Ekkert traust til að byggja á Guðmundur Ragnarsson skrifar 9. október 2014 07:00 Nú í aðdraganda endurnýjunar kjarasamninga á almenna vinnumarkaðnum veit enginn hvernig á að hefja þá vinnu sem átti að byrja þegar skrifað var undir hinn svokallaða aðfarasamning fyrir tæpu ári. Ástæðan er sú að ekkert traust er til að byggja á. Ætlunin var að nota tímann til að fara yfir málin og taka upp ný vinnubrögð. Hin fögru fyrirheit stóðust ekki nú frekar enn oft áður. Ég fullyrði að málflutningur Samtaka atvinnulífsins (SA) á þeim tíma var algerlega innihaldslaus. Þar eru menn einangraðir í hagfræðifrösum og algerlega sambandslausir við þá sem reka fyrirtæki í hinum ólíku atvinnugreinum. Hjá SA er enginn hljómgrunnur fyrir nýjum og breyttum vinnubrögðum við gerð kjarasamninga. Þar sem atvinnugreinarnar koma að gerð sinna samninga og útfæra breytingar á launatöxtum með það að markmiði að auka framlegð. Aukin framlegð er mörgum atvinnugreinum lífsnauðsyn til þess að geta bætt kjörin og laða hæft starfsfólk til sín. Hagfræðifrasarnir eru það eina sem kemur úr fílabeinsturni SA enda vilja samtökin ekki missa frá sér miðstýringuna sem þau hafa komið á. Miðstýring SA er að draga úr allri framþróun og aukinni framlegð sem margar atvinnugreinar eiga auðvelt með að bæta. Það er ekkert traust til staðar og engin ný fagnaðarerindi sem hægt er að leggja á borð fyrir launþega þessa lands. Eftir áratuga tilraunir er fullreynt með kjarasamninga sem byggjast á lágum launahækkunum og væntingum um litla verðbólgu. Þær hafa allar farið á sama veg. Launamaðurinn tekur á sig verðbólguna en fyrirtækin, ríkisvaldið og sveitarfélög velta hækkununum út í verðlag og skatta. Laun verði kaupmáttartryggð Það er er aðeins ein leið eftir til að byggja upp traust meðan verið er að ná jafnvægi í hagkerfinu. Hún er að laun verði kaupmáttartryggð til næstu þriggja til fimm ára. Þetta er eina leiðin til að tryggja að allir axli ábyrgð á því að halda aftur af óeðlilegum hækkunum og verðbólgu. Það eru öll hlutföll í hagkerfinu vitlaus, launahlutföll, hagnaður fyrirtækja og fleira. Það er því margt sem þarf að laga í hagkerfinu, óháð niðurstöðum kjarasamninga. SA-gráturinn og annarra um samspil launahækkana og verðbólgu er ekki alltaf réttur. Ef greind eru áhrif 3,25 prósenta launahækkunarinnar sem kom 1. febrúar 2013 þá hefði hún samkvæmt því sem hagfræðingar segja mér eingöngu átt að hafa 1,2 til 1,5 prósenta verðbólguáhrif. En verðbólgan var 4,8 prósent í febrúar 2013 og var enn í 4,3 prósentum í ágúst sama ár. Ef þessar forsendur eru réttar þá er það ljóst að launahækkanir einar og sér eru ekki orsakir alls ills í óstjórn efnahagsmála. Ég sé engan mun á að tryggja kaupmátt launa sjálfvirkt tímabundið eða sækja hann eftir á. Við sem stöndum í kjarasamningagerð erum alltaf að ná í þetta eftir á til að reyna að halda í kaupmáttinn, meðan aðrir haga sér að vild án ábyrgðar með óhóflegum hækkunum eða aðför að gengi krónunnar. Það ætti ekki að vera flókið fyrir hagfræðingana að gefa út hver verðbólguáhrifin eru við gerð kjarasamninga. Með þá vitneskju er auðvelt að sjá hvaða aðrir orsakavaldar eru að valda aukinni verðbólgu. Við verðum líka að ræða í alvöru hvort sífelld umræða um stöðugleika er raunhæf. Við verðum að spyrja okkur að því hvort hægt verði að koma á stöðugleika og lækka vexti með okkar litla gjaldmiðli? Við verðum að spyrja okkur að því hvort ekki hafi verið fullreyndar allar hugmyndirnar sem menn hafa átt undanfarna áratugi? Eru einhverjar varanlegar lausnir til sem á eftir að reyna? Ef svo er ekki þá verðum við að viðurkenna það. Við kunnum gömlu aðferðirnar við að elta verðbólguna og fá eftirá launahækkanir til að reyna að viðhalda kaupmættinum, við erum flott í því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ragnarsson Mest lesið Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Nú í aðdraganda endurnýjunar kjarasamninga á almenna vinnumarkaðnum veit enginn hvernig á að hefja þá vinnu sem átti að byrja þegar skrifað var undir hinn svokallaða aðfarasamning fyrir tæpu ári. Ástæðan er sú að ekkert traust er til að byggja á. Ætlunin var að nota tímann til að fara yfir málin og taka upp ný vinnubrögð. Hin fögru fyrirheit stóðust ekki nú frekar enn oft áður. Ég fullyrði að málflutningur Samtaka atvinnulífsins (SA) á þeim tíma var algerlega innihaldslaus. Þar eru menn einangraðir í hagfræðifrösum og algerlega sambandslausir við þá sem reka fyrirtæki í hinum ólíku atvinnugreinum. Hjá SA er enginn hljómgrunnur fyrir nýjum og breyttum vinnubrögðum við gerð kjarasamninga. Þar sem atvinnugreinarnar koma að gerð sinna samninga og útfæra breytingar á launatöxtum með það að markmiði að auka framlegð. Aukin framlegð er mörgum atvinnugreinum lífsnauðsyn til þess að geta bætt kjörin og laða hæft starfsfólk til sín. Hagfræðifrasarnir eru það eina sem kemur úr fílabeinsturni SA enda vilja samtökin ekki missa frá sér miðstýringuna sem þau hafa komið á. Miðstýring SA er að draga úr allri framþróun og aukinni framlegð sem margar atvinnugreinar eiga auðvelt með að bæta. Það er ekkert traust til staðar og engin ný fagnaðarerindi sem hægt er að leggja á borð fyrir launþega þessa lands. Eftir áratuga tilraunir er fullreynt með kjarasamninga sem byggjast á lágum launahækkunum og væntingum um litla verðbólgu. Þær hafa allar farið á sama veg. Launamaðurinn tekur á sig verðbólguna en fyrirtækin, ríkisvaldið og sveitarfélög velta hækkununum út í verðlag og skatta. Laun verði kaupmáttartryggð Það er er aðeins ein leið eftir til að byggja upp traust meðan verið er að ná jafnvægi í hagkerfinu. Hún er að laun verði kaupmáttartryggð til næstu þriggja til fimm ára. Þetta er eina leiðin til að tryggja að allir axli ábyrgð á því að halda aftur af óeðlilegum hækkunum og verðbólgu. Það eru öll hlutföll í hagkerfinu vitlaus, launahlutföll, hagnaður fyrirtækja og fleira. Það er því margt sem þarf að laga í hagkerfinu, óháð niðurstöðum kjarasamninga. SA-gráturinn og annarra um samspil launahækkana og verðbólgu er ekki alltaf réttur. Ef greind eru áhrif 3,25 prósenta launahækkunarinnar sem kom 1. febrúar 2013 þá hefði hún samkvæmt því sem hagfræðingar segja mér eingöngu átt að hafa 1,2 til 1,5 prósenta verðbólguáhrif. En verðbólgan var 4,8 prósent í febrúar 2013 og var enn í 4,3 prósentum í ágúst sama ár. Ef þessar forsendur eru réttar þá er það ljóst að launahækkanir einar og sér eru ekki orsakir alls ills í óstjórn efnahagsmála. Ég sé engan mun á að tryggja kaupmátt launa sjálfvirkt tímabundið eða sækja hann eftir á. Við sem stöndum í kjarasamningagerð erum alltaf að ná í þetta eftir á til að reyna að halda í kaupmáttinn, meðan aðrir haga sér að vild án ábyrgðar með óhóflegum hækkunum eða aðför að gengi krónunnar. Það ætti ekki að vera flókið fyrir hagfræðingana að gefa út hver verðbólguáhrifin eru við gerð kjarasamninga. Með þá vitneskju er auðvelt að sjá hvaða aðrir orsakavaldar eru að valda aukinni verðbólgu. Við verðum líka að ræða í alvöru hvort sífelld umræða um stöðugleika er raunhæf. Við verðum að spyrja okkur að því hvort hægt verði að koma á stöðugleika og lækka vexti með okkar litla gjaldmiðli? Við verðum að spyrja okkur að því hvort ekki hafi verið fullreyndar allar hugmyndirnar sem menn hafa átt undanfarna áratugi? Eru einhverjar varanlegar lausnir til sem á eftir að reyna? Ef svo er ekki þá verðum við að viðurkenna það. Við kunnum gömlu aðferðirnar við að elta verðbólguna og fá eftirá launahækkanir til að reyna að viðhalda kaupmættinum, við erum flott í því.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun