Fiff og feluleikir Friðrika Benónýsdóttir skrifar 16. september 2014 09:30 Bakslag í launajöfnuði kynjanna hefur enn og aftur skotið upp kollinum. Það virðist vera óvinnandi vegur að koma því í gegn að konur og karlar fái greidd sömu laun fyrir sömu vinnu, þrátt fyrir að lög hafi kveðið svo á um áratugum saman. Jafnvel þótt grunnlaun séu þau sömu virðast karlar lunknari við að næla sér í alls kyns sporslur og fríðindi framhjá launastefnum. Eða hvað? Er raunin kannski sú að launagreiðendum þyki það ennþá óeðlilegt að bjóða körlum sömu laun og sessunautum þeirra af kvenkyni og séu því duglegri að bjóða þeim hærri laun í formi óunninnar yfirvinnu – hvað sem það nú þýðir – bílastyrkja og annarra fríðinda? Allt með leynd auðvitað. Árni Stefán Jónsson, formaður Starfsmannafélags ríkisins, segir í frétt Fréttablaðsins í dag að þessi þáttur hafi fylgt ríkisstarfsmönnum lengi. Hann segir að það verði til einhver menning í kringum þessi launamál, það verði til feluleikur. Stjórnendur ríkisstofnana búi til óunna yfirvinnu eða aðrar sporslur til þess að fela laun gagnvart öðrum starfsmönnum og jafnvel til þess að fela laun gagnvart ráðuneytinu. Það er sem sagt ekki nóg með að launaleyndin ali á óvissu og tortryggni milli starfsmanna heldur er líka verið í feluleik gagnvart launagreiðandanum, ríkinu sjálfu. Grunnlaununum er haldið niðri vegna þess að ríkið græðir á því að halda þeim í lágmarki vegna skuldbindinga gagnvart lífeyrissjóðum. Feluleikurinn er sem sagt margfaldur og eins og Árni Stefán segir gæti ástæðan hugsanlega verið sú að það sé auðveldara að taka óunna yfirvinnu aftur af starfsfólkinu en að draga launahækkanir til baka þegar fólk hefur verið hækkað um launaflokk. Ofan á það bætist að í þessari launaþoku skortir yfirsýn yfir raunverulegar launahækkanir og þar á meðal þá áráttu að borga körlum í raun hærri laun en konum, hvað sem lögin segja. Það heldur nefnilega ekki vatni að ástæðan fyrir þessum mun sé hvað karlar séu miklu fylgnari sér og duglegri að halda sínum hlut í launasamningum. Undirliggjandi er sú gamla klisja að karlar séu fyrirvinnur heimila og þurfi því hærri laun til að geta framfleytt fjölskyldunni, þar á meðal konunni sem ekki nýtur sömu sömu launakjara og þeir. Það er með algjörum ólíkindum á því herrans ári 2014 að enn sé leynt og ljóst álitið að karlinum beri að hafa konuna á framfæri ef hún er ekki matvinnungur, en það þarf ekki að grafa djúpt undir yfirborð umræðunnar til að það viðhorf skjóti upp kollinum. Svo ekki sé nú minnst á allar „fræðigreinarnar“ á netinu sem fullyrða að sjálfsmynd og sjálfsálit karlmanna skerðist sé konan launahærri en þeir. Það sé árás á karlmennskuna að borga konum sömu laun og körlunum þeirra. Það var og. Skýringarnar á launamuninum eru eflaust margar en launaleyndin er þó mesti sökudólgurinn. Á meðan hún er við lýði er erfitt fyrir konur að rísa upp og brjóta þennan hvimleiða ósið á bak aftur. Hvernig á að sigra óvin sem ekki sést? Það hlýtur að vera lágmarkskrafa að látið sé af þeim feluleik sé einhver áhugi í raun fyrir hendi á því að jafna launamuninn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Fyrsti 1001 dagurinn: Ungbörn geta ekki beðið! Anna María Jónsdóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Bakslag í launajöfnuði kynjanna hefur enn og aftur skotið upp kollinum. Það virðist vera óvinnandi vegur að koma því í gegn að konur og karlar fái greidd sömu laun fyrir sömu vinnu, þrátt fyrir að lög hafi kveðið svo á um áratugum saman. Jafnvel þótt grunnlaun séu þau sömu virðast karlar lunknari við að næla sér í alls kyns sporslur og fríðindi framhjá launastefnum. Eða hvað? Er raunin kannski sú að launagreiðendum þyki það ennþá óeðlilegt að bjóða körlum sömu laun og sessunautum þeirra af kvenkyni og séu því duglegri að bjóða þeim hærri laun í formi óunninnar yfirvinnu – hvað sem það nú þýðir – bílastyrkja og annarra fríðinda? Allt með leynd auðvitað. Árni Stefán Jónsson, formaður Starfsmannafélags ríkisins, segir í frétt Fréttablaðsins í dag að þessi þáttur hafi fylgt ríkisstarfsmönnum lengi. Hann segir að það verði til einhver menning í kringum þessi launamál, það verði til feluleikur. Stjórnendur ríkisstofnana búi til óunna yfirvinnu eða aðrar sporslur til þess að fela laun gagnvart öðrum starfsmönnum og jafnvel til þess að fela laun gagnvart ráðuneytinu. Það er sem sagt ekki nóg með að launaleyndin ali á óvissu og tortryggni milli starfsmanna heldur er líka verið í feluleik gagnvart launagreiðandanum, ríkinu sjálfu. Grunnlaununum er haldið niðri vegna þess að ríkið græðir á því að halda þeim í lágmarki vegna skuldbindinga gagnvart lífeyrissjóðum. Feluleikurinn er sem sagt margfaldur og eins og Árni Stefán segir gæti ástæðan hugsanlega verið sú að það sé auðveldara að taka óunna yfirvinnu aftur af starfsfólkinu en að draga launahækkanir til baka þegar fólk hefur verið hækkað um launaflokk. Ofan á það bætist að í þessari launaþoku skortir yfirsýn yfir raunverulegar launahækkanir og þar á meðal þá áráttu að borga körlum í raun hærri laun en konum, hvað sem lögin segja. Það heldur nefnilega ekki vatni að ástæðan fyrir þessum mun sé hvað karlar séu miklu fylgnari sér og duglegri að halda sínum hlut í launasamningum. Undirliggjandi er sú gamla klisja að karlar séu fyrirvinnur heimila og þurfi því hærri laun til að geta framfleytt fjölskyldunni, þar á meðal konunni sem ekki nýtur sömu sömu launakjara og þeir. Það er með algjörum ólíkindum á því herrans ári 2014 að enn sé leynt og ljóst álitið að karlinum beri að hafa konuna á framfæri ef hún er ekki matvinnungur, en það þarf ekki að grafa djúpt undir yfirborð umræðunnar til að það viðhorf skjóti upp kollinum. Svo ekki sé nú minnst á allar „fræðigreinarnar“ á netinu sem fullyrða að sjálfsmynd og sjálfsálit karlmanna skerðist sé konan launahærri en þeir. Það sé árás á karlmennskuna að borga konum sömu laun og körlunum þeirra. Það var og. Skýringarnar á launamuninum eru eflaust margar en launaleyndin er þó mesti sökudólgurinn. Á meðan hún er við lýði er erfitt fyrir konur að rísa upp og brjóta þennan hvimleiða ósið á bak aftur. Hvernig á að sigra óvin sem ekki sést? Það hlýtur að vera lágmarkskrafa að látið sé af þeim feluleik sé einhver áhugi í raun fyrir hendi á því að jafna launamuninn.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun