Gasa: Hvað er til ráða? Svandís Svavarsdóttir skrifar 30. júlí 2014 07:00 Þegar þetta er skrifað hafa yfir þúsund manns látist á Gasa. Meirihluti þeirra eru óbreyttir palestínskir borgarar, og yfir 200 þeirra eru börn. Eins og fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum benti á þegar hún ávarpaði Öryggisráðið í síðustu viku er rótin að átökunum hernám Ísraels á Gasa og Vesturbakkanum. Enginn friður fæst á svæðinu á meðan Ísraelsher heldur Palestínumönnum í gíslingu í eigin landi og brýtur ítrekað á réttindum þeirra. En hvað er til ráða? Hvað getum við gert til að knýja Ísraelsstjórn til að fara að alþjóðalögum og draga herlið sitt til baka frá Palestínu? Í fyrsta lagi ættum við að skoða vel hvort beita megi viðskiptaþvingunum á Ísrael til að knýja fram frið, sambærilegar þeim sem settar voru á aðskilnaðarstjórnina í Suður-Afríku á sínum tíma. Raunar getum við öll lagt okkar af mörkum í þeim efnum nú þegar með því að sniðganga ísraelskar vörur frá hernumdu svæðum Palestínu. Hér myndi hjálpa til ef slíkar vörur væru merktar sérstaklega, eins og kveðið er á um í þingsályktunartillögu Árna Þórs Sigurðssonar, þingmanns Vinstri grænna, frá síðasta vetri. Sú tillaga verður endurflutt í haust og hlýtur vonandi framgöngu á Alþingi. Í öðru lagi getum við að sjálfsögðu þrýst á Ísraelsmenn eftir diplómatískum leiðum. Mikið hefur verið rætt um að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael og er sú hugmynd allrar athygli verð í ljósi alvarleika málsins. Einnig þyrfti að skoða hvort Ísland geti gripið til diplómatískra aðgerða sem eru sambærilegar því þegar Brasilía og Ekvador drógu sendiherra sína til baka frá Ísrael í síðustu viku. Í þriðja lagi er enn ekki útséð um að Sameinuðu þjóðirnar geti komið að lausn deilunnar, en þá skiptir miklu máli að breyta afstöðu Bandaríkjanna. Hingað til hafa Bandaríkin staðið í vegi fyrir öllum raunverulegum aðgerðum til að þrýsta á Ísrael á vettvangi SÞ, meðal annars með því að beita neitunarvaldi sínu í Öryggisráði SÞ ótal sinnum. Í ljósi sögu Íslands og Bandaríkjanna ætti Ísland að leita allra leiða til að þrýsta á Bandaríkin um að endurskoða stuðning sinn við framferði Ísraelshers í Palestínu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gasa Svandís Svavarsdóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Þegar þetta er skrifað hafa yfir þúsund manns látist á Gasa. Meirihluti þeirra eru óbreyttir palestínskir borgarar, og yfir 200 þeirra eru börn. Eins og fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum benti á þegar hún ávarpaði Öryggisráðið í síðustu viku er rótin að átökunum hernám Ísraels á Gasa og Vesturbakkanum. Enginn friður fæst á svæðinu á meðan Ísraelsher heldur Palestínumönnum í gíslingu í eigin landi og brýtur ítrekað á réttindum þeirra. En hvað er til ráða? Hvað getum við gert til að knýja Ísraelsstjórn til að fara að alþjóðalögum og draga herlið sitt til baka frá Palestínu? Í fyrsta lagi ættum við að skoða vel hvort beita megi viðskiptaþvingunum á Ísrael til að knýja fram frið, sambærilegar þeim sem settar voru á aðskilnaðarstjórnina í Suður-Afríku á sínum tíma. Raunar getum við öll lagt okkar af mörkum í þeim efnum nú þegar með því að sniðganga ísraelskar vörur frá hernumdu svæðum Palestínu. Hér myndi hjálpa til ef slíkar vörur væru merktar sérstaklega, eins og kveðið er á um í þingsályktunartillögu Árna Þórs Sigurðssonar, þingmanns Vinstri grænna, frá síðasta vetri. Sú tillaga verður endurflutt í haust og hlýtur vonandi framgöngu á Alþingi. Í öðru lagi getum við að sjálfsögðu þrýst á Ísraelsmenn eftir diplómatískum leiðum. Mikið hefur verið rætt um að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael og er sú hugmynd allrar athygli verð í ljósi alvarleika málsins. Einnig þyrfti að skoða hvort Ísland geti gripið til diplómatískra aðgerða sem eru sambærilegar því þegar Brasilía og Ekvador drógu sendiherra sína til baka frá Ísrael í síðustu viku. Í þriðja lagi er enn ekki útséð um að Sameinuðu þjóðirnar geti komið að lausn deilunnar, en þá skiptir miklu máli að breyta afstöðu Bandaríkjanna. Hingað til hafa Bandaríkin staðið í vegi fyrir öllum raunverulegum aðgerðum til að þrýsta á Ísrael á vettvangi SÞ, meðal annars með því að beita neitunarvaldi sínu í Öryggisráði SÞ ótal sinnum. Í ljósi sögu Íslands og Bandaríkjanna ætti Ísland að leita allra leiða til að þrýsta á Bandaríkin um að endurskoða stuðning sinn við framferði Ísraelshers í Palestínu.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun