Matur og merkingar Ólafur Þ. Stephensen skrifar 5. júlí 2014 07:00 Fréttablaðið hefur að undanförnu fjallað um merkingar á matvælum, sem gefa til kynna að þau séu framleidd með vistvænum hætti. Slíkar merkingar eru mikilvæg leiðsögn fyrir neytendur, sem vilja með vali sínu stuðla að vistvænum búskapar- og framleiðsluháttum. Blaðið sagði frá því fyrr í þessari viku að engar merkingar væru á lambakjöti sem gæfu til kynna hvort það kæmi frá býlum sem hefðu fengið vottorð um gæðastýringu. Mikill meirihluti lambakjöts hefur fengið slíka vottun, eða yfir 92 prósent, en kjötinu frá þeim sem ekki hafa vottunina er bara blandað saman við það vottaða í kjötvinnslustöðvum og verzlunum. Það er afleitt fyrir neytendur, því að gæðastýringin á ekki sízt að stuðla að því að bændur ofbeiti ekki landið, en jafnframt eiga þeir að skila inn skýrslum um veikindi dýranna, lyfjanotkun, áburðarnotkun og fóðurgjöf. Margir neytendur vildu örugglega geta forðazt kjöt frá þeim sem ekki hafa undirgengizt þær reglur og staðla sem þarf til að fá vottun um gæðastýringu. Þórarinn Ingi Pétursson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, sagði í Fréttablaðinu að sauðfjárbændur vildu gjarnan sérmerkja kjöt sem kæmi frá gæðastýrðum býlum, en sláturhúsin vildu það ekki. Haft var eftir Steinþóri Skúlasyni, forstjóra Sláturfélags Suðurlands, í sömu frétt að ekki væri gæðamunur á afurðunum og engin umræða hefði verið um að merkja kjöt frá gæðastýrðum býlum sérstaklega. „Það er spurning hvað yrði gert við ógæðastýrt kjöt. Staðan er sú að þú færð enga verslun til að taka inn kjöt sem væri merkt ógæðastýrt,“ sagði Steinþór. Forstjórinn ítrekaði sjónarmið sín í grein í Fréttablaðinu í gær; að enginn munur væri á gæðum kjöts úr gæðastýringu og kjöti frá búum sem ekki hefðu þessa vottun. Hann tók líka fram að sauðfjárbændur hefðu ekki óskað eftir neinum merkingum á gæðastýrða kjötinu. Í þessu samhengi eru gæðin hins vegar aukaatriði. Svo við tökum dæmi af allt öðrum markaði þá geta tveir stuttermabolir verið af sömu gæðum, en annar framleiddur af börnum við slæmar aðstæður í þriðja heiminum og hinn þar sem fullorðnu starfsfólki eru búin góð starfsskilyrði. Ef neytendur vissu muninn, væru þeir – að minnsta kosti margir – frekar tilbúnir að kaupa síðarnefnda bolinn. Fyrst allar upplýsingar liggja fyrir um það hvaða bú hafa fengið vottun um gæðastýringu og hver ekki, er sjálfsögð krafa neytenda að þessum upplýsingum sé miðlað til þeirra með merkingum. Það skiptir ekki máli hvort sauðfjárbændur hafa beðið sláturleyfishafa um slíka merkingu eða ekki; nú er málið komið í opinbera umræðu og hlýtur að liggja beint við að þessir aðilar vinni saman að því að leysa það. En hvað þá um þessi sjö prósent lambakjöts sem ekki eru gæðastýrð og engin búð myndi vilja taka við? Ætli viðkomandi sauðfjárbændur yrðu ekki bara fljótir að taka við sér, sækja um vottunina og breyta búskaparháttum sínum til að geta fengið hana? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Mest lesið Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Fréttablaðið hefur að undanförnu fjallað um merkingar á matvælum, sem gefa til kynna að þau séu framleidd með vistvænum hætti. Slíkar merkingar eru mikilvæg leiðsögn fyrir neytendur, sem vilja með vali sínu stuðla að vistvænum búskapar- og framleiðsluháttum. Blaðið sagði frá því fyrr í þessari viku að engar merkingar væru á lambakjöti sem gæfu til kynna hvort það kæmi frá býlum sem hefðu fengið vottorð um gæðastýringu. Mikill meirihluti lambakjöts hefur fengið slíka vottun, eða yfir 92 prósent, en kjötinu frá þeim sem ekki hafa vottunina er bara blandað saman við það vottaða í kjötvinnslustöðvum og verzlunum. Það er afleitt fyrir neytendur, því að gæðastýringin á ekki sízt að stuðla að því að bændur ofbeiti ekki landið, en jafnframt eiga þeir að skila inn skýrslum um veikindi dýranna, lyfjanotkun, áburðarnotkun og fóðurgjöf. Margir neytendur vildu örugglega geta forðazt kjöt frá þeim sem ekki hafa undirgengizt þær reglur og staðla sem þarf til að fá vottun um gæðastýringu. Þórarinn Ingi Pétursson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, sagði í Fréttablaðinu að sauðfjárbændur vildu gjarnan sérmerkja kjöt sem kæmi frá gæðastýrðum býlum, en sláturhúsin vildu það ekki. Haft var eftir Steinþóri Skúlasyni, forstjóra Sláturfélags Suðurlands, í sömu frétt að ekki væri gæðamunur á afurðunum og engin umræða hefði verið um að merkja kjöt frá gæðastýrðum býlum sérstaklega. „Það er spurning hvað yrði gert við ógæðastýrt kjöt. Staðan er sú að þú færð enga verslun til að taka inn kjöt sem væri merkt ógæðastýrt,“ sagði Steinþór. Forstjórinn ítrekaði sjónarmið sín í grein í Fréttablaðinu í gær; að enginn munur væri á gæðum kjöts úr gæðastýringu og kjöti frá búum sem ekki hefðu þessa vottun. Hann tók líka fram að sauðfjárbændur hefðu ekki óskað eftir neinum merkingum á gæðastýrða kjötinu. Í þessu samhengi eru gæðin hins vegar aukaatriði. Svo við tökum dæmi af allt öðrum markaði þá geta tveir stuttermabolir verið af sömu gæðum, en annar framleiddur af börnum við slæmar aðstæður í þriðja heiminum og hinn þar sem fullorðnu starfsfólki eru búin góð starfsskilyrði. Ef neytendur vissu muninn, væru þeir – að minnsta kosti margir – frekar tilbúnir að kaupa síðarnefnda bolinn. Fyrst allar upplýsingar liggja fyrir um það hvaða bú hafa fengið vottun um gæðastýringu og hver ekki, er sjálfsögð krafa neytenda að þessum upplýsingum sé miðlað til þeirra með merkingum. Það skiptir ekki máli hvort sauðfjárbændur hafa beðið sláturleyfishafa um slíka merkingu eða ekki; nú er málið komið í opinbera umræðu og hlýtur að liggja beint við að þessir aðilar vinni saman að því að leysa það. En hvað þá um þessi sjö prósent lambakjöts sem ekki eru gæðastýrð og engin búð myndi vilja taka við? Ætli viðkomandi sauðfjárbændur yrðu ekki bara fljótir að taka við sér, sækja um vottunina og breyta búskaparháttum sínum til að geta fengið hana?
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun