Amma dreki og vaskurinn Friðrika Benónýsdóttir skrifar 7. október 2014 00:30 Lestrarhátíð í Reykjavík var hrint af stað í síðustu viku í þriðja sinn. Október er því helgaður lestri og að þessu sinni eru smásögur og örsögur í brennidepli. Upplestrar, málþing, ritsmiðjur og nánast allt sem nöfnum tjáir að nefna og hægt er að tengja sagnagerð og lestri á sér stað um allan bæ út mánuðinn. Þann 9. október hefst síðan Mýrin, alþjóðleg barnabókahátíð, sem haldin er í sjöunda sinn með álíka viðamikilli dagskrá. Á sama tíma skellur jólabókaflóðið á með fullum þunga og líður varla sá dagur að ekki komi út ein eða fleiri nýjar bækur. Lestrarhestar á öllum aldri eiga því góða daga í vændum. Á sama tíma ræða menn það í fullri alvöru að hækka virðisaukaskatt á bækur og setja þannig útgáfu og sölu bóka mun þrengri skorður en verið hefur. Rithöfundar og aðrir unnendur bóklesturs hlaupa upp til handa og fóta og ásaka stjórnvöld um að leggja stein í götu lestrarkunnáttu og lesturs, en vaxandi ólæsi barna hefur verið þungt áhyggjuefni undanfarin ár. Menntamálaráðherra bendir á að ekki hafi neinar sönnur verið færðar á það að hærra bókaverð og minni útgáfa dragi úr læsi en stingur svo í hinu orðinu upp á því að barnabækur og kennslubækur verði undanþegnar hækkuninni. Það er þrefað fram og aftur og mikill hiti í umræðunni sem vonlegt er þegar sjálft þjóðarstolt bókaþjóðarinnar er undir. Á meðan á þrefinu stendur er haldin yfirlætislaus samkoma í Borgarbókasafni Reykvíkinga þar sem þess er minnst að fjörutíu ár eru liðin síðan hinn ástsæli barnabókahöfundur Guðrún Helgadóttir fékk útgefna sína fyrstu bók, söguna af tvíburunum óborganlegu Jóni Oddi og Jóni Bjarna. Fólk á miðjum aldri gengur í barndóm og gleymir sér í upprifjun á unaðsstundum við lestur bóka Guðrúnar sem börn og síðan sem foreldrar þegar tími er kominn til að kynna afkvæmin fyrir undraheimi bókmenntanna. Öllum og ömmum þeirra ber saman um að án kynna við bækur Guðrúnar hefði bernskan verið mun snauðari og leiðinlegri og bent er á að þeir sem læra að njóta bókmennta sem börn eru mun líklegri til að halda áfram að lesa þegar þeir eldast. Það er með öðrum orðum mikilvægast í bókaútgáfu að gefa út góðar, vandaðar og skemmtilegar barnabækur sem börnin vilja lesa eða heyra aftur og aftur. Fjöldi nýrra titla á hverju ári er minna virði en að þær bækur sem gefnar eru út séu vel skrifaðar, vel hugsaðar og höfði til ímyndunarafls barnanna. Barnabókahöfundar hafa lengi kvartað undan því að þeir, eða reyndar í flestum tilfellum þær, njóti ekki sömu virðingar og sitji ekki við sama borð í launum og höfundar fullorðinsbóka. Sé bókmenntaforkólfum alvara með því að berjast gegn ólæsi og áhugaleysi barna á bókmenntum hlýtur að vera forgangsatriði að leiðrétta það. Annars er verið að byrja á öfugum enda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Lestrarhátíð í Reykjavík var hrint af stað í síðustu viku í þriðja sinn. Október er því helgaður lestri og að þessu sinni eru smásögur og örsögur í brennidepli. Upplestrar, málþing, ritsmiðjur og nánast allt sem nöfnum tjáir að nefna og hægt er að tengja sagnagerð og lestri á sér stað um allan bæ út mánuðinn. Þann 9. október hefst síðan Mýrin, alþjóðleg barnabókahátíð, sem haldin er í sjöunda sinn með álíka viðamikilli dagskrá. Á sama tíma skellur jólabókaflóðið á með fullum þunga og líður varla sá dagur að ekki komi út ein eða fleiri nýjar bækur. Lestrarhestar á öllum aldri eiga því góða daga í vændum. Á sama tíma ræða menn það í fullri alvöru að hækka virðisaukaskatt á bækur og setja þannig útgáfu og sölu bóka mun þrengri skorður en verið hefur. Rithöfundar og aðrir unnendur bóklesturs hlaupa upp til handa og fóta og ásaka stjórnvöld um að leggja stein í götu lestrarkunnáttu og lesturs, en vaxandi ólæsi barna hefur verið þungt áhyggjuefni undanfarin ár. Menntamálaráðherra bendir á að ekki hafi neinar sönnur verið færðar á það að hærra bókaverð og minni útgáfa dragi úr læsi en stingur svo í hinu orðinu upp á því að barnabækur og kennslubækur verði undanþegnar hækkuninni. Það er þrefað fram og aftur og mikill hiti í umræðunni sem vonlegt er þegar sjálft þjóðarstolt bókaþjóðarinnar er undir. Á meðan á þrefinu stendur er haldin yfirlætislaus samkoma í Borgarbókasafni Reykvíkinga þar sem þess er minnst að fjörutíu ár eru liðin síðan hinn ástsæli barnabókahöfundur Guðrún Helgadóttir fékk útgefna sína fyrstu bók, söguna af tvíburunum óborganlegu Jóni Oddi og Jóni Bjarna. Fólk á miðjum aldri gengur í barndóm og gleymir sér í upprifjun á unaðsstundum við lestur bóka Guðrúnar sem börn og síðan sem foreldrar þegar tími er kominn til að kynna afkvæmin fyrir undraheimi bókmenntanna. Öllum og ömmum þeirra ber saman um að án kynna við bækur Guðrúnar hefði bernskan verið mun snauðari og leiðinlegri og bent er á að þeir sem læra að njóta bókmennta sem börn eru mun líklegri til að halda áfram að lesa þegar þeir eldast. Það er með öðrum orðum mikilvægast í bókaútgáfu að gefa út góðar, vandaðar og skemmtilegar barnabækur sem börnin vilja lesa eða heyra aftur og aftur. Fjöldi nýrra titla á hverju ári er minna virði en að þær bækur sem gefnar eru út séu vel skrifaðar, vel hugsaðar og höfði til ímyndunarafls barnanna. Barnabókahöfundar hafa lengi kvartað undan því að þeir, eða reyndar í flestum tilfellum þær, njóti ekki sömu virðingar og sitji ekki við sama borð í launum og höfundar fullorðinsbóka. Sé bókmenntaforkólfum alvara með því að berjast gegn ólæsi og áhugaleysi barna á bókmenntum hlýtur að vera forgangsatriði að leiðrétta það. Annars er verið að byrja á öfugum enda.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun