Framhaldsskóli fyrir alla Árni Páll Árnason skrifar 6. nóvember 2014 07:00 Tillagan um að loka framhaldsskólum fyrir bóknámsnemendum yfir 25 ára aldri hefur eðlilega vakið hörð viðbrögð. Þeim er sagt að leita annað. En skólagjöld eru 225.000 kr. á önn í námi á háskólabrú í einkaskóla, en 13.000 í almennum framhaldsskólum. Hvers vegna þarf að loka ódýrum valkosti og búa til nýjan dýran? Maður um þrítugt hafði samband við mig vegna þessa. Hann er í öldungadeild að ljúka stúdentsprófi, til að geta fengið inngöngu í Lögregluskólann. Hann hefur verið á vinnumarkaði í láglaunastörfum um árabil. Af hverju á það að kosta hann 450.000 krónur á ári að ljúka framhaldsskólanámi, þegar 19 ára einstaklingur fær sama nám á 26.000 krónur? Af hverju á hann að borga refsigjald? Er hann lakari borgari? Er reynsla hans af vinnumarkaði til tjóns fyrir samfélagið? Hin íslenska leið hefur verið sú að fólk fari á vinnumarkað, afli sér þar reynslu og komi svo aftur í skóla og ljúki námi. Er það verri leið en aðrar? Er vont að fá fólk með reynslu af vinnumarkaði í framhaldsskóla? Menntamálaráðherra segist vilja að framhaldsskólarnir séu „ungmennaskólar“. En af hverju eiga þá skólar fyrir fullorðna að vera færri, dýrari og torsóttari? Hin beina og breiða braut hefur alltaf verið fær fyrir þá sem vel standa og eru svo heppnir að verða ekki fyrir áföllum. Það þarf að huga að hinum, þeim sem hafa minna á milli handanna, þeim sem hafa ekki haft aðstæður til að sinna námi, þeim sem eignast börn snemma. Það felst engin nýsköpun í að breyta framhaldsskólanum í einsleitan ungmennaskóla fólks með einsleitan bakgrunn. Það er þvert á móti afturhvarf til þess sem tíðkaðist hér á landi fyrir meira en 100 árum síðan. Jafnaðarmenn hafa engan áhuga á að endurvekja það menntakerfi og um það verður engin sátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Tillagan um að loka framhaldsskólum fyrir bóknámsnemendum yfir 25 ára aldri hefur eðlilega vakið hörð viðbrögð. Þeim er sagt að leita annað. En skólagjöld eru 225.000 kr. á önn í námi á háskólabrú í einkaskóla, en 13.000 í almennum framhaldsskólum. Hvers vegna þarf að loka ódýrum valkosti og búa til nýjan dýran? Maður um þrítugt hafði samband við mig vegna þessa. Hann er í öldungadeild að ljúka stúdentsprófi, til að geta fengið inngöngu í Lögregluskólann. Hann hefur verið á vinnumarkaði í láglaunastörfum um árabil. Af hverju á það að kosta hann 450.000 krónur á ári að ljúka framhaldsskólanámi, þegar 19 ára einstaklingur fær sama nám á 26.000 krónur? Af hverju á hann að borga refsigjald? Er hann lakari borgari? Er reynsla hans af vinnumarkaði til tjóns fyrir samfélagið? Hin íslenska leið hefur verið sú að fólk fari á vinnumarkað, afli sér þar reynslu og komi svo aftur í skóla og ljúki námi. Er það verri leið en aðrar? Er vont að fá fólk með reynslu af vinnumarkaði í framhaldsskóla? Menntamálaráðherra segist vilja að framhaldsskólarnir séu „ungmennaskólar“. En af hverju eiga þá skólar fyrir fullorðna að vera færri, dýrari og torsóttari? Hin beina og breiða braut hefur alltaf verið fær fyrir þá sem vel standa og eru svo heppnir að verða ekki fyrir áföllum. Það þarf að huga að hinum, þeim sem hafa minna á milli handanna, þeim sem hafa ekki haft aðstæður til að sinna námi, þeim sem eignast börn snemma. Það felst engin nýsköpun í að breyta framhaldsskólanum í einsleitan ungmennaskóla fólks með einsleitan bakgrunn. Það er þvert á móti afturhvarf til þess sem tíðkaðist hér á landi fyrir meira en 100 árum síðan. Jafnaðarmenn hafa engan áhuga á að endurvekja það menntakerfi og um það verður engin sátt.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar