Leiðin áfram til afnáms hafta Árni Páll Árnason skrifar 22. nóvember 2014 10:00 Við höfum undanfarin misseri reglulega orðið vitni að stórkarlalegum yfirlýsingum formanna stjórnarflokkanna um yfirvofandi stórsigra þeirra í glímunni við afnám hafta. Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur í nærri eitt og hálft ár lýst því yfir reglulega að ekkert væri því til fyrirstöðu að afnema höft innan sex mánaða. Þeir sex mánuðir hafa reynst lengi að líða. Formaður Framsóknarflokksins hefur reglulega hótað gjaldþrotaleið, sem Hæstiréttur virðist nú hafa útilokað með nýföllnum dómi. Hann varð frægur að endemum þegar hann lét verða eitt sitt fyrsta verk sem forsætisráðherra að lofa nýrri áætlun um afnám hafta, því hann hefði öll svör um hvernig standa ætti að afnáminu. Sú áætlun átti að birtast fyrir lok september 2013. Tímatalið hjá honum virðist jafn gloppótt og hjá fjármálaráðherranum og jafn djúpt á raunverulegum lausnum á flóknu viðfangsefni. Ekkert pólitískt samráð hefur átt sér stað um leiðir til afnáms hafta í sérstakri samráðsnefnd allra flokka, sem komið var á fót í efnahagsráðherratíð minni árið 2011. Þar fáum við bara fréttir um að allt gangi vel í undirbúningnum og unnið sé af kappi. Um hreint sýndarsamráð er að ræða: Við fáum engar upplýsingar um ólíkar leiðir eða samtal um leiðina áfram. Þvert á móti keppast formenn stjórnarflokkanna við að lýsa væntanlegum snilldarlausnum sem þeir muni tefla fram á síðari stigum. Þess vegna er óhjákvæmilegt að Samfylkingin skýri sína sýn á afnám hafta. Ytri aðstæður eru nú með eindæmum góðar til að stíga alvöru skref. Vextir og hagvöxtur í viðskiptalöndum eru mun lægri en hér á landi og því ekki líkur á að almenn efnahagsleg skilyrði leiði til útflæðis og gengishruns. Áhættan felst fyrst og síðast í því hvort er trú eða vantrú á Íslandi. Forgangsverkefni ætti að vera að skapa traust og samstöðu um verkefnið til að innlendir fjármagnseigendur þori að halda peningum sínum hér á landi og sæki ekki út í meira öryggi, þótt vextir séu lægri og innlendir fjármagnseigendur fari út með þeim hætti að hagkerfið þoli. Í þessu ljósi er verkleysi ríkisstjórnarinnar svo bagalegt. Forsenda árangursríks afnáms hafta er samstaða um nokkur lykilatriði:1. Heildarmyndin þarf að ganga upp og setja þarf hagsmuni íslensks atvinnulífs í öndvegi. Það dugir ekki að einblína á þrotabú og þarfir þeirra eða þörf skuldsettra opinberra aðila til að greiða erlendum kröfuhöfum afborganir. Ekki er hægt að veita einstökum þrotabúum úrlausn sem ekki er hægt að veita almennt öðrum í sambærilegri stöðu. Ekkert skref má stíga til að losa suma út, nema tryggt sé að líka sé hægt að mæta þörfum einstaklinga, lífeyrissjóða og atvinnufyrirtækja í bráð og lengd. Við getum ekki hneppt íslenskt atvinnulíf í hlekki til að þjóna erlendum kröfuhöfum um ókomna tíð.2. Lífeyrissjóðir launafólks geta ekki verið seinastir út. Lífeyriskerfi landsmanna er grundvallarstyrkleikaþáttur efnahagsbyggingar okkar og var okkur máttarstólpi til að skapa tiltrú á íslenskt efnahagslíf í kjölfar hruns. Einkennismerki þess voru fjölbreyttar fjárfestingar, sem dreifðu áhættu út fyrir hið íslenska efnahagskerfi. Þau sérkenni eru nú í hættu, því sjóðirnir hafa ekki getað fjárfest erlendis frá hruni. Ef lífeyrissjóðir landsmanna verða áfram bundnir innan hafta verða fjárfestingarkostir þeirra sífellt einhæfari og hlutur ríkisskuldabréfa í eignasafni þeirra alltof stór. Þá hætta þeir að verða okkur sjálfstæð stoð og breytast í hefðbundna gegnumstreymissjóði.3. Afnám hafta má ekki hafa áhrif á greiðslujöfnuð þjóðarinnar. Við eigum ekki að verja gjaldeyrisforða okkar til að greiða leið erlendra kröfuhafa úr landi eða skuldsetja þjóðina í erlendum gjaldeyri til að losa erlenda kröfuhafa úr landi.4. Afnám hafta má ekki hafa áhrif á greiðslujöfnuð heimilanna. Lykilforsenda er að aðgerðin hafi ekki í för með sér gengiskollsteypur, sem leiði af sér nýja verðbólguhrinu og stökkbreytingu verðtryggðra lána.5. Koma verður á eðlilegu innstæðutryggingakerfi án tafar, til að auka tiltrú á íslensku fjármálakerfi. Innlendir innstæðueigendur þurfa að búa við sambærilegt öryggi fyrir sparifé sitt hér á landi og í nágrannalöndunum. Ef íslenskir innstæðueigendur sjá kost á meira öryggi í nágrannalöndunum mun slík staða ýta undir fjármagnsflótta. Verkleysi ríkisstjórnarinnar í þessu efni er mjög ámælisvert.6. Stugga verður við erlendum innstæðueigendum. Gjaldeyrisútboð Seðlabankans hafa nú þegar skilað þeim árangri að lítill munur er á álands- og aflandsgengi. Markmið gildandi stefnu um afnám hafta hefur verið að minnka hina „gömlu“ snjóhengju, en allt of lítið hefur verið gert til að byggja fullnægjandi hvata í því efni. Enn er í gildi almenn yfirlýsing ríkisins um ábyrgð á innstæðum og henni hefur verið beitt þegar á hefur reynt. Það er löngu tímabært að breyta henni. Takmarka á gildi hennar við innstæður einstaklinga, en undanskilja innstæður lögaðila ríkisábyrgð. Þá verður ólíklegra að erlendir innstæðueigendur kjósi að eiga innstæður í íslenskum bönkum og leiti frekar útgöngu eftir þeim leiðum sem stjórnvöld opna þeim.7. Taka þarf næsta skref með útgönguskatti. Í áætlun um afnám gjaldeyrishafta í mars 2011 var gert ráð fyrir því að þegar gjaldeyrisútboð Seðlabankans hefðu náð að færa aflands- og álandsgengi saman eins og nú hefur gerst, yrði settur á útgönguskattur. Brýnt er að hanna slíkt kerfi sem fyrst.8. Haga verður afnámi hafta í samræmi við alþjóðlega viðurkenndar leikreglur. Mikilvægt er að afnám hafta fari fram af ábyrgð, samningshörku og festu, en án ævintýramennsku. Það getur orðið íslenskri þjóð gríðarlega kostnaðarsamt að leggja upp í óvissuferð þar sem tafir verða við hvern einasta áfanga vegna málaferla. Æskilegast væri að hafa ferlið gagnsætt, leikreglurnar ákveðnar í þágu íslenskra hagsmuna og hafa Alþjóðagjaldeyrissjóðinn með í för. Gjaldeyrishöftin eru alvarleg meinsemd og skapa verulega áhættu fyrir íslenskt efnahagslíf. Leiðin áfram er ekki einföld, en hún er fær. Fyrst á dagskrá hlýtur að vera að leita víðtækrar samstöðu innanlands um leiðina áfram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Sjá meira
Við höfum undanfarin misseri reglulega orðið vitni að stórkarlalegum yfirlýsingum formanna stjórnarflokkanna um yfirvofandi stórsigra þeirra í glímunni við afnám hafta. Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur í nærri eitt og hálft ár lýst því yfir reglulega að ekkert væri því til fyrirstöðu að afnema höft innan sex mánaða. Þeir sex mánuðir hafa reynst lengi að líða. Formaður Framsóknarflokksins hefur reglulega hótað gjaldþrotaleið, sem Hæstiréttur virðist nú hafa útilokað með nýföllnum dómi. Hann varð frægur að endemum þegar hann lét verða eitt sitt fyrsta verk sem forsætisráðherra að lofa nýrri áætlun um afnám hafta, því hann hefði öll svör um hvernig standa ætti að afnáminu. Sú áætlun átti að birtast fyrir lok september 2013. Tímatalið hjá honum virðist jafn gloppótt og hjá fjármálaráðherranum og jafn djúpt á raunverulegum lausnum á flóknu viðfangsefni. Ekkert pólitískt samráð hefur átt sér stað um leiðir til afnáms hafta í sérstakri samráðsnefnd allra flokka, sem komið var á fót í efnahagsráðherratíð minni árið 2011. Þar fáum við bara fréttir um að allt gangi vel í undirbúningnum og unnið sé af kappi. Um hreint sýndarsamráð er að ræða: Við fáum engar upplýsingar um ólíkar leiðir eða samtal um leiðina áfram. Þvert á móti keppast formenn stjórnarflokkanna við að lýsa væntanlegum snilldarlausnum sem þeir muni tefla fram á síðari stigum. Þess vegna er óhjákvæmilegt að Samfylkingin skýri sína sýn á afnám hafta. Ytri aðstæður eru nú með eindæmum góðar til að stíga alvöru skref. Vextir og hagvöxtur í viðskiptalöndum eru mun lægri en hér á landi og því ekki líkur á að almenn efnahagsleg skilyrði leiði til útflæðis og gengishruns. Áhættan felst fyrst og síðast í því hvort er trú eða vantrú á Íslandi. Forgangsverkefni ætti að vera að skapa traust og samstöðu um verkefnið til að innlendir fjármagnseigendur þori að halda peningum sínum hér á landi og sæki ekki út í meira öryggi, þótt vextir séu lægri og innlendir fjármagnseigendur fari út með þeim hætti að hagkerfið þoli. Í þessu ljósi er verkleysi ríkisstjórnarinnar svo bagalegt. Forsenda árangursríks afnáms hafta er samstaða um nokkur lykilatriði:1. Heildarmyndin þarf að ganga upp og setja þarf hagsmuni íslensks atvinnulífs í öndvegi. Það dugir ekki að einblína á þrotabú og þarfir þeirra eða þörf skuldsettra opinberra aðila til að greiða erlendum kröfuhöfum afborganir. Ekki er hægt að veita einstökum þrotabúum úrlausn sem ekki er hægt að veita almennt öðrum í sambærilegri stöðu. Ekkert skref má stíga til að losa suma út, nema tryggt sé að líka sé hægt að mæta þörfum einstaklinga, lífeyrissjóða og atvinnufyrirtækja í bráð og lengd. Við getum ekki hneppt íslenskt atvinnulíf í hlekki til að þjóna erlendum kröfuhöfum um ókomna tíð.2. Lífeyrissjóðir launafólks geta ekki verið seinastir út. Lífeyriskerfi landsmanna er grundvallarstyrkleikaþáttur efnahagsbyggingar okkar og var okkur máttarstólpi til að skapa tiltrú á íslenskt efnahagslíf í kjölfar hruns. Einkennismerki þess voru fjölbreyttar fjárfestingar, sem dreifðu áhættu út fyrir hið íslenska efnahagskerfi. Þau sérkenni eru nú í hættu, því sjóðirnir hafa ekki getað fjárfest erlendis frá hruni. Ef lífeyrissjóðir landsmanna verða áfram bundnir innan hafta verða fjárfestingarkostir þeirra sífellt einhæfari og hlutur ríkisskuldabréfa í eignasafni þeirra alltof stór. Þá hætta þeir að verða okkur sjálfstæð stoð og breytast í hefðbundna gegnumstreymissjóði.3. Afnám hafta má ekki hafa áhrif á greiðslujöfnuð þjóðarinnar. Við eigum ekki að verja gjaldeyrisforða okkar til að greiða leið erlendra kröfuhafa úr landi eða skuldsetja þjóðina í erlendum gjaldeyri til að losa erlenda kröfuhafa úr landi.4. Afnám hafta má ekki hafa áhrif á greiðslujöfnuð heimilanna. Lykilforsenda er að aðgerðin hafi ekki í för með sér gengiskollsteypur, sem leiði af sér nýja verðbólguhrinu og stökkbreytingu verðtryggðra lána.5. Koma verður á eðlilegu innstæðutryggingakerfi án tafar, til að auka tiltrú á íslensku fjármálakerfi. Innlendir innstæðueigendur þurfa að búa við sambærilegt öryggi fyrir sparifé sitt hér á landi og í nágrannalöndunum. Ef íslenskir innstæðueigendur sjá kost á meira öryggi í nágrannalöndunum mun slík staða ýta undir fjármagnsflótta. Verkleysi ríkisstjórnarinnar í þessu efni er mjög ámælisvert.6. Stugga verður við erlendum innstæðueigendum. Gjaldeyrisútboð Seðlabankans hafa nú þegar skilað þeim árangri að lítill munur er á álands- og aflandsgengi. Markmið gildandi stefnu um afnám hafta hefur verið að minnka hina „gömlu“ snjóhengju, en allt of lítið hefur verið gert til að byggja fullnægjandi hvata í því efni. Enn er í gildi almenn yfirlýsing ríkisins um ábyrgð á innstæðum og henni hefur verið beitt þegar á hefur reynt. Það er löngu tímabært að breyta henni. Takmarka á gildi hennar við innstæður einstaklinga, en undanskilja innstæður lögaðila ríkisábyrgð. Þá verður ólíklegra að erlendir innstæðueigendur kjósi að eiga innstæður í íslenskum bönkum og leiti frekar útgöngu eftir þeim leiðum sem stjórnvöld opna þeim.7. Taka þarf næsta skref með útgönguskatti. Í áætlun um afnám gjaldeyrishafta í mars 2011 var gert ráð fyrir því að þegar gjaldeyrisútboð Seðlabankans hefðu náð að færa aflands- og álandsgengi saman eins og nú hefur gerst, yrði settur á útgönguskattur. Brýnt er að hanna slíkt kerfi sem fyrst.8. Haga verður afnámi hafta í samræmi við alþjóðlega viðurkenndar leikreglur. Mikilvægt er að afnám hafta fari fram af ábyrgð, samningshörku og festu, en án ævintýramennsku. Það getur orðið íslenskri þjóð gríðarlega kostnaðarsamt að leggja upp í óvissuferð þar sem tafir verða við hvern einasta áfanga vegna málaferla. Æskilegast væri að hafa ferlið gagnsætt, leikreglurnar ákveðnar í þágu íslenskra hagsmuna og hafa Alþjóðagjaldeyrissjóðinn með í för. Gjaldeyrishöftin eru alvarleg meinsemd og skapa verulega áhættu fyrir íslenskt efnahagslíf. Leiðin áfram er ekki einföld, en hún er fær. Fyrst á dagskrá hlýtur að vera að leita víðtækrar samstöðu innanlands um leiðina áfram.
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun