Endurmenntun fyrir foreldra Álfrún Pálsdóttir skrifar 26. ágúst 2014 10:30 „Mamma, hvað er eiginlega heimurinn? Hvað er uppi í himninum? Er annar heimur, alveg eins og þessi, sem við förum til þegar við deyjum? Hvers vegna er heimurinn til?“ Já, það eru ekki einfaldar spurningarnar sem dynja á manni þegar ein sex ára stjórnar heimilinu. Alveg sama hvort klukkan sé dagur eða nótt, þá þarf að vera með svör á reiðum höndum fyrir dömuna sem hefur óbilandi trú á gáfnafari foreldranna. Sú stutta tekur sem sé ekki bulli sem svari heldur krefst hún alvöru svara. Það þýðir ekkert fyrir móðurina að reyna að fabúlera eitthvað um stjörnur, tungl, aðdráttarafl, sporbaug jarðar, geiminn og guð. Hún er ekki að kaupa það og vill að farið sé út í smáatriði. Svari fylgir oftast bara önnur spurning, flóknari ef eitthvað er. Af hverju þetta og af hverju hitt. Í dag er tímamótadagur hjá stúlkunni knáu því hún er að hefja sína skólagöngu. Fyrir helgi gekk hún röskum skrefum á sinn fyrsta fund með umsjónarkennara og á eftir fylgdu örlítið tvístígandi foreldrar. Óöryggið skein líklegast í gegn því kennarinn tjáði okkur að það væru ekki síst tímamót fyrir foreldra að byrja með barn í skóla í fyrsta sinn. Meyra móðirin kinkaði kolli og áttaði sig á að nú tæki alvaran við. Það má gera ráð fyrir að spurningaflóðið muni einungis aukast með árunum og áður en við vitum af verður hún farin að troða bullsvörunum aftur ofan í okkur. Það er því ekki seinna vænna en að dusta rykið af sögubókunum (hvenær var þorskastríðið?), stærðfræðinni (hvað er aftur pí og kvaðratrót?) og ekki síst eðlisfræðinni, sem var ekki mín sterkasta hlið í skóla. Það ættu í raun að vera í boði svona endurmenntunarnámskeið fyrir foreldra skólabarna til upprifjunar, bara svo að foreldrar sitji ekki sveittir yfir heimalærdómnum með óþolinmóðum börnum sem þurfa hjálp. Ég þarf reyndar ekki að hafa áhyggjur af því enn þá en stutt, einföld og laggóð svör við ofangreindum spurningum óskast hið fyrsta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Álfrún Pálsdóttir Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun
„Mamma, hvað er eiginlega heimurinn? Hvað er uppi í himninum? Er annar heimur, alveg eins og þessi, sem við förum til þegar við deyjum? Hvers vegna er heimurinn til?“ Já, það eru ekki einfaldar spurningarnar sem dynja á manni þegar ein sex ára stjórnar heimilinu. Alveg sama hvort klukkan sé dagur eða nótt, þá þarf að vera með svör á reiðum höndum fyrir dömuna sem hefur óbilandi trú á gáfnafari foreldranna. Sú stutta tekur sem sé ekki bulli sem svari heldur krefst hún alvöru svara. Það þýðir ekkert fyrir móðurina að reyna að fabúlera eitthvað um stjörnur, tungl, aðdráttarafl, sporbaug jarðar, geiminn og guð. Hún er ekki að kaupa það og vill að farið sé út í smáatriði. Svari fylgir oftast bara önnur spurning, flóknari ef eitthvað er. Af hverju þetta og af hverju hitt. Í dag er tímamótadagur hjá stúlkunni knáu því hún er að hefja sína skólagöngu. Fyrir helgi gekk hún röskum skrefum á sinn fyrsta fund með umsjónarkennara og á eftir fylgdu örlítið tvístígandi foreldrar. Óöryggið skein líklegast í gegn því kennarinn tjáði okkur að það væru ekki síst tímamót fyrir foreldra að byrja með barn í skóla í fyrsta sinn. Meyra móðirin kinkaði kolli og áttaði sig á að nú tæki alvaran við. Það má gera ráð fyrir að spurningaflóðið muni einungis aukast með árunum og áður en við vitum af verður hún farin að troða bullsvörunum aftur ofan í okkur. Það er því ekki seinna vænna en að dusta rykið af sögubókunum (hvenær var þorskastríðið?), stærðfræðinni (hvað er aftur pí og kvaðratrót?) og ekki síst eðlisfræðinni, sem var ekki mín sterkasta hlið í skóla. Það ættu í raun að vera í boði svona endurmenntunarnámskeið fyrir foreldra skólabarna til upprifjunar, bara svo að foreldrar sitji ekki sveittir yfir heimalærdómnum með óþolinmóðum börnum sem þurfa hjálp. Ég þarf reyndar ekki að hafa áhyggjur af því enn þá en stutt, einföld og laggóð svör við ofangreindum spurningum óskast hið fyrsta.
Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun