Akkuru Halla Þórlaug Óskarsdóttir skrifar 13. ágúst 2014 07:00 Systurdóttir mín er á áhugaverðum aldri. Eða öllu heldur aldri hins óbilandi áhuga. Ja, eða ennfremur aldri hinna óteljandi spurninga. Hún tekur engu sem sjálfsögðum hlut. „Akkurru ætlarðu að vera í þessari peysu?“ „Af því ég er með gæsahúð.“ „Akkurru ertu þá með hettuna?“ Hún setur spurningamerki við allt. Svörin líka. Bróðursonur minn er nokkrum árum eldri og ekki alveg jafnhissa á heiminum. Ég veit svo sem ekki hvort hann hafi fengið svör við öllum sínum spurningum en frænka mín telur hann allavega hafa þau á reiðum höndum. Og yfirleitt er hann fljótur til svars. „Akkurru er pabbi þinn með skegg hér?“ „Útaf því að það bara vex á körlum.“ Á átjándu spurningu getur verið freistandi að svara með hinu aldrepandi „afþvíbara“. Kannski ættum við samt oftar að staldra við og taka þessi spurulu börn til fyrirmyndar, vegna þess að mörgu má alveg velta fyrir sér. Af hverju ganga strákar ekki í kjólum? Af hverju mála stelpur sig? Af hverju eru glerflöskur endurunnar en ekki endurnýttar? Litla frænka mín truflar mig við þessar heimspekilegu vangaveltur og rekur fréttasíðu framan í mig. „Akkurru dó þessi leikari?“ Mér finnst svo mikilvægt að spyrja spurninga og þess vegna reyni ég alltaf að svara þegar frænka mín spyr. En stundum rekur mig í rogastans. Ég hika og horfi á myndina af Robin Williams. „Hann ... hann var bara orðinn svo rosalega lasinn. Í hjartanu.“ Hún horfir á myndina. Lítur svo á mig. „Er hann til í alvörunni?“ „Já.“ „Akkurru var hann veikur?“ Aftur hika ég. „Umm... Það er góð spurning. Sumir verða veikir.“ Við sitjum þegjandi í dálitla stund og brátt hefur hún gleymt sér í tölvuleik. Skyndilega dettur mér í hug að snúa vörn í sókn. „Af hverju gerirðu svona?“ segi ég og bendi á skjáinn. Frænka mín lítur upp með vanþóknunarsvip og horfir á mig í dálitla stund áður en hún yppir öxlum og heldur áfram í leiknum. Sumar spurningar eru einfaldlega ekki svaraverðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þórlaug Óskarsdóttir Mest lesið Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Systurdóttir mín er á áhugaverðum aldri. Eða öllu heldur aldri hins óbilandi áhuga. Ja, eða ennfremur aldri hinna óteljandi spurninga. Hún tekur engu sem sjálfsögðum hlut. „Akkurru ætlarðu að vera í þessari peysu?“ „Af því ég er með gæsahúð.“ „Akkurru ertu þá með hettuna?“ Hún setur spurningamerki við allt. Svörin líka. Bróðursonur minn er nokkrum árum eldri og ekki alveg jafnhissa á heiminum. Ég veit svo sem ekki hvort hann hafi fengið svör við öllum sínum spurningum en frænka mín telur hann allavega hafa þau á reiðum höndum. Og yfirleitt er hann fljótur til svars. „Akkurru er pabbi þinn með skegg hér?“ „Útaf því að það bara vex á körlum.“ Á átjándu spurningu getur verið freistandi að svara með hinu aldrepandi „afþvíbara“. Kannski ættum við samt oftar að staldra við og taka þessi spurulu börn til fyrirmyndar, vegna þess að mörgu má alveg velta fyrir sér. Af hverju ganga strákar ekki í kjólum? Af hverju mála stelpur sig? Af hverju eru glerflöskur endurunnar en ekki endurnýttar? Litla frænka mín truflar mig við þessar heimspekilegu vangaveltur og rekur fréttasíðu framan í mig. „Akkurru dó þessi leikari?“ Mér finnst svo mikilvægt að spyrja spurninga og þess vegna reyni ég alltaf að svara þegar frænka mín spyr. En stundum rekur mig í rogastans. Ég hika og horfi á myndina af Robin Williams. „Hann ... hann var bara orðinn svo rosalega lasinn. Í hjartanu.“ Hún horfir á myndina. Lítur svo á mig. „Er hann til í alvörunni?“ „Já.“ „Akkurru var hann veikur?“ Aftur hika ég. „Umm... Það er góð spurning. Sumir verða veikir.“ Við sitjum þegjandi í dálitla stund og brátt hefur hún gleymt sér í tölvuleik. Skyndilega dettur mér í hug að snúa vörn í sókn. „Af hverju gerirðu svona?“ segi ég og bendi á skjáinn. Frænka mín lítur upp með vanþóknunarsvip og horfir á mig í dálitla stund áður en hún yppir öxlum og heldur áfram í leiknum. Sumar spurningar eru einfaldlega ekki svaraverðar.
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun