Fáein orð um samtakamátt Kristján Þór Júlíusson skrifar 27. júní 2014 10:26 Landspítala voru í gær færðar að gjöf 110 milljónir króna til kaupa á svokölluðum aðgerðaþjarka. Gjöfin kemur úr sjóði sem stofnaður var í þessum tilgangi en samkvæmt samkomulagi við spítalann skyldi ráðist í kaupin, tækist að safna fyrir um helmingi kaupverðsins. Söfnunin hefur staðið yfir í tæpt ár og gengið vonum framar, enda eldhugar sem efndu til hennar og kveiktu áhuga hjá öðrum til þátttöku. Mikilvægi aðgerðaþjarkans er margþætt og hugurinn að baki söfnuninni skiptir einnig máli. Framlög hafa borist víðs vegar að af landinu, smá og stór, frá einstaklingum, félagasamtökum og fyrirtækjum, að ógleymdum þeim merka Pokasjóði sem lagði drjúgt til mála. Þannig sýnir fólk hug sinn til Landspítalans sem stendur augljóslega undir nafni sem þjóðarsjúkrahúsið okkar allra. Þessi söfnun er líka frábært dæmi um samtakamáttinn, hvernig hann getur flutt fjöll, stuðlað að framförum og fært okkur nýja sigra. Faglegt mikilvægi aðgerðaþjarkans er óumdeilt. Tæki sem þessi eru til á sjúkrahúsum víða um heim og fer fjölgandi. Um læknisfræðilegt gildi ætla ég ekki að fjölyrða en vísa á viðtal við Eirík Jónsson yfirlækni í Læknablaðinu á liðnu ári. Bætt meðferð og skjótari bati sjúklinga er stærsti ávinningurinn en að auki fæst sá stóri bónus að Landspítalinn fetar inn í heim nýjustu tækni nútíðar og framtíðar. Ég hef nefnt nafn Eiríks Jónssonar og vil þakka honum sérstaklega fyrir framsýni og metnað sem hann ber í brjósti fyrir sérgrein sína, sjúklinga og framtíð Landspítalans. Eiríkur hefur verið ein helsta driffjöðrin að baki söfnuninni og hans þáttur er ómetanlegur. Alþingi samþykkti á liðnu ári áætlun um aukin framlög næstu árin til endurnýjunar á tækjakosti Landspítalans, auk þess sem rekstrargrunnur spítalans var styrktur. Þetta skiptir miklu og mun gera spítalanum kleift að standa undir mikilvægri endurnýjun tækja frá ári til árs. Kaupin á aðgerðaþjarkanum hefðu ekki verið gerleg hefði söfnunin ekki komið til – en með þessu merka söfnunarátaki og auknum framlögum úr ríkissjóði er þetta þjóðþrifamál mögulegt. Vörn síðustu ára hefur verið snúið í sókn hjá Landspítalanum og fram undan eru bjartari tímar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Þór Júlíusson Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Sjá meira
Landspítala voru í gær færðar að gjöf 110 milljónir króna til kaupa á svokölluðum aðgerðaþjarka. Gjöfin kemur úr sjóði sem stofnaður var í þessum tilgangi en samkvæmt samkomulagi við spítalann skyldi ráðist í kaupin, tækist að safna fyrir um helmingi kaupverðsins. Söfnunin hefur staðið yfir í tæpt ár og gengið vonum framar, enda eldhugar sem efndu til hennar og kveiktu áhuga hjá öðrum til þátttöku. Mikilvægi aðgerðaþjarkans er margþætt og hugurinn að baki söfnuninni skiptir einnig máli. Framlög hafa borist víðs vegar að af landinu, smá og stór, frá einstaklingum, félagasamtökum og fyrirtækjum, að ógleymdum þeim merka Pokasjóði sem lagði drjúgt til mála. Þannig sýnir fólk hug sinn til Landspítalans sem stendur augljóslega undir nafni sem þjóðarsjúkrahúsið okkar allra. Þessi söfnun er líka frábært dæmi um samtakamáttinn, hvernig hann getur flutt fjöll, stuðlað að framförum og fært okkur nýja sigra. Faglegt mikilvægi aðgerðaþjarkans er óumdeilt. Tæki sem þessi eru til á sjúkrahúsum víða um heim og fer fjölgandi. Um læknisfræðilegt gildi ætla ég ekki að fjölyrða en vísa á viðtal við Eirík Jónsson yfirlækni í Læknablaðinu á liðnu ári. Bætt meðferð og skjótari bati sjúklinga er stærsti ávinningurinn en að auki fæst sá stóri bónus að Landspítalinn fetar inn í heim nýjustu tækni nútíðar og framtíðar. Ég hef nefnt nafn Eiríks Jónssonar og vil þakka honum sérstaklega fyrir framsýni og metnað sem hann ber í brjósti fyrir sérgrein sína, sjúklinga og framtíð Landspítalans. Eiríkur hefur verið ein helsta driffjöðrin að baki söfnuninni og hans þáttur er ómetanlegur. Alþingi samþykkti á liðnu ári áætlun um aukin framlög næstu árin til endurnýjunar á tækjakosti Landspítalans, auk þess sem rekstrargrunnur spítalans var styrktur. Þetta skiptir miklu og mun gera spítalanum kleift að standa undir mikilvægri endurnýjun tækja frá ári til árs. Kaupin á aðgerðaþjarkanum hefðu ekki verið gerleg hefði söfnunin ekki komið til – en með þessu merka söfnunarátaki og auknum framlögum úr ríkissjóði er þetta þjóðþrifamál mögulegt. Vörn síðustu ára hefur verið snúið í sókn hjá Landspítalanum og fram undan eru bjartari tímar.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar