Hin eina sanna megrunarpilla Teitur Guðmundsson skrifar 16. september 2014 10:38 Við horfum fram á verulegan vanda í flestum vestrænum þjóðfélögum og víðar reyndar, sem felst í geysilegri þyngdaraukningu heilu samfélaganna frá barnsaldri til elliáranna. Hér á Íslandi glímum við við sömu atriði og allir hinir og okkur er ekki að takast sérlega vel að leysa úr þeim, ekki frekar en öðrum þjóðum. Það mun reynast okkur dýrkeypt ef við náum ekki að snúa þróuninni við og munu lífsstílssjúkdómar herja enn frekar á okkur en þegar er orðið með tilheyrandi kostnaði og vanheilsu. Ástæður þessa geta ekki verið annað en fjölþættar og þar af leiðir að lausnin getur aldrei orðið önnur en fjölþætt. Þá er deginum ljósara að erfðir, umhverfi og uppeldi spila mjög stórt hlutverk í þróun lífsstílssjúkdómaMikill markaður fyrir töfralausnir Þegar tekist er á um það í hvaða átt skal haldið koma til persónulegt valfrelsi hvers einstaklings hvort heldur sem er varðandi fæðu eða hreyfingu, pólitískar ákvarðanir um skattlagningu eða skattfrelsi á matvöru svo dæmi séu tekin auk stefnumörkunar í lýðheilsu- og heilbrigðismálum. Peningar skipta máli, bæði ráðstöfunartekjur einstaklinga sem og ríkisins. Þá má að sjálfsögðu ekki gleyma þeim þætti er lýtur að fræðslunni sem er gífurlega mikilvægur og nauðsyn þess að gefnar séu góðar og gagnlegar upplýsingar. Krafan um að þær séu gagnreyndar er sterk af hálfu fræðasamfélagsins, en eðli málsins samkvæmt verður hluti þeirra engu að síður ekki á þeim forsendum. Þó má ætla að alltaf sé byggt á nýjustu þekkingu hvers tíma, hverju sinni. Hafandi sagt þetta er ljóst að markaðurinn fyrir töfralausnir er gríðarlega mikill og „hin eina sanna megrunarpilla“ mun gera hvern þann sem hana þróar og selur auðugri en hann getur ímyndað sér, svo fremi sem hún virkar. Lauslega áætlað er á bilinu fimmtungur til þriðjungur einstaklinga í vestrænum ríkjum í ofþyngd/offituástandi, eftir því hvernig á það er litið og má ætla að verulegur hluti þeirra sé einmitt að leita lausna. Sú lausn hefur enn ekki fundist í raun og mörg lyf sem þróuð hafa verið í þessum tilgangi hafa farið af markaði sökum aukaverkana og/eða lélegrar sölu, en markaðslegur ávinningur er gríðarlegur fái lyf skráningu og sé talið virkt, jafnvel bara í stuttan tíma. Því halda lyfjafyrirtækin að sjálfsögðu áfram rannsóknum og nú fyrir nokkrum dögum fékk enn eitt slíkt lyf leyfi frá FDA (Food and Drug Administration) í Bandaríkjunum, en það á líka að virka fyrir þá sem flokkast í ofþyngd en eru með háan blóðþrýsting, sykursýki eða blóðfituhækkun. Semsé fullt hús.Spaugilegur árangur Það má segja að það sé næsta spaugilegt að lesa um þann árangur sem lyfið á að ná en þarna er verið að blanda saman tveim þekktum lyfjum, annars vegar geðlyfi og hins vegar lyfi gegn fíkn. Útkoman er pilla sem á að hafa áhrif á löngunina til að borða. Lyfið fær markaðsleyfi þrátt fyrir að vísindamennirnir sem þróuðu það viti ekki alveg hvernig það virkar. Þess er krafist að frekari rannsóknir verði gerðar með tilliti til öryggis gagnvart sjúklingum sem eiga æðaáföll á hættu, sem er auðvitað stór hluti af þeim sem glíma við lífsstílssjúkdóma. Til viðbótar við þetta kemur fram að lyfið virki ekki eitt og sér heldur eingöngu hjá þeim sem taka til í mataræði sínu og hreyfingu samtímis, sem reyndar er grundvallaratriði hjá öllum sem ætla að megrast! Best þótti mér þó að munurinn sem ætla má að náist er 5% meira þyngdartap með notkun þessa lyfs í samanburði við lyfleysu. Þið munið kannski að ég sagði að lyfið hefði áhrif á löngunina til að borða, í rannsóknum kom fram að 34% þátttakenda kvörtuðu um ógleði, aðrar aukaverkanir voru niðurgangur, uppköst, svimi, munnþurrkur og hægðatregða. Er nema von að þátttakendur á lyfinu hafi grennst meira en þeir á lyfleysu? Ég bara spyr.Enn langt í landMeð þetta nýjasta megrunarlyf á markaði og jafn auman árangur held ég að megi fullyrða að langt sé í land að við finnum hina einu sönnu megrunarpillu. Það liggur fyrir að við glímum við stórkostlegan heilsuvanda til framtíðar sem verður einungis leystur með samtakamætti allra hagsmunaaðila. Þá er líka ljóst að fræðsla og stuðningur við rétt val á fæðu og hreyfingu fyrir hvern og einn einstakling auk andlegrar styrkingar hans mun alltaf vega þyngra en nokkuð annað og er eina leiðin að langtímaárangri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Við horfum fram á verulegan vanda í flestum vestrænum þjóðfélögum og víðar reyndar, sem felst í geysilegri þyngdaraukningu heilu samfélaganna frá barnsaldri til elliáranna. Hér á Íslandi glímum við við sömu atriði og allir hinir og okkur er ekki að takast sérlega vel að leysa úr þeim, ekki frekar en öðrum þjóðum. Það mun reynast okkur dýrkeypt ef við náum ekki að snúa þróuninni við og munu lífsstílssjúkdómar herja enn frekar á okkur en þegar er orðið með tilheyrandi kostnaði og vanheilsu. Ástæður þessa geta ekki verið annað en fjölþættar og þar af leiðir að lausnin getur aldrei orðið önnur en fjölþætt. Þá er deginum ljósara að erfðir, umhverfi og uppeldi spila mjög stórt hlutverk í þróun lífsstílssjúkdómaMikill markaður fyrir töfralausnir Þegar tekist er á um það í hvaða átt skal haldið koma til persónulegt valfrelsi hvers einstaklings hvort heldur sem er varðandi fæðu eða hreyfingu, pólitískar ákvarðanir um skattlagningu eða skattfrelsi á matvöru svo dæmi séu tekin auk stefnumörkunar í lýðheilsu- og heilbrigðismálum. Peningar skipta máli, bæði ráðstöfunartekjur einstaklinga sem og ríkisins. Þá má að sjálfsögðu ekki gleyma þeim þætti er lýtur að fræðslunni sem er gífurlega mikilvægur og nauðsyn þess að gefnar séu góðar og gagnlegar upplýsingar. Krafan um að þær séu gagnreyndar er sterk af hálfu fræðasamfélagsins, en eðli málsins samkvæmt verður hluti þeirra engu að síður ekki á þeim forsendum. Þó má ætla að alltaf sé byggt á nýjustu þekkingu hvers tíma, hverju sinni. Hafandi sagt þetta er ljóst að markaðurinn fyrir töfralausnir er gríðarlega mikill og „hin eina sanna megrunarpilla“ mun gera hvern þann sem hana þróar og selur auðugri en hann getur ímyndað sér, svo fremi sem hún virkar. Lauslega áætlað er á bilinu fimmtungur til þriðjungur einstaklinga í vestrænum ríkjum í ofþyngd/offituástandi, eftir því hvernig á það er litið og má ætla að verulegur hluti þeirra sé einmitt að leita lausna. Sú lausn hefur enn ekki fundist í raun og mörg lyf sem þróuð hafa verið í þessum tilgangi hafa farið af markaði sökum aukaverkana og/eða lélegrar sölu, en markaðslegur ávinningur er gríðarlegur fái lyf skráningu og sé talið virkt, jafnvel bara í stuttan tíma. Því halda lyfjafyrirtækin að sjálfsögðu áfram rannsóknum og nú fyrir nokkrum dögum fékk enn eitt slíkt lyf leyfi frá FDA (Food and Drug Administration) í Bandaríkjunum, en það á líka að virka fyrir þá sem flokkast í ofþyngd en eru með háan blóðþrýsting, sykursýki eða blóðfituhækkun. Semsé fullt hús.Spaugilegur árangur Það má segja að það sé næsta spaugilegt að lesa um þann árangur sem lyfið á að ná en þarna er verið að blanda saman tveim þekktum lyfjum, annars vegar geðlyfi og hins vegar lyfi gegn fíkn. Útkoman er pilla sem á að hafa áhrif á löngunina til að borða. Lyfið fær markaðsleyfi þrátt fyrir að vísindamennirnir sem þróuðu það viti ekki alveg hvernig það virkar. Þess er krafist að frekari rannsóknir verði gerðar með tilliti til öryggis gagnvart sjúklingum sem eiga æðaáföll á hættu, sem er auðvitað stór hluti af þeim sem glíma við lífsstílssjúkdóma. Til viðbótar við þetta kemur fram að lyfið virki ekki eitt og sér heldur eingöngu hjá þeim sem taka til í mataræði sínu og hreyfingu samtímis, sem reyndar er grundvallaratriði hjá öllum sem ætla að megrast! Best þótti mér þó að munurinn sem ætla má að náist er 5% meira þyngdartap með notkun þessa lyfs í samanburði við lyfleysu. Þið munið kannski að ég sagði að lyfið hefði áhrif á löngunina til að borða, í rannsóknum kom fram að 34% þátttakenda kvörtuðu um ógleði, aðrar aukaverkanir voru niðurgangur, uppköst, svimi, munnþurrkur og hægðatregða. Er nema von að þátttakendur á lyfinu hafi grennst meira en þeir á lyfleysu? Ég bara spyr.Enn langt í landMeð þetta nýjasta megrunarlyf á markaði og jafn auman árangur held ég að megi fullyrða að langt sé í land að við finnum hina einu sönnu megrunarpillu. Það liggur fyrir að við glímum við stórkostlegan heilsuvanda til framtíðar sem verður einungis leystur með samtakamætti allra hagsmunaaðila. Þá er líka ljóst að fræðsla og stuðningur við rétt val á fæðu og hreyfingu fyrir hvern og einn einstakling auk andlegrar styrkingar hans mun alltaf vega þyngra en nokkuð annað og er eina leiðin að langtímaárangri.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun