Að starfrækja náttúrufræðibraut Stefán G. Jónsson skrifar 9. ágúst 2014 07:00 Í upphafi júlímánaðar var birt skýrsla á vef menntamálaráðuneytisins um úttekt á stærðfræðikennslu í framhaldsskólum en athugaðir voru níu framhaldsskólar. Ákveðið var að horfa á nám nemenda á fyrstu önn (STÆ102/103 eða sambærilegt nám), nám í tölfræði (STÆ313 eða sambærilegt nám) og nám sambærilegt við STÆ503 sem er síðasti stærðfræðiáfangi á náttúrufræðibraut í mörgum skólum. Skýrsla sem þessi verðskuldar athygli og umræður en hér er fjallað um mál sem tengist menntun í tæknisamfélagi. Helstu niðurstöður eru settar fram fremst í skýrslunni og þeim skipt í 16 liði og tillögum til úrbóta í 11 liði. Hægt væri að gera athugasemdir við einstök atriði skýrslunnar og sumar ályktanir í henni en ekki er unnt að taka nema lítið fyrir í stuttri blaðagrein. Hér eru því rædd vandamál sem tengjast náttúrufræðibrautum.Munur á milli skóla Í einni af niðurstöðunum skýrslunnar segir: „Mikill munur er á áföngum milli skóla bæði hvað snertir innihald og námskröfur.“ Í annarri þeirra segir: „Sumir framhaldsskólar útskrifa nemendur af náttúrufræðibraut með prófgráður sem standa ekki undir nafni. Hér er átt við að samkvæmt prófgráðunum ættu nemendurnir að hafa traustan grunn fyrir tiltekið háskólanám, en ráða í reynd illa við það sökum lélegs undirbúnings.“ Öllum ætti að vera ljóst að það er mjög alvarlegt ef prófgráður standa ekki undir nafni líkt og hér er sagt. Ekki kemur fram við hvaða skóla er átt en alls voru níu skólar til athugunar. Fjórir þessara skóla hafa yfir 1.000 nemendur en í aðeins einum þeirra eru færri en 500 nemendur, eða 257. Þetta eru því yfirleitt ekki smáskólar sem jafnan eiga erfiðara með að standa undir fjölbreyttu og vönduðu námi.Menntun kennara Í einni af tillögum til úrbóta segir: „Framhaldsskólar sem hafa ekki nægilega vel menntaða kennara í stærðfræði (og raungreinum) ættu ekki að bjóða upp á nám á náttúrufræðibraut nema í undantekningartilfellum og þá í nánu samstarfi við skóla sem hefur öfluga náttúrufræðibraut.“ Þegar skoðaðar eru upplýsingar í skýrslunni um menntun þeirra sem kenna stærðfræði vekur athygli sá fjöldi sem hefur lokið háskólanámi þar sem stærðfræði er óverulegur hluti af náminu. Einnig hve margir sem hafa menntað sig sem grunnskólakennarar með stærðfræðikjörsviði starfa í framhaldsskóla. Slíkt hlýtur að auka mjög á vandann í grunnskólum, þegar þeir best menntuðu í stærðfræði hverfa þaðan. Þegar minnst er á raungreinar, sem hér er gert innan sviga, þarf að hafa í huga að jafnan er átt við fleiri námsgreinar eins og til dæmis eðlisfræði, efnafræði, líffræði og jarðfræði. Má því spyrja sig hvort ekki sé lágmark að kennarar slíkra greina hafi háskólapróf í grein sinni líkt og gengið er út frá að stærðfræðikennarar hafi. Svo má bæta við að það þarf tæki og ýmsan búnað til að kennsla náttúrufræðigreina sé viðunandi. Þrír skólanna voru án kennara með háskólapróf í stærðfræði. Mjög líklegt er að ástandið til dæmis í eðlisfræði sé ekki mikið betra.Vandi nemenda í raungreinanámi í háskóla Í skýrslunni segir á bls. 51: „Hvort sem litið er til HÍ eða HR þá lendir a.m.k. helmingur þeirra sem byrja í verkfræðinámi í vandræðum með stærðfræði.“ Í skýrslunni kemur einnig fram að rætt hafi verið við Hilmar Braga Janusson, sviðsforseta Verkfræði- og náttúruvísindasviðs HÍ, og Guðrúnu A. Sævarsdóttur, deildarforseta Tækni- og verkfræðideildar HR. Í skýrslunni segir: „Bæði sögðu þau að ekki stæði til að minnka námskröfur í stærðfræði.“ Er sú afstaða mjög skiljanleg því þeir sem kenna á efsta skólastigi eiga þess ekki kost að velta vandamálunum áfram á aðra, en þurfa auk þess að standast alþjóðlegan samanburð.Hvað ætti að gera? Í viðtali við menntamálaráðherra þegar skýrslan var birt segir hann: „Þetta er mjög alvarlegt mál. Háskólinn á ekki að þurfa að eyða tíma í að kenna það sem á að lærast í framhaldsskólum.“ Þetta er auðvitað rökrétt en líklegt er að þeir sem nú undirbúa nemendur sem best muni lenda í verulegum vanda ef framhaldsskólinn verður styttur. Eðlilegt er að gera án tafar athugun á því hvaða skólar geta boðið upp á náttúrufræðibraut með sómasamlegum hætti. Gerðar verði ráðstafanir til að styðja sérstaklega við þá sem ekki uppfylla þau skilyrði en gætu það án meiriháttar lagfæringa. Viðurkenna þarf svo að lokum að sumir skólar eiga alls ekki heima í þessum hópi. Ef haldið er áfram sem horfir þá er það svik við þá nemendur sem stunda nám í fleiri ár í þeirri trú að það dugi til framhalds en hrökklast svo frá háskólanámi sem hugur þeirra stóð til eins og mörg dæmi munu vera um. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Í upphafi júlímánaðar var birt skýrsla á vef menntamálaráðuneytisins um úttekt á stærðfræðikennslu í framhaldsskólum en athugaðir voru níu framhaldsskólar. Ákveðið var að horfa á nám nemenda á fyrstu önn (STÆ102/103 eða sambærilegt nám), nám í tölfræði (STÆ313 eða sambærilegt nám) og nám sambærilegt við STÆ503 sem er síðasti stærðfræðiáfangi á náttúrufræðibraut í mörgum skólum. Skýrsla sem þessi verðskuldar athygli og umræður en hér er fjallað um mál sem tengist menntun í tæknisamfélagi. Helstu niðurstöður eru settar fram fremst í skýrslunni og þeim skipt í 16 liði og tillögum til úrbóta í 11 liði. Hægt væri að gera athugasemdir við einstök atriði skýrslunnar og sumar ályktanir í henni en ekki er unnt að taka nema lítið fyrir í stuttri blaðagrein. Hér eru því rædd vandamál sem tengjast náttúrufræðibrautum.Munur á milli skóla Í einni af niðurstöðunum skýrslunnar segir: „Mikill munur er á áföngum milli skóla bæði hvað snertir innihald og námskröfur.“ Í annarri þeirra segir: „Sumir framhaldsskólar útskrifa nemendur af náttúrufræðibraut með prófgráður sem standa ekki undir nafni. Hér er átt við að samkvæmt prófgráðunum ættu nemendurnir að hafa traustan grunn fyrir tiltekið háskólanám, en ráða í reynd illa við það sökum lélegs undirbúnings.“ Öllum ætti að vera ljóst að það er mjög alvarlegt ef prófgráður standa ekki undir nafni líkt og hér er sagt. Ekki kemur fram við hvaða skóla er átt en alls voru níu skólar til athugunar. Fjórir þessara skóla hafa yfir 1.000 nemendur en í aðeins einum þeirra eru færri en 500 nemendur, eða 257. Þetta eru því yfirleitt ekki smáskólar sem jafnan eiga erfiðara með að standa undir fjölbreyttu og vönduðu námi.Menntun kennara Í einni af tillögum til úrbóta segir: „Framhaldsskólar sem hafa ekki nægilega vel menntaða kennara í stærðfræði (og raungreinum) ættu ekki að bjóða upp á nám á náttúrufræðibraut nema í undantekningartilfellum og þá í nánu samstarfi við skóla sem hefur öfluga náttúrufræðibraut.“ Þegar skoðaðar eru upplýsingar í skýrslunni um menntun þeirra sem kenna stærðfræði vekur athygli sá fjöldi sem hefur lokið háskólanámi þar sem stærðfræði er óverulegur hluti af náminu. Einnig hve margir sem hafa menntað sig sem grunnskólakennarar með stærðfræðikjörsviði starfa í framhaldsskóla. Slíkt hlýtur að auka mjög á vandann í grunnskólum, þegar þeir best menntuðu í stærðfræði hverfa þaðan. Þegar minnst er á raungreinar, sem hér er gert innan sviga, þarf að hafa í huga að jafnan er átt við fleiri námsgreinar eins og til dæmis eðlisfræði, efnafræði, líffræði og jarðfræði. Má því spyrja sig hvort ekki sé lágmark að kennarar slíkra greina hafi háskólapróf í grein sinni líkt og gengið er út frá að stærðfræðikennarar hafi. Svo má bæta við að það þarf tæki og ýmsan búnað til að kennsla náttúrufræðigreina sé viðunandi. Þrír skólanna voru án kennara með háskólapróf í stærðfræði. Mjög líklegt er að ástandið til dæmis í eðlisfræði sé ekki mikið betra.Vandi nemenda í raungreinanámi í háskóla Í skýrslunni segir á bls. 51: „Hvort sem litið er til HÍ eða HR þá lendir a.m.k. helmingur þeirra sem byrja í verkfræðinámi í vandræðum með stærðfræði.“ Í skýrslunni kemur einnig fram að rætt hafi verið við Hilmar Braga Janusson, sviðsforseta Verkfræði- og náttúruvísindasviðs HÍ, og Guðrúnu A. Sævarsdóttur, deildarforseta Tækni- og verkfræðideildar HR. Í skýrslunni segir: „Bæði sögðu þau að ekki stæði til að minnka námskröfur í stærðfræði.“ Er sú afstaða mjög skiljanleg því þeir sem kenna á efsta skólastigi eiga þess ekki kost að velta vandamálunum áfram á aðra, en þurfa auk þess að standast alþjóðlegan samanburð.Hvað ætti að gera? Í viðtali við menntamálaráðherra þegar skýrslan var birt segir hann: „Þetta er mjög alvarlegt mál. Háskólinn á ekki að þurfa að eyða tíma í að kenna það sem á að lærast í framhaldsskólum.“ Þetta er auðvitað rökrétt en líklegt er að þeir sem nú undirbúa nemendur sem best muni lenda í verulegum vanda ef framhaldsskólinn verður styttur. Eðlilegt er að gera án tafar athugun á því hvaða skólar geta boðið upp á náttúrufræðibraut með sómasamlegum hætti. Gerðar verði ráðstafanir til að styðja sérstaklega við þá sem ekki uppfylla þau skilyrði en gætu það án meiriháttar lagfæringa. Viðurkenna þarf svo að lokum að sumir skólar eiga alls ekki heima í þessum hópi. Ef haldið er áfram sem horfir þá er það svik við þá nemendur sem stunda nám í fleiri ár í þeirri trú að það dugi til framhalds en hrökklast svo frá háskólanámi sem hugur þeirra stóð til eins og mörg dæmi munu vera um.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun