Sjónarmið Einar Benediktsson skrifar 19. september 2014 07:00 Leiðtogafundi NATO í Wales er almennt fagnað fyrir ákvarðanir um endurvakningu bandalagsins varðandi gæslu varna Evrópu. Skeið friðsamlegrar sambúðar var rofið af Rússlandi með innrás í Úkraínu og innlimun Krímskaga. Ekki stóð á viðbrögðum NATO-ríkja um fordæmingu valdaránsins, einkum með vaxandi efnahagslegum þvingunaraðgerðum. Á þessu er hert með þeirri ákvörðun leiðtogafundarins að stofna nýtt 4.000-5.000 manna hraðlið, staðsett í Póllandi, sem verði í fylkingarbrjósti fjölmennari viðbragðssveita. Margítrekað var, að árás á grannríki Rússlands í Austur-Evrópu væri árás á allt Atlantshafsbandalagið, samkvæmt 5. gr. stofnsáttmála þess. Á því ákvæði frá 1949 hefði síðan hvílt friður í Evrópu. Verkefnið til lengri tíma er að endurnýja samkomulag gert eftir kalda stríðið um sambúð vesturs og austurs með tilliti til nýrra ágreiningsmála. Tryggja þarf friðsæla framtíð frjálsrar Úkraínu og grannríkja og spennulaust norðurskaut.Kallar á aðild Íslands Á þeim 25 árum sem liðin eru frá lokum kalda stríðsins hefur margt breyst. Uppi eru glundroðakenningar vegna þess að „bandaríski friðurinn“ sé að leysast upp smátt og smátt, eins og Joschka Fisher kemst að orði í ágætri grein í Morgunblaðinu 8. september. Ekki er að undra að í fréttatilkynningu leiðtogafundarins sé lögð áhersla á samstarf NATO við ESB, sérstakan og nauðsynlegan samstarfsaðila. Staðan er hins vegar sú, að enn gefur hernaðarmáttur Bandaríkjanna vörnum Evrópu trúverðugleik. Flestar Evrópuþjóðir NATO og Kanada hafa ekki skilað sínum hlut í útgjöldum til varnarmála. Fjármálahrunið 2007 og efnahagskreppan sem fylgdi í kjölfarið er þar ein orsökin. En fari svo, sem vel gæti orðið, að Bandaríkin dragi sig frá því að vera burðarás Evrópuvarna, samhliða því að ógnin af yfirgangi Rússa sé til langs tíma, leiðir af sjálfu að ESB-lönd munu þétta raðir sínar. Stórt skref í ESB-samrunanum væri náið evrópskt varnarsamstarf en einmitt það hafa Bandaríkin lagt mikla áherslu á undanfarin ár. Slík þróun ESB verður naumast án hagvaxtar í stöðugleika og bættrar starfsemi evrusvæðisins. Martin Wolf hjá Financial Times er gagnrýninn mjög á evrusamstarfið í nýútkominni bók, „The Shifts and the Shocks“, m.a. vegna vöntunar á eftirlitsvaldi yfir bankakerfinu og andstöðu, aðallega frá Þjóðverjum, um að beita ríkisfjármálum sem hagstjórnartæki og útgáfu evruskuldabréfa. En það er á fjármálasviðinu, sem ESB vinnur að því að hraða þróun Bankabandalags Evrópu með viðeigandi eftirlitshlutverki og þjóðhagsvarúðarreglum. Þátttaka í þessu samstarfi kallar á aðild Íslands að ESB.Ógn og ásælni Það fer minna en skyldi fyrir ógninni af Rússum á Norðurslóðum. Eftir ítrekaðar yfirlýsingar Pútíns í vetur um að hafin skyldu mikil umsvif á norðurskautinu undir hervernd, er sú stefna í fullri framkvæmd með opnun gamalla herstöðva við Íshafið. Það gefur tilefni til stöðugs í stað tímabundins eftirlitsflugs NATO-landa, Svíþjóðar og Finnlands hér við land og að sjálfsögðu aukinnar skipulegrar þátttöku okkar. Þá er ásælni Kínverja í aðstöðu hér vandamál sem bægja þarf frá varanlega. Risahöfn eða olíuboranir eru umhverfisvá sem við leyfum ekki. Í nýlegum skrifum um Kína, er Afríka sögð „hitt“ meginland þeirra því þangað hefur flust um ein milljón Kínverja til búsetu og uppbyggingar nýs heimsveldis. Sú stefna var tekin af ríkisstjórninni við upphaf innrásar Rússa í Úkraínu, að Ísland styddi stefnu og aðgerðir NATO og það er mikilsvert. Þá er það stöðugt verkefni að efla tvíhliða varnarsamstarfið við Bandaríkin en í þeim efnum eiga þjóðir okkar þá samleið, sem hófst 1941. En við lifum mjög breytta tíma mikilla viðsjáa. Við erum nátengd því Evrópusamstarfi, sem við eigum heima í að fullu og öllu og nú er vaxandi hagsmunamál. Nær helmingur Íslendinga vill að lokið sé aðildarviðræðunum við ESB. Það er tilefni endurvakningar þess pólitíska vilja sem á árum áður tryggði hagsmuni okkar með aðild að Atlantshafsbandalaginu, gerð varnarsamningsins við Bandaríkin og þátttöku í Evrópusamrunanum frá aðild að EFTA til þátttöku í EES. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Mest lesið Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Leiðtogafundi NATO í Wales er almennt fagnað fyrir ákvarðanir um endurvakningu bandalagsins varðandi gæslu varna Evrópu. Skeið friðsamlegrar sambúðar var rofið af Rússlandi með innrás í Úkraínu og innlimun Krímskaga. Ekki stóð á viðbrögðum NATO-ríkja um fordæmingu valdaránsins, einkum með vaxandi efnahagslegum þvingunaraðgerðum. Á þessu er hert með þeirri ákvörðun leiðtogafundarins að stofna nýtt 4.000-5.000 manna hraðlið, staðsett í Póllandi, sem verði í fylkingarbrjósti fjölmennari viðbragðssveita. Margítrekað var, að árás á grannríki Rússlands í Austur-Evrópu væri árás á allt Atlantshafsbandalagið, samkvæmt 5. gr. stofnsáttmála þess. Á því ákvæði frá 1949 hefði síðan hvílt friður í Evrópu. Verkefnið til lengri tíma er að endurnýja samkomulag gert eftir kalda stríðið um sambúð vesturs og austurs með tilliti til nýrra ágreiningsmála. Tryggja þarf friðsæla framtíð frjálsrar Úkraínu og grannríkja og spennulaust norðurskaut.Kallar á aðild Íslands Á þeim 25 árum sem liðin eru frá lokum kalda stríðsins hefur margt breyst. Uppi eru glundroðakenningar vegna þess að „bandaríski friðurinn“ sé að leysast upp smátt og smátt, eins og Joschka Fisher kemst að orði í ágætri grein í Morgunblaðinu 8. september. Ekki er að undra að í fréttatilkynningu leiðtogafundarins sé lögð áhersla á samstarf NATO við ESB, sérstakan og nauðsynlegan samstarfsaðila. Staðan er hins vegar sú, að enn gefur hernaðarmáttur Bandaríkjanna vörnum Evrópu trúverðugleik. Flestar Evrópuþjóðir NATO og Kanada hafa ekki skilað sínum hlut í útgjöldum til varnarmála. Fjármálahrunið 2007 og efnahagskreppan sem fylgdi í kjölfarið er þar ein orsökin. En fari svo, sem vel gæti orðið, að Bandaríkin dragi sig frá því að vera burðarás Evrópuvarna, samhliða því að ógnin af yfirgangi Rússa sé til langs tíma, leiðir af sjálfu að ESB-lönd munu þétta raðir sínar. Stórt skref í ESB-samrunanum væri náið evrópskt varnarsamstarf en einmitt það hafa Bandaríkin lagt mikla áherslu á undanfarin ár. Slík þróun ESB verður naumast án hagvaxtar í stöðugleika og bættrar starfsemi evrusvæðisins. Martin Wolf hjá Financial Times er gagnrýninn mjög á evrusamstarfið í nýútkominni bók, „The Shifts and the Shocks“, m.a. vegna vöntunar á eftirlitsvaldi yfir bankakerfinu og andstöðu, aðallega frá Þjóðverjum, um að beita ríkisfjármálum sem hagstjórnartæki og útgáfu evruskuldabréfa. En það er á fjármálasviðinu, sem ESB vinnur að því að hraða þróun Bankabandalags Evrópu með viðeigandi eftirlitshlutverki og þjóðhagsvarúðarreglum. Þátttaka í þessu samstarfi kallar á aðild Íslands að ESB.Ógn og ásælni Það fer minna en skyldi fyrir ógninni af Rússum á Norðurslóðum. Eftir ítrekaðar yfirlýsingar Pútíns í vetur um að hafin skyldu mikil umsvif á norðurskautinu undir hervernd, er sú stefna í fullri framkvæmd með opnun gamalla herstöðva við Íshafið. Það gefur tilefni til stöðugs í stað tímabundins eftirlitsflugs NATO-landa, Svíþjóðar og Finnlands hér við land og að sjálfsögðu aukinnar skipulegrar þátttöku okkar. Þá er ásælni Kínverja í aðstöðu hér vandamál sem bægja þarf frá varanlega. Risahöfn eða olíuboranir eru umhverfisvá sem við leyfum ekki. Í nýlegum skrifum um Kína, er Afríka sögð „hitt“ meginland þeirra því þangað hefur flust um ein milljón Kínverja til búsetu og uppbyggingar nýs heimsveldis. Sú stefna var tekin af ríkisstjórninni við upphaf innrásar Rússa í Úkraínu, að Ísland styddi stefnu og aðgerðir NATO og það er mikilsvert. Þá er það stöðugt verkefni að efla tvíhliða varnarsamstarfið við Bandaríkin en í þeim efnum eiga þjóðir okkar þá samleið, sem hófst 1941. En við lifum mjög breytta tíma mikilla viðsjáa. Við erum nátengd því Evrópusamstarfi, sem við eigum heima í að fullu og öllu og nú er vaxandi hagsmunamál. Nær helmingur Íslendinga vill að lokið sé aðildarviðræðunum við ESB. Það er tilefni endurvakningar þess pólitíska vilja sem á árum áður tryggði hagsmuni okkar með aðild að Atlantshafsbandalaginu, gerð varnarsamningsins við Bandaríkin og þátttöku í Evrópusamrunanum frá aðild að EFTA til þátttöku í EES.
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun