Fyrirgefning í stað hefndar Elín Hirst skrifar 23. júlí 2014 07:00 Óhugnanlegri atburðir eiga sér nú stað fyrir botni Miðjarðarhafs en orð fá lýst. Mörg hundruð óbreyttir borgarar hafa látist, flestir Palestínumenn, þar á meðal fjöldi saklausra barna. Kveikja átakanna er eins og oft áður hefnd. Í þetta sinn vegna morða á þremur ísraelskum ungmennum í júnímánuði. Þessir atburðir hafa haft sterk áhrif á íslenska þjóðarsál. Flest erum við þannig af guði gerð að við viljum hjálpa og koma góðu til leiðar, en upplifum okkur eðlilega vanmáttug í harðvítugum milliríkjadeilum eins og þessari. Er það nokkuð skrýtið þegar John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, mistekst að miðla málum og Bandaríkjamenn sem og önnur stórveldi standa ráðþrota vegna deilunnar. Árið 2011 urðu Íslendingar fyrstir vestrænna ríkja til að viðurkenna sjálfstæði Palestínuríkis. Þar kvað við nýjan tón á Vesturlöndum í stuðningi við þetta undirokaða ríki sem vert er að vera stoltur af. Íslensk stjórnvöld hafa einnig brugðist hart við þeim átökum sem nú geisa. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur lýst þungum áhyggjum af átökunum og harmað að almennir borgarar, þar á meðal fjöldi barna, hafi látið lífið í árásum Ísraela á Gasa. Hann fordæmir allt ofbeldi og beitingu vopnavalds á svæðinu. Það sé skýlaus krafa að ísraelsk stjórnvöld stöðvi árásir sínar á Gasa sem hafa leitt til mikilla hörmunga fyrir almenna borgara. Að sama skapi verði árásum á Ísrael að linna þegar í stað. Nýjustu fregnir eru að íslensk stjórnvöld ætli að verja tólf milljónum króna til neyðaraðstoðar á Gasa, en yfir 100 þúsund íbúa á svæðinu eru á vergangi og mikill skortur er á hjálpargögnum og hreinlætisaðstöðu. Þá hefur verið boðað til aukafundar í utanríkismálanefnd Alþingis og er það von mín að nefndin sendi frá sér harðorða yfirlýsingu vegna þessa máls á næstu dögum. Við það tækifæri ættu þingmenn að slá nýjan tón alveg eins og þegar Ísland varð fyrst vestrænna ríkja til að viðurkenna sjálfstæði Palestínu með því að hvetja Ísraelsmenn og Palestínumenn til þess að fara leið Nelsons Mandela í Suður-Afríku; að skapa frið með fyrirgefningu í stað hefndar. Það er eina færa leiðin. Ég hvet alla sem vettlingi geta valdið til að mæta á Ingólfstorg í dag klukkan 17 til þess að sýna samstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gasa Elín Hirst Mest lesið Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Óhugnanlegri atburðir eiga sér nú stað fyrir botni Miðjarðarhafs en orð fá lýst. Mörg hundruð óbreyttir borgarar hafa látist, flestir Palestínumenn, þar á meðal fjöldi saklausra barna. Kveikja átakanna er eins og oft áður hefnd. Í þetta sinn vegna morða á þremur ísraelskum ungmennum í júnímánuði. Þessir atburðir hafa haft sterk áhrif á íslenska þjóðarsál. Flest erum við þannig af guði gerð að við viljum hjálpa og koma góðu til leiðar, en upplifum okkur eðlilega vanmáttug í harðvítugum milliríkjadeilum eins og þessari. Er það nokkuð skrýtið þegar John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, mistekst að miðla málum og Bandaríkjamenn sem og önnur stórveldi standa ráðþrota vegna deilunnar. Árið 2011 urðu Íslendingar fyrstir vestrænna ríkja til að viðurkenna sjálfstæði Palestínuríkis. Þar kvað við nýjan tón á Vesturlöndum í stuðningi við þetta undirokaða ríki sem vert er að vera stoltur af. Íslensk stjórnvöld hafa einnig brugðist hart við þeim átökum sem nú geisa. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur lýst þungum áhyggjum af átökunum og harmað að almennir borgarar, þar á meðal fjöldi barna, hafi látið lífið í árásum Ísraela á Gasa. Hann fordæmir allt ofbeldi og beitingu vopnavalds á svæðinu. Það sé skýlaus krafa að ísraelsk stjórnvöld stöðvi árásir sínar á Gasa sem hafa leitt til mikilla hörmunga fyrir almenna borgara. Að sama skapi verði árásum á Ísrael að linna þegar í stað. Nýjustu fregnir eru að íslensk stjórnvöld ætli að verja tólf milljónum króna til neyðaraðstoðar á Gasa, en yfir 100 þúsund íbúa á svæðinu eru á vergangi og mikill skortur er á hjálpargögnum og hreinlætisaðstöðu. Þá hefur verið boðað til aukafundar í utanríkismálanefnd Alþingis og er það von mín að nefndin sendi frá sér harðorða yfirlýsingu vegna þessa máls á næstu dögum. Við það tækifæri ættu þingmenn að slá nýjan tón alveg eins og þegar Ísland varð fyrst vestrænna ríkja til að viðurkenna sjálfstæði Palestínu með því að hvetja Ísraelsmenn og Palestínumenn til þess að fara leið Nelsons Mandela í Suður-Afríku; að skapa frið með fyrirgefningu í stað hefndar. Það er eina færa leiðin. Ég hvet alla sem vettlingi geta valdið til að mæta á Ingólfstorg í dag klukkan 17 til þess að sýna samstöðu.
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun