Einars Kárasonar þaðan sem leikhópurinn dregur innblástur sinn. Þau Eyjólfur ofsi Þorsteinsson (Stefán Hallur), Gissur Þorvaldsson (Friðrik), Þuríður Sturludóttir (Edda Björg) og Hrafn Oddsson (Oddur) rekja hér forsögu, persónulegar tilfinningar og aðstæður sögupersónanna sem leiða til árásarinnar á Flugumýri. Leikhópurinn Aldrei óstelandi, með aðstoð Mörtu Nordal og Jóns Atla Jónassonar, fer ótroðnar slóðir í framsetningu sinni á þekktri sögu. Sögusviðið er sett með heimkomu Gissurar frá Noregi þar sem hann hefur fundað með konungi. Friðrik er frambærilegur í hlutverki ákveðna og sjálfsörugga ofbeldismannsins sem telur nú vera nóg komið af stríðsrekstri og vill leita sátta. Stefán Hallur byrjar verkið af krafti í hlutverki Eyjólfs, sem vill kalla sig ofsa, sem er taugaveiklaður höfðingi í stöðugri baráttu við gríðarleg kvíðaköst og þunglyndi. Inn í söguna fléttast síðan eiginkona Eyjólfs, Þuríður, sem bíður óþolinmóð eftir því að vígs föður síns verði hefnt af hinum óframfærna eiginmanni sínum og Hrafn sem er tvístígandi í framgangi sínum í þessum flókna og blóði drifna heimi. Hópurinn vinnur virkilega vel saman í óhefðbundinni framsetningu þar sem samskiptaleysi persónanna er undirstrikað, en Stefán Hallur og Oddur bera af. Sviðsmyndin er látlaus en virkilega vel úthugsuð. Sviðið er eins konar hljóðver, vinnustofa til uppsetningar þar sem kaffivagninn bíður eftir því að vera notaður. Vinnuborð, ýmiss konar hljóðfæri og hljóðnemar liggja á víð og dreif en naumhyggjan er allsráðandi. Þannig er sagan í forgrunni en rímar á fallegan hátt við umgjörðina. Búningahönnun Helgu I. Stefánsdóttur er einföld og stílhrein en vel gerð. Aðalpersónurnar klæðast formlegum sparifatnaði í takt við stöðu sína í samfélaginu og er það áhugavert stílbrot við látlausa sviðsmyndina. Hljóðmyndin og tónlistin skipa mikilvægan sess í sýningunni og eiga Eggert Pálsson og Kristján Einarsson hrós skilið fyrir frumlega framsetningu og hljómþýða tónlist. Mikið er lagt upp úr hljóðheiminum og er hann í góðum takti við framvinduna. Hljóðin berast úr útvörpum, með hljóðbrellum, hljóðfæraleik á sviðinu og söng leikaranna sjálfra sem er byggður á þekktum ljóðum og textum. Hápunktinum er síðan náð með Harmljóði; Enn man ég böl þat er brunnu sem Friðrik fer með af mikilli list við lok sýningar. Þetta er þriðja leikgerðin sem sýnd er á fjölum Þjóðleikhússins á þessu hausti, fjórða ef talinn er Latibær sem byggt var á þekktum heimi, og Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness, sem er næsta stóra frumsýning hússins, verður sú fimmta á þessu leikári. Leikgerðir krefjast mikillar fagmennsku og listfengis eins og sést á Ofsa en er ekki kominn tími til að frumsýna eitthvað alveg nýtt? Hvar er stuðningurinn við ný íslensk leikrit sem ekki eru byggð á nýútkomnum eða klassískum bókmenntum? Reyndar verða ný íslensk verk sýnd á næstkomandi ári en fyrr hefðu þau mátt vera. Ofsi er frumleg og framúrstefnuleg sýning með klassískum undirtónum sem vert er að sjá. Leikhópurinn kemst vel frá verki með hnitmiðaðri framsetningu og sterkri sviðsframkomu þar sem góðs jafnvægis gætir á milli húmors og hádrama.Niðurstaða: Áhugaverð og frumleg útfærsla þar sem persónulegur tónn er sleginn í klassískri sögu.
Gagnrýni Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira