Hinir vammlausu Sigurjón M. Egilsson skrifar 1. október 2014 07:30 Mikið hefur farið fyrir Guðna Ágústssyni, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, vegna mjólkurmálsins. Í viðtali við Vísi sagði Guðni orðrétt: „…þar sem ég kom fram með upplýsingar beint frá Ásmundi Stefánssyni, sem var vammlaus verkalýðsleiðtogi og svo bankastjóri Landsbankans á erfiðustu tímum Íslandssögunnar. Hann sagði klárt mál að öll þau viðskipti hefðu farið fram á bankalegum forsendum.“ Þarna er Guðni að tala um viðskipti Ólafs Magnússonar, áður í Mjólku, og Landsbankans, banka sem Ásmundur Stefánsson stýrði skamma stund eftir hrun. Af orðum Guðna má ráða að Ásmundi hafi þótt við hæfi að upplýsa ráðherrann fyrrverandi um viðskipti Ólafs og bankans. Má þetta? Eru fyrrverandi bankastjórar fríir frá bankaleynd? Og ef Ásmundur dreifir slíkum upplýsingum til birtingar í fjölmiðlum er nærtækast að spyrja hvort aðrar upplýsingar, og viðkvæmari, um annað fólk og önnur viðskipti séu einnig á vitorði fyrrverandi ráðamanna, eða núverandi eða bara hvers sem er. Hverjir eru vammlausir? Eitt er að lagasmiðurinn Guðni gangi fram fyrir skjöldu og verji afleiðingar laganna, og það í umboði þeirra sem nutu góðs af þeim. Annað er og af allt öðrum meiði að í þeirri baráttu sé unnt að opinbera fyrir alþjóð upplýsingar um bankaviðskipti fólks og fyrirtækja. Mjólkurmálið ætlar að geta af sér skuggahliðar. Spurning um trúnað fyrrverandi bankastjóra er meðal þeirra og það verður að gera þá kröfu að áragömul bankaviðskipti rati ekki í átök eða dægurþras. Bankamenn verða að vera ærlegri en svo að þeir láti undan ráðafólki, núverandi og fyrrverandi, og láti því í té upplýsingar um hvernig einn eða annar stóð sig gagnvart viðskiptabankanum. Ef þeir eru vammlausir, þá er spurt hvort þeir hafi leikið leikinn án þess að sjá fyrir endann á honum. Vissir í sinni sök. Nýjasta staðan er sú að frá Seljavöllum heyrist rödd Egils Eiríkssonar, sem á sæti í fulltrúaráði Auðhumlu. Egill er ákveðinn. Hann segir í samtali við Fréttablaðið: „Ég tel í ljósi þeirrar stöðu sem uppi er núna að það sé réttast að kalla til fulltrúaráðsfundar þar sem ný stjórn yrði kjörin og í framhaldi af því myndi hún ráða nýjan forstjóra Mjólkursamsölunnar.“ Þrátt fyrir yfirburði í umræðunni, meðal annars vitneskju um viðskipti einstakra manna við Landsbankann, er málið hugsanlega að snúast í höndum þeirra. Meðal bænda er ekki samstaða. Þaðan er greinilega sótt að forsvarsmönnunum. „Við kúabændur viljum ekki að svona sé staðið að málum. Okkur er umhugað um orðstír Mjólkursamsölunnar og viljum ekki að honum sé stefnt í voða. Neytendur verða að vera vissir um það að við séum fyrst og fremst að gæta hagsmuna þeirra,“ sagði Egill í Fréttablaðinu í gær. Innan stjórnmálanna er mikill og þverpólitískur vilji til að halda óbreyttu kerfi. Rök þingmanna eru þau að neytendur og bændur hafi mikinn hag af því að samkeppnin sé sem minnst. Þeir taka undir með Guðna Ágústssyni og fleirum og færa fram sömu rök og hann. Það eru önnur rök í málinu. Það eru rök sem mæla með fjölbreytni, nýjungum og öðru sem fæðist í hinu smáa. Mjólkurmálið snýst aðeins að hluta um mjólk og Mjólkursamsöluna. Miklu frekar um sérhagsmuni, sérreglur, vandann við fámennið, litla markaði, nærgætni, tillitssemi og fjölbreytni. Engum þarf að koma á óvart að á Alþingi sé þverpólitísk samstaða um að viðhalda sérréttindum þess sterka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Mikið hefur farið fyrir Guðna Ágústssyni, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, vegna mjólkurmálsins. Í viðtali við Vísi sagði Guðni orðrétt: „…þar sem ég kom fram með upplýsingar beint frá Ásmundi Stefánssyni, sem var vammlaus verkalýðsleiðtogi og svo bankastjóri Landsbankans á erfiðustu tímum Íslandssögunnar. Hann sagði klárt mál að öll þau viðskipti hefðu farið fram á bankalegum forsendum.“ Þarna er Guðni að tala um viðskipti Ólafs Magnússonar, áður í Mjólku, og Landsbankans, banka sem Ásmundur Stefánsson stýrði skamma stund eftir hrun. Af orðum Guðna má ráða að Ásmundi hafi þótt við hæfi að upplýsa ráðherrann fyrrverandi um viðskipti Ólafs og bankans. Má þetta? Eru fyrrverandi bankastjórar fríir frá bankaleynd? Og ef Ásmundur dreifir slíkum upplýsingum til birtingar í fjölmiðlum er nærtækast að spyrja hvort aðrar upplýsingar, og viðkvæmari, um annað fólk og önnur viðskipti séu einnig á vitorði fyrrverandi ráðamanna, eða núverandi eða bara hvers sem er. Hverjir eru vammlausir? Eitt er að lagasmiðurinn Guðni gangi fram fyrir skjöldu og verji afleiðingar laganna, og það í umboði þeirra sem nutu góðs af þeim. Annað er og af allt öðrum meiði að í þeirri baráttu sé unnt að opinbera fyrir alþjóð upplýsingar um bankaviðskipti fólks og fyrirtækja. Mjólkurmálið ætlar að geta af sér skuggahliðar. Spurning um trúnað fyrrverandi bankastjóra er meðal þeirra og það verður að gera þá kröfu að áragömul bankaviðskipti rati ekki í átök eða dægurþras. Bankamenn verða að vera ærlegri en svo að þeir láti undan ráðafólki, núverandi og fyrrverandi, og láti því í té upplýsingar um hvernig einn eða annar stóð sig gagnvart viðskiptabankanum. Ef þeir eru vammlausir, þá er spurt hvort þeir hafi leikið leikinn án þess að sjá fyrir endann á honum. Vissir í sinni sök. Nýjasta staðan er sú að frá Seljavöllum heyrist rödd Egils Eiríkssonar, sem á sæti í fulltrúaráði Auðhumlu. Egill er ákveðinn. Hann segir í samtali við Fréttablaðið: „Ég tel í ljósi þeirrar stöðu sem uppi er núna að það sé réttast að kalla til fulltrúaráðsfundar þar sem ný stjórn yrði kjörin og í framhaldi af því myndi hún ráða nýjan forstjóra Mjólkursamsölunnar.“ Þrátt fyrir yfirburði í umræðunni, meðal annars vitneskju um viðskipti einstakra manna við Landsbankann, er málið hugsanlega að snúast í höndum þeirra. Meðal bænda er ekki samstaða. Þaðan er greinilega sótt að forsvarsmönnunum. „Við kúabændur viljum ekki að svona sé staðið að málum. Okkur er umhugað um orðstír Mjólkursamsölunnar og viljum ekki að honum sé stefnt í voða. Neytendur verða að vera vissir um það að við séum fyrst og fremst að gæta hagsmuna þeirra,“ sagði Egill í Fréttablaðinu í gær. Innan stjórnmálanna er mikill og þverpólitískur vilji til að halda óbreyttu kerfi. Rök þingmanna eru þau að neytendur og bændur hafi mikinn hag af því að samkeppnin sé sem minnst. Þeir taka undir með Guðna Ágústssyni og fleirum og færa fram sömu rök og hann. Það eru önnur rök í málinu. Það eru rök sem mæla með fjölbreytni, nýjungum og öðru sem fæðist í hinu smáa. Mjólkurmálið snýst aðeins að hluta um mjólk og Mjólkursamsöluna. Miklu frekar um sérhagsmuni, sérreglur, vandann við fámennið, litla markaði, nærgætni, tillitssemi og fjölbreytni. Engum þarf að koma á óvart að á Alþingi sé þverpólitísk samstaða um að viðhalda sérréttindum þess sterka.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun