Trampað á tungunni Gauti Kristmannsson skrifar 19. september 2014 09:12 Íslenskir stjórnmálamenn eru gjarnir á að lofa íslenska menningu og tungu. Það gera þeir á tyllidögum til að tjá landsmönnum umhyggju sína fyrir menningu þeirra og arfleifð. Þegar kemur hins vegar að því að gera það í verki verður minna úr og stundum virðist vera markvisst unnið að því trampa þessa örtungu okkar og menningu niður, kannski það eina sem réttlætir tilveru okkar sem þjóð meðal þjóða. Dæmin eru mörg, en núna kastar tólfunum, rétt eftir að í ljós hefur komið að stór hluti ungviðisins er illa læs ef þá yfirleitt. Það á að hækka virðisaukaskatt á bókum á þessum örmarkaði eins elsta og bókmenntaauðugasta tungumáls um veröld víða. Langflestar þjóðir í kringum okkur hafa virðisaukaskatt á bókum í lægsta þrepi og, gagnstætt því sem er stundum fram haldið, þá eru tvö og fleiri þrep á virðisaukaskatti í þeim nánast öllum. Öflugasta tungumál heims er án vafa enska og það mætti ætla að stjórnmálamönnum landa eins og Bretlands og Írlands þætti ekki tiltökumál að skattleggja bækur á stærsta og öruggasta markaði heims. En svo er ekki, virðisaukaskattur á bókum þar er 0% og þykir sjálfsagt, enda teljast bókmenntir mikilvægur menningararfur í þessum löndum auk þess sem þær eru mikið notaðar til náms eins og ku vera hér líka. Með hækkun á virðisaukaskatti á bókum (og öðrum menningarafurðum) er vegið að íslenskri tungu og hefur reyndar verið nóg gert með aðgerðaleysi og vesaldómi hingað til eins og kennarar þessa lands á öllum skólastigum vita og sjá á hverjum degi. Og háskólastúdentar, sem á síðasta ári fengu margir sérstaka skattahækkun á nám sitt í Háskóla Íslands, fá nú viðbótarhækkun á námsbækurnar sínar í nafni einföldunar á skattakerfi sem engin er. Og hinar peningalegu tekjur fyrir ríkissjóð eru svo litlar að menn taka varla eftir þeim í Excel-skjölum ráðuneytisins. Hins vegar munu menn taka eftir því, hér sem annars staðar, þegar elstu tungu Evrópu, með sína merku bókmenntahefð og kraftmikla menningarlíf, hefur blætt út til einföldunar í bókhaldi ráðuneytis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gauti Kristmannsson Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Íslenskir stjórnmálamenn eru gjarnir á að lofa íslenska menningu og tungu. Það gera þeir á tyllidögum til að tjá landsmönnum umhyggju sína fyrir menningu þeirra og arfleifð. Þegar kemur hins vegar að því að gera það í verki verður minna úr og stundum virðist vera markvisst unnið að því trampa þessa örtungu okkar og menningu niður, kannski það eina sem réttlætir tilveru okkar sem þjóð meðal þjóða. Dæmin eru mörg, en núna kastar tólfunum, rétt eftir að í ljós hefur komið að stór hluti ungviðisins er illa læs ef þá yfirleitt. Það á að hækka virðisaukaskatt á bókum á þessum örmarkaði eins elsta og bókmenntaauðugasta tungumáls um veröld víða. Langflestar þjóðir í kringum okkur hafa virðisaukaskatt á bókum í lægsta þrepi og, gagnstætt því sem er stundum fram haldið, þá eru tvö og fleiri þrep á virðisaukaskatti í þeim nánast öllum. Öflugasta tungumál heims er án vafa enska og það mætti ætla að stjórnmálamönnum landa eins og Bretlands og Írlands þætti ekki tiltökumál að skattleggja bækur á stærsta og öruggasta markaði heims. En svo er ekki, virðisaukaskattur á bókum þar er 0% og þykir sjálfsagt, enda teljast bókmenntir mikilvægur menningararfur í þessum löndum auk þess sem þær eru mikið notaðar til náms eins og ku vera hér líka. Með hækkun á virðisaukaskatti á bókum (og öðrum menningarafurðum) er vegið að íslenskri tungu og hefur reyndar verið nóg gert með aðgerðaleysi og vesaldómi hingað til eins og kennarar þessa lands á öllum skólastigum vita og sjá á hverjum degi. Og háskólastúdentar, sem á síðasta ári fengu margir sérstaka skattahækkun á nám sitt í Háskóla Íslands, fá nú viðbótarhækkun á námsbækurnar sínar í nafni einföldunar á skattakerfi sem engin er. Og hinar peningalegu tekjur fyrir ríkissjóð eru svo litlar að menn taka varla eftir þeim í Excel-skjölum ráðuneytisins. Hins vegar munu menn taka eftir því, hér sem annars staðar, þegar elstu tungu Evrópu, með sína merku bókmenntahefð og kraftmikla menningarlíf, hefur blætt út til einföldunar í bókhaldi ráðuneytis.
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar