Samkeppnisbættur mjólkuriðnaður Andrés Magnússon skrifar 1. október 2014 07:15 Hin sterku viðbrögð, sem orðið hafa við þeirri ákvörðun Samkeppniseftirlitsins að leggja háa sekt á Mjólkursamsöluna fyrir brot á samkeppnislögum, eru athyglisverð fyrir margra hluta sakir. Fyrir það fyrsta sýna þau að allur almenningur er að vakna til vitundar um mikilvægi þess að samkeppni ríki á öllum sviðum atvinnulífsins, að engin atvinnugrein fái sérmeðferð að lögum, þegar samkeppnismál eru annars vegar. Fleiri og fleiri gera sér grein fyrir því að virk samkeppni er lykillinn að því að öll framleiðslutæki þjóðarinnar verði nýtt á sem hagkvæmastan máta. Slík viðhorfsbreyting er mikið fagnaðarefni. Þessi sterku viðbrögð varpa ekki síður ljósi á, hversu mikið óheillaspor það var þegar Alþingi ákvað að undanþiggja mjólkuriðnaðinn mikilvægum ákvæðum samkeppnislaga. Þau varnaðarorð, sem uppi voru höfð þegar umrætt ákvæði var samþykkt, hafa nú reynst orð að sönnu. Þau alvarlegu lagabrot sem Mjólkursamsalan hefur orðið uppvís að, sýna það og sanna. Málið allt sýnir fáránleika þess að lagaumgjörð geti verið með þeim hætti, að einu og aðeins einu fyrirtæki séu sköpuð skilyrði til að hafa nær algera einokunarstöðu á markaði, hverju nafni sem markaðurinn nefnist. Brot á samkeppnislögum eru alvarleg þar sem þau beinast nær alltaf gegn hagsmunum samfélagsins alls. Allur almenningur á mikið undir því að grundvallarreglur samkeppnisréttar séu virtar af öllum fyrirtækjum og á öllum tímum. Hagsmunir almennings felast í því að hafa tryggingu fyrir því að samkeppni sé virk á öllum mörkuðum, að engum sé sköpuð aðstaða til að starfa í samkeppnislausu umhverfi. Öll helstu hagsmunasamtök í atvinnulífinu hafa lagt áherslu á að samkeppni ríki á öllum sviðum atvinnulífsins. Fyrirtækin í landinu vilja starfa í heilbrigðu samkeppnisumhverfi, þar sem kraftar hvers og eins fái notið sín til hlítar. Þessi sjónarmið endurspeglast í riti Samtaka atvinnulífsins sem gefið var út sl. vor og fjallar um leiðir til að bæta lífskjör í landinu. Ein þeirra leiða, sem þar eru nefndar, er að auka samkeppni í landbúnaði, en þar segir m.a. að „auka þurfi frjálsræði og samkeppni í landbúnaði og fella greinina í heild undir samkeppnislög“. Nú reynir á stjórnmálaöflin í landinu og vilja þeirra og getu til að taka málin föstum tökum. Nú fá þau rakið tækifæri til að sýna að þau taka heildarhagsmuni fram yfir aðra hagsmuni – að almannahagsmunir skuli ávallt settir í fyrsta sæti. Það kallar nefnilega ekki á flókna lagabreytingu að fella mjólkuriðnaðinn undir öll ákvæði samkeppnislaga. Það hefur væntanlega verið nokkurt framfaraspor fyrir neytendur að á markað kom „vítamínbætt mjólk“. Það yrði mun meira framfaraspor fyrir neytendur að fá „samkeppnisbættan mjólkuriðnað“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Magnússon Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Hin sterku viðbrögð, sem orðið hafa við þeirri ákvörðun Samkeppniseftirlitsins að leggja háa sekt á Mjólkursamsöluna fyrir brot á samkeppnislögum, eru athyglisverð fyrir margra hluta sakir. Fyrir það fyrsta sýna þau að allur almenningur er að vakna til vitundar um mikilvægi þess að samkeppni ríki á öllum sviðum atvinnulífsins, að engin atvinnugrein fái sérmeðferð að lögum, þegar samkeppnismál eru annars vegar. Fleiri og fleiri gera sér grein fyrir því að virk samkeppni er lykillinn að því að öll framleiðslutæki þjóðarinnar verði nýtt á sem hagkvæmastan máta. Slík viðhorfsbreyting er mikið fagnaðarefni. Þessi sterku viðbrögð varpa ekki síður ljósi á, hversu mikið óheillaspor það var þegar Alþingi ákvað að undanþiggja mjólkuriðnaðinn mikilvægum ákvæðum samkeppnislaga. Þau varnaðarorð, sem uppi voru höfð þegar umrætt ákvæði var samþykkt, hafa nú reynst orð að sönnu. Þau alvarlegu lagabrot sem Mjólkursamsalan hefur orðið uppvís að, sýna það og sanna. Málið allt sýnir fáránleika þess að lagaumgjörð geti verið með þeim hætti, að einu og aðeins einu fyrirtæki séu sköpuð skilyrði til að hafa nær algera einokunarstöðu á markaði, hverju nafni sem markaðurinn nefnist. Brot á samkeppnislögum eru alvarleg þar sem þau beinast nær alltaf gegn hagsmunum samfélagsins alls. Allur almenningur á mikið undir því að grundvallarreglur samkeppnisréttar séu virtar af öllum fyrirtækjum og á öllum tímum. Hagsmunir almennings felast í því að hafa tryggingu fyrir því að samkeppni sé virk á öllum mörkuðum, að engum sé sköpuð aðstaða til að starfa í samkeppnislausu umhverfi. Öll helstu hagsmunasamtök í atvinnulífinu hafa lagt áherslu á að samkeppni ríki á öllum sviðum atvinnulífsins. Fyrirtækin í landinu vilja starfa í heilbrigðu samkeppnisumhverfi, þar sem kraftar hvers og eins fái notið sín til hlítar. Þessi sjónarmið endurspeglast í riti Samtaka atvinnulífsins sem gefið var út sl. vor og fjallar um leiðir til að bæta lífskjör í landinu. Ein þeirra leiða, sem þar eru nefndar, er að auka samkeppni í landbúnaði, en þar segir m.a. að „auka þurfi frjálsræði og samkeppni í landbúnaði og fella greinina í heild undir samkeppnislög“. Nú reynir á stjórnmálaöflin í landinu og vilja þeirra og getu til að taka málin föstum tökum. Nú fá þau rakið tækifæri til að sýna að þau taka heildarhagsmuni fram yfir aðra hagsmuni – að almannahagsmunir skuli ávallt settir í fyrsta sæti. Það kallar nefnilega ekki á flókna lagabreytingu að fella mjólkuriðnaðinn undir öll ákvæði samkeppnislaga. Það hefur væntanlega verið nokkurt framfaraspor fyrir neytendur að á markað kom „vítamínbætt mjólk“. Það yrði mun meira framfaraspor fyrir neytendur að fá „samkeppnisbættan mjólkuriðnað“.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun