Aukin framleiðni, meiri hamingja, minna stress Teitur Guðmundsson skrifar 19. ágúst 2014 09:00 Hver kannast ekki við það að vinna aðeins fram eftir, vera of seinn til dæmis að sækja börnin í skóla eða leikskóla, gleyma sér í vinnunni? Svara tölvupósti á kvöldin þar sem ekki náðist að ganga frá honum í vinnutíma eða jafnvel taka fundi eftir vinnu, um kvöld og helgar. Þurfa að ganga á frítíma sinn og sinna nánustu til að klára verkefni? Líklega kannast flestir stjórnendur við slíkt og eiga í mismiklum vandræðum með að samræma vinnu og einkalíf. Þá hefur töluvert verið fjallað um kulnun og álag í starfi, undirmönnun samanber heilbrigðisstarfsmenn sem hlaupa hraðar og komast varla á klósett og ýmsa fleiri í viðlíka stöðu. Ekki má gleyma þeim sem standa vaktir við hina ýmsu vinnu og eru á skjön við aðra fjölskyldumeðlimi í rútínunni, hvað þá að þeir fái reglubundinn svefn og nærist á hefðbundnum tímum. Þeir sem þurfa að vinna auka- og yfirvinnu til að hafa í sig og á og þannig mætti lengi telja.Meiri sveigjanleiki Vinnan göfgar manninn, sagði einhver, og er það eflaust rétt, hlutverk, ábyrgð og samneyti við annað fólk skiptir máli fyrir fjárhag, heilsu og sjálfstæði hvers og eins. Talsverð umræða hefur þó spunnist um vinnuframlag og framleiðni undanfarið. Aukinn þungi er varðandi það að draga úr viðveru, stytta vinnuvikuna og auka sveigjanleika starfsmanna. Vísað er í ýmsar tölur því til stuðnings og samanburð á milli landa. Í sömu andrá er rætt að þrátt fyrir skemmri vinnutíma verði að finna leiðir til að viðhalda sömu kjörum, því ef slíkt ekki takist snúist það upp í andhverfu sína, að draga úr vinnu. Sumir sérfræðingar á sviði heilsu og vinnuverndar hafa bent á það að það gæti verið þjóðhagslega hagkvæmt að fara slíka leið. Sérstaklega er hægt að benda á John Ashton sem er læknir og prófessor í Bretlandi og fer fyrir lýðheilsumálum þar í landi í UK Faculty of Public Health, en margir fleiri þá líka hérlendis hafa imprað á slíku og má nefna Samtök iðnaðarins, BSRB, Reykjavíkurborg og ýmsa fleiri.Tími fyrir hugðarefnin Hægt er að ímynda sér að starfsmenn myndu fagna þessari breyttu tilhögun og samneyti milli foreldra og barna, fjölskyldu, vina og kunningja gæti aukist. Meiri tími skapaðist fyrir hugðarefni og verkefni sem alla jafnan falla utan vinnutíma. Þá er einnig bent á það víða að slíkt fyrirkomulag auki framleiðni og hagnað fyrirtækja og jafnvel heilu þjóðanna. Aðrir hafa bent á að ekki sé allt reiknað með í jöfnunni þar að lútandi, en engu að síður verðum við Íslendingar að vera reiðubúnir að skoða slíkar breytingar með opnum huga. Í þessu samhengi er áhugavert að skoða tölur, í Bandaríkjunum vinnur 1 af hverjum 9 einstaklingum 50 klst. vinnuviku eða lengri, í Þýskalandi 1 af 18, Svíþjóð 1 af 81. Meðalvinnuvika á Íslandi er hvað lengst í Evrópu og vinna Íslendingar samkvæmt gögnum OECD flestar vinnustundir þjóða í Skandinavíu. Áhrifin á heilsu fólks eru gífurleg en þar er meðal annars bent á það að andleg líðan og streita sem skapast við þessar kringumstæður getur verið bókstaflega sjúkdómsvaldandi á margvíslegan hátt. Við þekkjum það að depurð, þunglyndi og kvíði eru meðal algengustu orsaka fyrir vanvirkni og örorku auk stoðkerfisvanda sem oftsinnis skapast vegna langvarandi álags við vinnu. Við höfum ítrekað fengið fregnir af því að Íslendingar eigi met í notkun þunglyndislyfja og svefnlyfja sem líklega að einhverju leyti má rekja til umhverfisþátta eins og vinnuálags. En hér spila einnig hjarta- og æðasjúkdómar, krabbamein, offita, sykursýki og hvers konar aðrir sjúkdómar með og aukast líkurnar á þeim öllum sé ekki jafnvægi milli vinnu og einkalífs.Minna um veikindi Þar sem ekki er að vænta að skipulag sem þetta hljóti hljómgrunn nema atvinnurekendur og ríki sjái sér hag í því er vert að benda á þá staðreynd að talið er að svokölluð skammtímaveikindi myndu minnka sem og langtímaveikindi, auk þess hefur verið bent á lækkun slysatíðni í sömu andrá. Að ógleymdri aukinni framleiðni. Ef veikindi á Íslandi eru talin saman kosta þau tugi milljarða á ári hverju. Auðvitað er ekki raunhæft að draga með öllu úr þeim, en ef við gefum okkur að þeim myndi fækka sem nemur 20 af hundraði gætu það verið allt að 5-10 milljarðar á hverju ári sem sköpuðust þar eingöngu. Það er því til mikils að vinna, ekki bara í því tilliti að auka hamingju og vellíðan sem ætti þó alltaf að vera í fyrsta sæti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Hver kannast ekki við það að vinna aðeins fram eftir, vera of seinn til dæmis að sækja börnin í skóla eða leikskóla, gleyma sér í vinnunni? Svara tölvupósti á kvöldin þar sem ekki náðist að ganga frá honum í vinnutíma eða jafnvel taka fundi eftir vinnu, um kvöld og helgar. Þurfa að ganga á frítíma sinn og sinna nánustu til að klára verkefni? Líklega kannast flestir stjórnendur við slíkt og eiga í mismiklum vandræðum með að samræma vinnu og einkalíf. Þá hefur töluvert verið fjallað um kulnun og álag í starfi, undirmönnun samanber heilbrigðisstarfsmenn sem hlaupa hraðar og komast varla á klósett og ýmsa fleiri í viðlíka stöðu. Ekki má gleyma þeim sem standa vaktir við hina ýmsu vinnu og eru á skjön við aðra fjölskyldumeðlimi í rútínunni, hvað þá að þeir fái reglubundinn svefn og nærist á hefðbundnum tímum. Þeir sem þurfa að vinna auka- og yfirvinnu til að hafa í sig og á og þannig mætti lengi telja.Meiri sveigjanleiki Vinnan göfgar manninn, sagði einhver, og er það eflaust rétt, hlutverk, ábyrgð og samneyti við annað fólk skiptir máli fyrir fjárhag, heilsu og sjálfstæði hvers og eins. Talsverð umræða hefur þó spunnist um vinnuframlag og framleiðni undanfarið. Aukinn þungi er varðandi það að draga úr viðveru, stytta vinnuvikuna og auka sveigjanleika starfsmanna. Vísað er í ýmsar tölur því til stuðnings og samanburð á milli landa. Í sömu andrá er rætt að þrátt fyrir skemmri vinnutíma verði að finna leiðir til að viðhalda sömu kjörum, því ef slíkt ekki takist snúist það upp í andhverfu sína, að draga úr vinnu. Sumir sérfræðingar á sviði heilsu og vinnuverndar hafa bent á það að það gæti verið þjóðhagslega hagkvæmt að fara slíka leið. Sérstaklega er hægt að benda á John Ashton sem er læknir og prófessor í Bretlandi og fer fyrir lýðheilsumálum þar í landi í UK Faculty of Public Health, en margir fleiri þá líka hérlendis hafa imprað á slíku og má nefna Samtök iðnaðarins, BSRB, Reykjavíkurborg og ýmsa fleiri.Tími fyrir hugðarefnin Hægt er að ímynda sér að starfsmenn myndu fagna þessari breyttu tilhögun og samneyti milli foreldra og barna, fjölskyldu, vina og kunningja gæti aukist. Meiri tími skapaðist fyrir hugðarefni og verkefni sem alla jafnan falla utan vinnutíma. Þá er einnig bent á það víða að slíkt fyrirkomulag auki framleiðni og hagnað fyrirtækja og jafnvel heilu þjóðanna. Aðrir hafa bent á að ekki sé allt reiknað með í jöfnunni þar að lútandi, en engu að síður verðum við Íslendingar að vera reiðubúnir að skoða slíkar breytingar með opnum huga. Í þessu samhengi er áhugavert að skoða tölur, í Bandaríkjunum vinnur 1 af hverjum 9 einstaklingum 50 klst. vinnuviku eða lengri, í Þýskalandi 1 af 18, Svíþjóð 1 af 81. Meðalvinnuvika á Íslandi er hvað lengst í Evrópu og vinna Íslendingar samkvæmt gögnum OECD flestar vinnustundir þjóða í Skandinavíu. Áhrifin á heilsu fólks eru gífurleg en þar er meðal annars bent á það að andleg líðan og streita sem skapast við þessar kringumstæður getur verið bókstaflega sjúkdómsvaldandi á margvíslegan hátt. Við þekkjum það að depurð, þunglyndi og kvíði eru meðal algengustu orsaka fyrir vanvirkni og örorku auk stoðkerfisvanda sem oftsinnis skapast vegna langvarandi álags við vinnu. Við höfum ítrekað fengið fregnir af því að Íslendingar eigi met í notkun þunglyndislyfja og svefnlyfja sem líklega að einhverju leyti má rekja til umhverfisþátta eins og vinnuálags. En hér spila einnig hjarta- og æðasjúkdómar, krabbamein, offita, sykursýki og hvers konar aðrir sjúkdómar með og aukast líkurnar á þeim öllum sé ekki jafnvægi milli vinnu og einkalífs.Minna um veikindi Þar sem ekki er að vænta að skipulag sem þetta hljóti hljómgrunn nema atvinnurekendur og ríki sjái sér hag í því er vert að benda á þá staðreynd að talið er að svokölluð skammtímaveikindi myndu minnka sem og langtímaveikindi, auk þess hefur verið bent á lækkun slysatíðni í sömu andrá. Að ógleymdri aukinni framleiðni. Ef veikindi á Íslandi eru talin saman kosta þau tugi milljarða á ári hverju. Auðvitað er ekki raunhæft að draga með öllu úr þeim, en ef við gefum okkur að þeim myndi fækka sem nemur 20 af hundraði gætu það verið allt að 5-10 milljarðar á hverju ári sem sköpuðust þar eingöngu. Það er því til mikils að vinna, ekki bara í því tilliti að auka hamingju og vellíðan sem ætti þó alltaf að vera í fyrsta sæti.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun