Matur og merkingar Ólafur Þ. Stephensen skrifar 5. júlí 2014 07:00 Fréttablaðið hefur að undanförnu fjallað um merkingar á matvælum, sem gefa til kynna að þau séu framleidd með vistvænum hætti. Slíkar merkingar eru mikilvæg leiðsögn fyrir neytendur, sem vilja með vali sínu stuðla að vistvænum búskapar- og framleiðsluháttum. Blaðið sagði frá því fyrr í þessari viku að engar merkingar væru á lambakjöti sem gæfu til kynna hvort það kæmi frá býlum sem hefðu fengið vottorð um gæðastýringu. Mikill meirihluti lambakjöts hefur fengið slíka vottun, eða yfir 92 prósent, en kjötinu frá þeim sem ekki hafa vottunina er bara blandað saman við það vottaða í kjötvinnslustöðvum og verzlunum. Það er afleitt fyrir neytendur, því að gæðastýringin á ekki sízt að stuðla að því að bændur ofbeiti ekki landið, en jafnframt eiga þeir að skila inn skýrslum um veikindi dýranna, lyfjanotkun, áburðarnotkun og fóðurgjöf. Margir neytendur vildu örugglega geta forðazt kjöt frá þeim sem ekki hafa undirgengizt þær reglur og staðla sem þarf til að fá vottun um gæðastýringu. Þórarinn Ingi Pétursson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, sagði í Fréttablaðinu að sauðfjárbændur vildu gjarnan sérmerkja kjöt sem kæmi frá gæðastýrðum býlum, en sláturhúsin vildu það ekki. Haft var eftir Steinþóri Skúlasyni, forstjóra Sláturfélags Suðurlands, í sömu frétt að ekki væri gæðamunur á afurðunum og engin umræða hefði verið um að merkja kjöt frá gæðastýrðum býlum sérstaklega. „Það er spurning hvað yrði gert við ógæðastýrt kjöt. Staðan er sú að þú færð enga verslun til að taka inn kjöt sem væri merkt ógæðastýrt,“ sagði Steinþór. Forstjórinn ítrekaði sjónarmið sín í grein í Fréttablaðinu í gær; að enginn munur væri á gæðum kjöts úr gæðastýringu og kjöti frá búum sem ekki hefðu þessa vottun. Hann tók líka fram að sauðfjárbændur hefðu ekki óskað eftir neinum merkingum á gæðastýrða kjötinu. Í þessu samhengi eru gæðin hins vegar aukaatriði. Svo við tökum dæmi af allt öðrum markaði þá geta tveir stuttermabolir verið af sömu gæðum, en annar framleiddur af börnum við slæmar aðstæður í þriðja heiminum og hinn þar sem fullorðnu starfsfólki eru búin góð starfsskilyrði. Ef neytendur vissu muninn, væru þeir – að minnsta kosti margir – frekar tilbúnir að kaupa síðarnefnda bolinn. Fyrst allar upplýsingar liggja fyrir um það hvaða bú hafa fengið vottun um gæðastýringu og hver ekki, er sjálfsögð krafa neytenda að þessum upplýsingum sé miðlað til þeirra með merkingum. Það skiptir ekki máli hvort sauðfjárbændur hafa beðið sláturleyfishafa um slíka merkingu eða ekki; nú er málið komið í opinbera umræðu og hlýtur að liggja beint við að þessir aðilar vinni saman að því að leysa það. En hvað þá um þessi sjö prósent lambakjöts sem ekki eru gæðastýrð og engin búð myndi vilja taka við? Ætli viðkomandi sauðfjárbændur yrðu ekki bara fljótir að taka við sér, sækja um vottunina og breyta búskaparháttum sínum til að geta fengið hana? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Fréttablaðið hefur að undanförnu fjallað um merkingar á matvælum, sem gefa til kynna að þau séu framleidd með vistvænum hætti. Slíkar merkingar eru mikilvæg leiðsögn fyrir neytendur, sem vilja með vali sínu stuðla að vistvænum búskapar- og framleiðsluháttum. Blaðið sagði frá því fyrr í þessari viku að engar merkingar væru á lambakjöti sem gæfu til kynna hvort það kæmi frá býlum sem hefðu fengið vottorð um gæðastýringu. Mikill meirihluti lambakjöts hefur fengið slíka vottun, eða yfir 92 prósent, en kjötinu frá þeim sem ekki hafa vottunina er bara blandað saman við það vottaða í kjötvinnslustöðvum og verzlunum. Það er afleitt fyrir neytendur, því að gæðastýringin á ekki sízt að stuðla að því að bændur ofbeiti ekki landið, en jafnframt eiga þeir að skila inn skýrslum um veikindi dýranna, lyfjanotkun, áburðarnotkun og fóðurgjöf. Margir neytendur vildu örugglega geta forðazt kjöt frá þeim sem ekki hafa undirgengizt þær reglur og staðla sem þarf til að fá vottun um gæðastýringu. Þórarinn Ingi Pétursson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, sagði í Fréttablaðinu að sauðfjárbændur vildu gjarnan sérmerkja kjöt sem kæmi frá gæðastýrðum býlum, en sláturhúsin vildu það ekki. Haft var eftir Steinþóri Skúlasyni, forstjóra Sláturfélags Suðurlands, í sömu frétt að ekki væri gæðamunur á afurðunum og engin umræða hefði verið um að merkja kjöt frá gæðastýrðum býlum sérstaklega. „Það er spurning hvað yrði gert við ógæðastýrt kjöt. Staðan er sú að þú færð enga verslun til að taka inn kjöt sem væri merkt ógæðastýrt,“ sagði Steinþór. Forstjórinn ítrekaði sjónarmið sín í grein í Fréttablaðinu í gær; að enginn munur væri á gæðum kjöts úr gæðastýringu og kjöti frá búum sem ekki hefðu þessa vottun. Hann tók líka fram að sauðfjárbændur hefðu ekki óskað eftir neinum merkingum á gæðastýrða kjötinu. Í þessu samhengi eru gæðin hins vegar aukaatriði. Svo við tökum dæmi af allt öðrum markaði þá geta tveir stuttermabolir verið af sömu gæðum, en annar framleiddur af börnum við slæmar aðstæður í þriðja heiminum og hinn þar sem fullorðnu starfsfólki eru búin góð starfsskilyrði. Ef neytendur vissu muninn, væru þeir – að minnsta kosti margir – frekar tilbúnir að kaupa síðarnefnda bolinn. Fyrst allar upplýsingar liggja fyrir um það hvaða bú hafa fengið vottun um gæðastýringu og hver ekki, er sjálfsögð krafa neytenda að þessum upplýsingum sé miðlað til þeirra með merkingum. Það skiptir ekki máli hvort sauðfjárbændur hafa beðið sláturleyfishafa um slíka merkingu eða ekki; nú er málið komið í opinbera umræðu og hlýtur að liggja beint við að þessir aðilar vinni saman að því að leysa það. En hvað þá um þessi sjö prósent lambakjöts sem ekki eru gæðastýrð og engin búð myndi vilja taka við? Ætli viðkomandi sauðfjárbændur yrðu ekki bara fljótir að taka við sér, sækja um vottunina og breyta búskaparháttum sínum til að geta fengið hana?
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun