Krónuþráhyggjan Martha Árnadóttir skrifar 13. ágúst 2014 07:30 Um fátt er meira rætt á Íslandi en krónur, fjölda þeirra, hverjir eiga þær og hverjir engar. Hversu margar krónur eru nógu margar krónur og hvert á að sækja þær krónur sem upp á vantar, hver á að dreifa þeim, láta þá hafa sem engar eiga – og af hverju eiga þeir engar og aðrir svona margar – og svo auðvitað hvaða krónur eru vel og illa fengnar. Þetta er rætt alla daga í fjölmiðlum, á samfélagsmiðlum, í kommentakerfum, bloggum og kaffistofum. Huglæg fátækt Aftur á móti fer mjög lítið fyrir almennri umræðu um stöðu annarra verðmæta sem kalla mætti „huglæg verðmæti“. Þá á ég ekki við andleg eða einhvers konar „spiritual“ verðmæti heldur mun frekar verðmæti sem tengjast getu okkar til að taka ákvarðanir frá degi til dags, hinar fjölmörgu litlu ákvarðanir sem marka kúrsinn í lífi okkar annaðhvort smátt og smátt, svo smátt að við tökum varla eftir því að við stefnum hægt og örugglega að feigðarósi, og svo hinar stóru sem skipta sköpum á örstuttum tíma. En – hvað er svo sem hægt að ræða þetta, engin vísitala, enginn til að krefja úrlausna, ekki einu sinni Seðlabanki til að skamma eða stjórnmálamenn til að gera lítið úr. Ímyndunarafl og sannfæring Í bók sinni Íkarusblekkingin hvetur Mr. Godin okkur til að vera listamenn á okkar eigin forsendum, hætta að máta okkur í starfsheiti, stöður, merkimiða eða aðra ramma sem þegar hafa verið meitlaðir af samfélaginu. Að sjálfsögðu er það ekki einfalt því flestum, þó ekki öllum, finnst erfitt að máta sig í eitthvað sem er ekki til, auðvitað, því það er ekki hægt nema með einbeittu ímyndunarafli og sterkri tilfinningu, sem er einmitt eiginleiki svo margra sem hafa skilið svo mikið eftir sig. Vertu listamaður Að feta ótroðna slóð krefst heilmikils kjarks og samkvæmt skilgreiningu Mr. Godin verður „listaverk“ að uppfylla þrennt; að það það breyti heiminum örlítið, að það sé gert af heilum hug, sannfæringu og örlæti og að það felist í því áhætta að framkvæma það. Form og rammar hvers tíma eru svo takmarkandi og koma iðulega í veg fyrir fullan blóma hjá alltof mörgum einstaklingum. Vertu listamaður í stað þess að vera kokkur, forstjóri, framsóknarmaður, kona og leyfðu lífinu að koma þér á óvart! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Martha Árnadóttir Mest lesið Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Um fátt er meira rætt á Íslandi en krónur, fjölda þeirra, hverjir eiga þær og hverjir engar. Hversu margar krónur eru nógu margar krónur og hvert á að sækja þær krónur sem upp á vantar, hver á að dreifa þeim, láta þá hafa sem engar eiga – og af hverju eiga þeir engar og aðrir svona margar – og svo auðvitað hvaða krónur eru vel og illa fengnar. Þetta er rætt alla daga í fjölmiðlum, á samfélagsmiðlum, í kommentakerfum, bloggum og kaffistofum. Huglæg fátækt Aftur á móti fer mjög lítið fyrir almennri umræðu um stöðu annarra verðmæta sem kalla mætti „huglæg verðmæti“. Þá á ég ekki við andleg eða einhvers konar „spiritual“ verðmæti heldur mun frekar verðmæti sem tengjast getu okkar til að taka ákvarðanir frá degi til dags, hinar fjölmörgu litlu ákvarðanir sem marka kúrsinn í lífi okkar annaðhvort smátt og smátt, svo smátt að við tökum varla eftir því að við stefnum hægt og örugglega að feigðarósi, og svo hinar stóru sem skipta sköpum á örstuttum tíma. En – hvað er svo sem hægt að ræða þetta, engin vísitala, enginn til að krefja úrlausna, ekki einu sinni Seðlabanki til að skamma eða stjórnmálamenn til að gera lítið úr. Ímyndunarafl og sannfæring Í bók sinni Íkarusblekkingin hvetur Mr. Godin okkur til að vera listamenn á okkar eigin forsendum, hætta að máta okkur í starfsheiti, stöður, merkimiða eða aðra ramma sem þegar hafa verið meitlaðir af samfélaginu. Að sjálfsögðu er það ekki einfalt því flestum, þó ekki öllum, finnst erfitt að máta sig í eitthvað sem er ekki til, auðvitað, því það er ekki hægt nema með einbeittu ímyndunarafli og sterkri tilfinningu, sem er einmitt eiginleiki svo margra sem hafa skilið svo mikið eftir sig. Vertu listamaður Að feta ótroðna slóð krefst heilmikils kjarks og samkvæmt skilgreiningu Mr. Godin verður „listaverk“ að uppfylla þrennt; að það það breyti heiminum örlítið, að það sé gert af heilum hug, sannfæringu og örlæti og að það felist í því áhætta að framkvæma það. Form og rammar hvers tíma eru svo takmarkandi og koma iðulega í veg fyrir fullan blóma hjá alltof mörgum einstaklingum. Vertu listamaður í stað þess að vera kokkur, forstjóri, framsóknarmaður, kona og leyfðu lífinu að koma þér á óvart!
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun