Trampað á tungunni Gauti Kristmannsson skrifar 19. september 2014 09:12 Íslenskir stjórnmálamenn eru gjarnir á að lofa íslenska menningu og tungu. Það gera þeir á tyllidögum til að tjá landsmönnum umhyggju sína fyrir menningu þeirra og arfleifð. Þegar kemur hins vegar að því að gera það í verki verður minna úr og stundum virðist vera markvisst unnið að því trampa þessa örtungu okkar og menningu niður, kannski það eina sem réttlætir tilveru okkar sem þjóð meðal þjóða. Dæmin eru mörg, en núna kastar tólfunum, rétt eftir að í ljós hefur komið að stór hluti ungviðisins er illa læs ef þá yfirleitt. Það á að hækka virðisaukaskatt á bókum á þessum örmarkaði eins elsta og bókmenntaauðugasta tungumáls um veröld víða. Langflestar þjóðir í kringum okkur hafa virðisaukaskatt á bókum í lægsta þrepi og, gagnstætt því sem er stundum fram haldið, þá eru tvö og fleiri þrep á virðisaukaskatti í þeim nánast öllum. Öflugasta tungumál heims er án vafa enska og það mætti ætla að stjórnmálamönnum landa eins og Bretlands og Írlands þætti ekki tiltökumál að skattleggja bækur á stærsta og öruggasta markaði heims. En svo er ekki, virðisaukaskattur á bókum þar er 0% og þykir sjálfsagt, enda teljast bókmenntir mikilvægur menningararfur í þessum löndum auk þess sem þær eru mikið notaðar til náms eins og ku vera hér líka. Með hækkun á virðisaukaskatti á bókum (og öðrum menningarafurðum) er vegið að íslenskri tungu og hefur reyndar verið nóg gert með aðgerðaleysi og vesaldómi hingað til eins og kennarar þessa lands á öllum skólastigum vita og sjá á hverjum degi. Og háskólastúdentar, sem á síðasta ári fengu margir sérstaka skattahækkun á nám sitt í Háskóla Íslands, fá nú viðbótarhækkun á námsbækurnar sínar í nafni einföldunar á skattakerfi sem engin er. Og hinar peningalegu tekjur fyrir ríkissjóð eru svo litlar að menn taka varla eftir þeim í Excel-skjölum ráðuneytisins. Hins vegar munu menn taka eftir því, hér sem annars staðar, þegar elstu tungu Evrópu, með sína merku bókmenntahefð og kraftmikla menningarlíf, hefur blætt út til einföldunar í bókhaldi ráðuneytis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gauti Kristmannsson Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenskir stjórnmálamenn eru gjarnir á að lofa íslenska menningu og tungu. Það gera þeir á tyllidögum til að tjá landsmönnum umhyggju sína fyrir menningu þeirra og arfleifð. Þegar kemur hins vegar að því að gera það í verki verður minna úr og stundum virðist vera markvisst unnið að því trampa þessa örtungu okkar og menningu niður, kannski það eina sem réttlætir tilveru okkar sem þjóð meðal þjóða. Dæmin eru mörg, en núna kastar tólfunum, rétt eftir að í ljós hefur komið að stór hluti ungviðisins er illa læs ef þá yfirleitt. Það á að hækka virðisaukaskatt á bókum á þessum örmarkaði eins elsta og bókmenntaauðugasta tungumáls um veröld víða. Langflestar þjóðir í kringum okkur hafa virðisaukaskatt á bókum í lægsta þrepi og, gagnstætt því sem er stundum fram haldið, þá eru tvö og fleiri þrep á virðisaukaskatti í þeim nánast öllum. Öflugasta tungumál heims er án vafa enska og það mætti ætla að stjórnmálamönnum landa eins og Bretlands og Írlands þætti ekki tiltökumál að skattleggja bækur á stærsta og öruggasta markaði heims. En svo er ekki, virðisaukaskattur á bókum þar er 0% og þykir sjálfsagt, enda teljast bókmenntir mikilvægur menningararfur í þessum löndum auk þess sem þær eru mikið notaðar til náms eins og ku vera hér líka. Með hækkun á virðisaukaskatti á bókum (og öðrum menningarafurðum) er vegið að íslenskri tungu og hefur reyndar verið nóg gert með aðgerðaleysi og vesaldómi hingað til eins og kennarar þessa lands á öllum skólastigum vita og sjá á hverjum degi. Og háskólastúdentar, sem á síðasta ári fengu margir sérstaka skattahækkun á nám sitt í Háskóla Íslands, fá nú viðbótarhækkun á námsbækurnar sínar í nafni einföldunar á skattakerfi sem engin er. Og hinar peningalegu tekjur fyrir ríkissjóð eru svo litlar að menn taka varla eftir þeim í Excel-skjölum ráðuneytisins. Hins vegar munu menn taka eftir því, hér sem annars staðar, þegar elstu tungu Evrópu, með sína merku bókmenntahefð og kraftmikla menningarlíf, hefur blætt út til einföldunar í bókhaldi ráðuneytis.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar