Hvar hafa þessi lög verið? Jónas Sen skrifar 11. nóvember 2014 11:30 „Segjast verður eins og er að Kristinn Sigmundsson bar höfuð og herðar yfir hina.“ Vísir/Ernir Tónlist: Bassbar Útgáfutónleikar Útgáfutónleikar Bassbar, nótnabóka fyrir bassabaritóna í Salnum í Kópavogi sunnudaginn 9. nóvember. Fram komu Kristinn Sigmundsson, Bergþór Pálsson, Jóhann Smári Sævarsson, Davíð Ólafsson og Viðar Gunnarsson. Kristinn Örn Kristinsson lék á píanó. Fimm vörpulegir menn stóðu á sviði Salarins í Kópavogi á sunnudaginn var. Þetta voru bassabaritónarnir Kristinn Sigmundsson, Bergþór Pálsson, Jóhann Smári Sævarsson, Davíð Ólafsson og Viðar Gunnarsson. Tilefnið var útgáfa tveggja nótnabóka fyrir raddsvið þeirra. Bækurnar verða fleiri og eru kærkomin búbót fyrir bassabaritóna, sem stundum eru dálítið utangátta í ljóðasöngnum. Jón Kristinn Cortez sá um útgáfu bókanna. Hann hefur leitað uppi hentug lög, sem mörg hver hafa hingað til leynst í myrkum afkimum, ef svo má segja. Svo hefur hann lækkað aðra, þekktari tónlist eins mikið og hefur þurft. Söngvararnir fimm hafa aldrei staðið hlið við hlið á sviði áður. Á tónleikunum var freistandi að bera þá saman, þótt ekki hafi verið um keppni að ræða. Segjast verður eins og er að Kristinn Sigmundsson bar höfuð og herðar yfir hina. Bæði hvað varðar raddfegurð og tækni, og einnig smekkvísi í túlkun. Áfram eftir Árna Thorsteinsson og Lauffall eftir Hjálmar H. Ragnarsson voru margbrotin og svipmikil hjá honum. Hið fyrra var kröftugt og drífandi, það seinna innhverft og draumkennt. Vandasamt lag Jóns Leifs, Vertu, Guð faðir, faðir minn var sömuleiðis afar hrífandi. Það var lágstemmt og svo hreint að unaður var á að hlýða. Gröf víkingsins eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson var líka dásamleg. Sá sem komst næst Kristni var Viðar Gunnarsson. Hann söng m.a. Hrafninn eftir Karl Ó. Runólfsson og Ævintýri á gönguför eftir Tryggva Björnsson. Söngur hans var þróttmikill og karlmannlegur, röddin var stöðug og túlkunin sannfærandi. Í sjálfu sér söng hann jafnvel og Kristinn, en rödd hans var hrjúfari og lét ekki eins fallega í eyru. Hinir söngvararnir voru síðri. Bergþór Pálsson virtist ekki vera í formi, söngur hans var of „affekteraður“. Röddin var fremur óstöðug, fókusinn vantaði. Jóhann Smári var hnitmiðaðri en var heldur einsleitur. Hann söng allt af einhverjum undarlegum þjósti sem var hálfþreytandi. Davíð Ólafsson byrjaði líka illa og var hjáróma á efri tónunum. En hann náði sér þó á strik. Siste Smerte eftir Einar P. Hjaltested og Ingaló eftir Karl Ó. Runólfsson, sem voru seint á dagskránni, voru býsna glæsileg í meðförum hans. Kristinn Örn Kristinsson lék á píanó. Hann gerði það prýðilega. Leikurinn var litríkur og hressilegur og féll fullkomlega að söngnum. Jóni Kristni er hér með óskað til hamingju með nótnabækurnar. Þar innan um eru lög sem maður vissi ekki að væru til. Mörg þeirra hljómuðu á tónleikunum og það er ljóst að þau eiga svo sannarlega skilið að heyrast sem oftast. Bara það gefur þessum tónleikum heila aukastjörnu.Niðurstaða: Nokkuð misjafn söngur, en frábært tilefni. Gagnrýni Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Tónlist: Bassbar Útgáfutónleikar Útgáfutónleikar Bassbar, nótnabóka fyrir bassabaritóna í Salnum í Kópavogi sunnudaginn 9. nóvember. Fram komu Kristinn Sigmundsson, Bergþór Pálsson, Jóhann Smári Sævarsson, Davíð Ólafsson og Viðar Gunnarsson. Kristinn Örn Kristinsson lék á píanó. Fimm vörpulegir menn stóðu á sviði Salarins í Kópavogi á sunnudaginn var. Þetta voru bassabaritónarnir Kristinn Sigmundsson, Bergþór Pálsson, Jóhann Smári Sævarsson, Davíð Ólafsson og Viðar Gunnarsson. Tilefnið var útgáfa tveggja nótnabóka fyrir raddsvið þeirra. Bækurnar verða fleiri og eru kærkomin búbót fyrir bassabaritóna, sem stundum eru dálítið utangátta í ljóðasöngnum. Jón Kristinn Cortez sá um útgáfu bókanna. Hann hefur leitað uppi hentug lög, sem mörg hver hafa hingað til leynst í myrkum afkimum, ef svo má segja. Svo hefur hann lækkað aðra, þekktari tónlist eins mikið og hefur þurft. Söngvararnir fimm hafa aldrei staðið hlið við hlið á sviði áður. Á tónleikunum var freistandi að bera þá saman, þótt ekki hafi verið um keppni að ræða. Segjast verður eins og er að Kristinn Sigmundsson bar höfuð og herðar yfir hina. Bæði hvað varðar raddfegurð og tækni, og einnig smekkvísi í túlkun. Áfram eftir Árna Thorsteinsson og Lauffall eftir Hjálmar H. Ragnarsson voru margbrotin og svipmikil hjá honum. Hið fyrra var kröftugt og drífandi, það seinna innhverft og draumkennt. Vandasamt lag Jóns Leifs, Vertu, Guð faðir, faðir minn var sömuleiðis afar hrífandi. Það var lágstemmt og svo hreint að unaður var á að hlýða. Gröf víkingsins eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson var líka dásamleg. Sá sem komst næst Kristni var Viðar Gunnarsson. Hann söng m.a. Hrafninn eftir Karl Ó. Runólfsson og Ævintýri á gönguför eftir Tryggva Björnsson. Söngur hans var þróttmikill og karlmannlegur, röddin var stöðug og túlkunin sannfærandi. Í sjálfu sér söng hann jafnvel og Kristinn, en rödd hans var hrjúfari og lét ekki eins fallega í eyru. Hinir söngvararnir voru síðri. Bergþór Pálsson virtist ekki vera í formi, söngur hans var of „affekteraður“. Röddin var fremur óstöðug, fókusinn vantaði. Jóhann Smári var hnitmiðaðri en var heldur einsleitur. Hann söng allt af einhverjum undarlegum þjósti sem var hálfþreytandi. Davíð Ólafsson byrjaði líka illa og var hjáróma á efri tónunum. En hann náði sér þó á strik. Siste Smerte eftir Einar P. Hjaltested og Ingaló eftir Karl Ó. Runólfsson, sem voru seint á dagskránni, voru býsna glæsileg í meðförum hans. Kristinn Örn Kristinsson lék á píanó. Hann gerði það prýðilega. Leikurinn var litríkur og hressilegur og féll fullkomlega að söngnum. Jóni Kristni er hér með óskað til hamingju með nótnabækurnar. Þar innan um eru lög sem maður vissi ekki að væru til. Mörg þeirra hljómuðu á tónleikunum og það er ljóst að þau eiga svo sannarlega skilið að heyrast sem oftast. Bara það gefur þessum tónleikum heila aukastjörnu.Niðurstaða: Nokkuð misjafn söngur, en frábært tilefni.
Gagnrýni Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira