Prófessor í útúrsnúningi Steinþór Skúlason skrifar 4. júlí 2014 07:00 Vegna greinar Ólafs Arnalds, prófessors við Landbúnaðarháskólann, í Fréttablaðinu 3. júlí þar sem hann leggur út frá grein þar sem vitnað var í undirritaðan er rétt að eftirfarandi komi fram. Bændasamtökin gerðu fyrir nokkrum árum samning við ríkisvaldið um að hluti af stuðningi við sauðfjárrækt væri færður úr beingreiðslum yfir í svokallað gæðastýringarálag. Markmiðið var að stuðla að betri búskaparháttum og betri ímynd sauðfjárræktar. Fram hefur komið að um 93% framleiðslunnar uppfylla þær kröfur sem gerðar eru og hefur því tekist mjög vel til að sveigja framleiðsluna að þessum kröfum. Það er Bændasamtakanna að svara fyrir það hvort kröfur gæðastýringar gangi nógu langt í atriðum sem lúta að landvernd eða öðru. Engin beiðni hefur komið fram frá Landssamtökum sauðfjárbænda eða Markaðsráði kindakjöts til Landssamtaka sláturleyfishafa um sérmerkingar vegna gæðastýringar og slíkri beiðni því ekki verið hafnað.Einstaklingsmerkt Undirritaður var spurður um það hvort þetta kjöt væri aðgreint frá öðru kjöti í sláturhúsum landsins. Það hefur ekki verið gert í neinu sláturhúsi svo kunnugt sé. Allt kjöt er einstaklingsmerkt framleiðanda í sláturhúsum svo það er vel framkvæmanlegt að aðskilja þessi 7% sem ekki eru undir gæðastýringu frá öðru kjöti. Það væri þá gert á grundvelli búskaparhátta en ekki þess að vara utan gæðastýringa sé verri í kjöteiginleikum. Kjötmat og eftirlit dýralækna tryggja þau gæði varanna. Það er fráleitt hjá prófessornum og útúrsnúningur að sá tortryggni um gæði hluta lambakjötsframleiðslunnar og gefa í skyn að verið sé að „troða“ lakari vöru í neytendur. Hann á að vita betur. Það er einnig útúrsnúningur að leggja út frá hugsanlegum merkingum. Að sjálfsögðu yrði engin vara merkt „Ekki gæðastýrð“ heldur 93% vörunnar merkt „Gæðastýrð“. Aukinn áhugi almennings á því hvernig vörur verða til er mjög af hinu góða og ber að fagna. Íslenskur landbúnaður byggir á fjölskyldubúum sem eru í góðri sátt við umhverfið og styrkleiki okkar landbúnaðar í samanburði við verksmiðjubúskap víða erlendis. Það er svo í besta falli afar ósmekklegt að prófessorinn í lok greinar sinnar leggi út frá eigin útúrsnúningi og dylgi um slæm viðhorf annarra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Vegna greinar Ólafs Arnalds, prófessors við Landbúnaðarháskólann, í Fréttablaðinu 3. júlí þar sem hann leggur út frá grein þar sem vitnað var í undirritaðan er rétt að eftirfarandi komi fram. Bændasamtökin gerðu fyrir nokkrum árum samning við ríkisvaldið um að hluti af stuðningi við sauðfjárrækt væri færður úr beingreiðslum yfir í svokallað gæðastýringarálag. Markmiðið var að stuðla að betri búskaparháttum og betri ímynd sauðfjárræktar. Fram hefur komið að um 93% framleiðslunnar uppfylla þær kröfur sem gerðar eru og hefur því tekist mjög vel til að sveigja framleiðsluna að þessum kröfum. Það er Bændasamtakanna að svara fyrir það hvort kröfur gæðastýringar gangi nógu langt í atriðum sem lúta að landvernd eða öðru. Engin beiðni hefur komið fram frá Landssamtökum sauðfjárbænda eða Markaðsráði kindakjöts til Landssamtaka sláturleyfishafa um sérmerkingar vegna gæðastýringar og slíkri beiðni því ekki verið hafnað.Einstaklingsmerkt Undirritaður var spurður um það hvort þetta kjöt væri aðgreint frá öðru kjöti í sláturhúsum landsins. Það hefur ekki verið gert í neinu sláturhúsi svo kunnugt sé. Allt kjöt er einstaklingsmerkt framleiðanda í sláturhúsum svo það er vel framkvæmanlegt að aðskilja þessi 7% sem ekki eru undir gæðastýringu frá öðru kjöti. Það væri þá gert á grundvelli búskaparhátta en ekki þess að vara utan gæðastýringa sé verri í kjöteiginleikum. Kjötmat og eftirlit dýralækna tryggja þau gæði varanna. Það er fráleitt hjá prófessornum og útúrsnúningur að sá tortryggni um gæði hluta lambakjötsframleiðslunnar og gefa í skyn að verið sé að „troða“ lakari vöru í neytendur. Hann á að vita betur. Það er einnig útúrsnúningur að leggja út frá hugsanlegum merkingum. Að sjálfsögðu yrði engin vara merkt „Ekki gæðastýrð“ heldur 93% vörunnar merkt „Gæðastýrð“. Aukinn áhugi almennings á því hvernig vörur verða til er mjög af hinu góða og ber að fagna. Íslenskur landbúnaður byggir á fjölskyldubúum sem eru í góðri sátt við umhverfið og styrkleiki okkar landbúnaðar í samanburði við verksmiðjubúskap víða erlendis. Það er svo í besta falli afar ósmekklegt að prófessorinn í lok greinar sinnar leggi út frá eigin útúrsnúningi og dylgi um slæm viðhorf annarra.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar