Níu þúsund hafa smitast Guðsteinn Bjarnason skrifar 17. október 2014 07:00 Hjálparstarfsmenn meðhöndla fórnarlamb Ebólu veirunnar í Sierra Leone. vísir/afp Níu þúsund manns hafa nú smitast af ebóluveirunni. Meira en 4.500 þeirra eru látnir. Þetta fullyrðir Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO. Heilbrigðisstarfsmenn hafa orðið illa úti, en samkvæmt tölum frá WHO eru þeir nærri þriðjungur allra sem smitast. Alls hafa nú 2.700 heilbrigðisstarfsmenn smitast og 236 þeirra eru látnir. „Gögn okkar sýna að fjöldi smitaðra hefur verið að tvöfaldast á fjögurra vikna fresti,“ segir Isabelle Nuttall, framkvæmdastjóri hjá WHO. „Sjúkdómurinn er enn útbreiddur í Gíneu, Líberíu og Síerra Leóne.“ Nuttall segir að margir mánuðir muni líða áður en tekst að ná tökum á sjúkdómnum. Nokkrir sjúklingar hafa verið fluttir til meðferðar á Vesturlöndum og hafa þrír heilbrigðisstarfsmenn smitast þar, einn á Spáni og tveir í Bandaríkjunum. Þá segir WHO að undirbúningur sé í fullum gangi í fjórtán Afríkuríkjum, þar sem hættan þykir meiri en í öðrum löndum. Þetta eru Austur-Kongó, Benín, Fílabeinsströndin, Gambía, Gana, Gínea-Bissá, Kamerún, Mið-Afríkulýðveldið, Malí, Máritanía, Nígería, Senegal, Suður-Súdan og Tógó. „Þau hafa verið valin ýmist vegna þess að þau eiga landamæri að þeim löndum, þar sem veirunnar hefur þegar orðið vart, eða þá að þar eru fjölfarnar ferða- eða viðskiptaleiðir,“ segir Nuttall. Bandarísk þingnefnd yfirheyrði í gær þarlenda ráðamenn, sem bera ábyrgð á viðbrögðum við ebólusmiti innan Bandaríkjanna. Embættismennirnir voru þar harðlega gagnrýndir, en svo virðist sem ómarkviss viðbrögð heilbrigðisstarfsfólks hafi orðið til þess að tveir hjúkrunarfræðingar smituðust þar. „Fólk er hrætt,“ sagði Fred Upton, þingmaður Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. „Líf fólks er í húfi og viðbrögðin hafa ekki verið ásættanleg.“ Grunur vaknaði í gær um að læknir, sem kom til Danmerkur frá Afríku, væri smitaður en rannsókn leiddi í ljós að svo var ekki. Á Spáni lék einnig grunur á að þrír til viðbótar gætu verið smitaðir. Einn þeirra kom til Spánar með flugvél frá Air France, og var flugvélin sett í einangrun um stund á flugvellinum í Madrid í öryggisskyni. Allir farþegar fengu þó að fara frá borði nema einn maður, sem var með hita og hafði komið frá Nígeríu. Hann var síðan fluttur á sjúkrahús. Máritanía Mið-Afríkulýðveldið Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Níu þúsund manns hafa nú smitast af ebóluveirunni. Meira en 4.500 þeirra eru látnir. Þetta fullyrðir Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO. Heilbrigðisstarfsmenn hafa orðið illa úti, en samkvæmt tölum frá WHO eru þeir nærri þriðjungur allra sem smitast. Alls hafa nú 2.700 heilbrigðisstarfsmenn smitast og 236 þeirra eru látnir. „Gögn okkar sýna að fjöldi smitaðra hefur verið að tvöfaldast á fjögurra vikna fresti,“ segir Isabelle Nuttall, framkvæmdastjóri hjá WHO. „Sjúkdómurinn er enn útbreiddur í Gíneu, Líberíu og Síerra Leóne.“ Nuttall segir að margir mánuðir muni líða áður en tekst að ná tökum á sjúkdómnum. Nokkrir sjúklingar hafa verið fluttir til meðferðar á Vesturlöndum og hafa þrír heilbrigðisstarfsmenn smitast þar, einn á Spáni og tveir í Bandaríkjunum. Þá segir WHO að undirbúningur sé í fullum gangi í fjórtán Afríkuríkjum, þar sem hættan þykir meiri en í öðrum löndum. Þetta eru Austur-Kongó, Benín, Fílabeinsströndin, Gambía, Gana, Gínea-Bissá, Kamerún, Mið-Afríkulýðveldið, Malí, Máritanía, Nígería, Senegal, Suður-Súdan og Tógó. „Þau hafa verið valin ýmist vegna þess að þau eiga landamæri að þeim löndum, þar sem veirunnar hefur þegar orðið vart, eða þá að þar eru fjölfarnar ferða- eða viðskiptaleiðir,“ segir Nuttall. Bandarísk þingnefnd yfirheyrði í gær þarlenda ráðamenn, sem bera ábyrgð á viðbrögðum við ebólusmiti innan Bandaríkjanna. Embættismennirnir voru þar harðlega gagnrýndir, en svo virðist sem ómarkviss viðbrögð heilbrigðisstarfsfólks hafi orðið til þess að tveir hjúkrunarfræðingar smituðust þar. „Fólk er hrætt,“ sagði Fred Upton, þingmaður Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. „Líf fólks er í húfi og viðbrögðin hafa ekki verið ásættanleg.“ Grunur vaknaði í gær um að læknir, sem kom til Danmerkur frá Afríku, væri smitaður en rannsókn leiddi í ljós að svo var ekki. Á Spáni lék einnig grunur á að þrír til viðbótar gætu verið smitaðir. Einn þeirra kom til Spánar með flugvél frá Air France, og var flugvélin sett í einangrun um stund á flugvellinum í Madrid í öryggisskyni. Allir farþegar fengu þó að fara frá borði nema einn maður, sem var með hita og hafði komið frá Nígeríu. Hann var síðan fluttur á sjúkrahús.
Máritanía Mið-Afríkulýðveldið Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira