Nubo fer á kreik á ný Elín Hirst skrifar 20. júní 2014 07:00 Tilraunir Kínverjans Huangs Nubo til að kaupa hluta af Svalbarða vekja mikla tortryggni í Noregi. Það er kunnuglegt stef því stutt er síðan Nubo sótti fast að eignast hina gríðarmiklu jörð Grímsstaði á Fjöllum, en því var afstýrt sem betur fer. Nú vill Nubo kaupa stórt svæði við höfuðstað Svalbarða, Longyearbyen, og byggja þar hótel. Áhrifamiklir norskir stjórnmálamenn hafa varað við sölunni. Í norskri umræðu hefur einnig verið vitnað í vasklega framgöngu Ögmundar Jónassonar, fyrrverandi innanríkisráðherra Íslands, sem barðist hart gegn því að Nubo fengi að kaupa Grímsstaði á Fjöllum. Vegna umræðunnar í Noregi er ekki úr vegi að rifja upp samtal sem undirrituð átti við Miles Yu, umsjónarmann fréttaskýringardálksins Inside China hjá dagblaðinu The Washington Times, um það leyti sem Nubo-málið stóð sem hæst hér á landi. Skilaboð Miles Yu til Íslendinga voru eftirfarandi: „Þjóðfélagsgerð Kína er því gjörólík því sem við þekkjum og að mörgu leyti ósamræmanleg vestrænni lýðræðishefð, ekki síst í mannréttindamálum. Hvað viðskipti snertir þá stjórnar kínverski kommúnistaflokkurinn öllu. Þar er ekki til neitt sem heitir einkafjárfesting. Flokkurinn er á bak við allt og getur yfirtekið kínversk fyrirtæki á erlendri grundu hvenær sem honum sýnist. Flokkurinn ræður því enn fremur hvaða flokksgæðingar fá aðgang að peningum og viðskiptatækifærum, innanlands sem utan. Huang Nubo er einmitt í nánum tengslum við háttsetta valdamenn í kínverska kommúnistaflokknum og félagi í flokknum. Allar athafnir kínverskra stjórnvalda eru vel ígrundaðar og hugsaðar áratugi fram í tímann og augljóslega ætla þau sér að ná fótfestu á Norðurslóðum, bæði vegna auðlinda sem þar er að finna en einnig vegna þess að nýja siglingaleiðin sem senn opnast um heimskautið styttir vegalengdir frá Kína til Evrópu um þúsundir kílómetra. Þá skortir Kínverja meira landrými enda þjóðin gríðarlega fjölmenn.“ Þetta voru skilaboð Miles Yu, blaðamanns og sérfræðings í kínverskum málefnum hjá The Washington Times. Auðvitað er þetta mergurinn málsins og vonandi að Norðmenn átti sig í tíma eins og við Íslendingar gerðum góðu heilli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Tilraunir Kínverjans Huangs Nubo til að kaupa hluta af Svalbarða vekja mikla tortryggni í Noregi. Það er kunnuglegt stef því stutt er síðan Nubo sótti fast að eignast hina gríðarmiklu jörð Grímsstaði á Fjöllum, en því var afstýrt sem betur fer. Nú vill Nubo kaupa stórt svæði við höfuðstað Svalbarða, Longyearbyen, og byggja þar hótel. Áhrifamiklir norskir stjórnmálamenn hafa varað við sölunni. Í norskri umræðu hefur einnig verið vitnað í vasklega framgöngu Ögmundar Jónassonar, fyrrverandi innanríkisráðherra Íslands, sem barðist hart gegn því að Nubo fengi að kaupa Grímsstaði á Fjöllum. Vegna umræðunnar í Noregi er ekki úr vegi að rifja upp samtal sem undirrituð átti við Miles Yu, umsjónarmann fréttaskýringardálksins Inside China hjá dagblaðinu The Washington Times, um það leyti sem Nubo-málið stóð sem hæst hér á landi. Skilaboð Miles Yu til Íslendinga voru eftirfarandi: „Þjóðfélagsgerð Kína er því gjörólík því sem við þekkjum og að mörgu leyti ósamræmanleg vestrænni lýðræðishefð, ekki síst í mannréttindamálum. Hvað viðskipti snertir þá stjórnar kínverski kommúnistaflokkurinn öllu. Þar er ekki til neitt sem heitir einkafjárfesting. Flokkurinn er á bak við allt og getur yfirtekið kínversk fyrirtæki á erlendri grundu hvenær sem honum sýnist. Flokkurinn ræður því enn fremur hvaða flokksgæðingar fá aðgang að peningum og viðskiptatækifærum, innanlands sem utan. Huang Nubo er einmitt í nánum tengslum við háttsetta valdamenn í kínverska kommúnistaflokknum og félagi í flokknum. Allar athafnir kínverskra stjórnvalda eru vel ígrundaðar og hugsaðar áratugi fram í tímann og augljóslega ætla þau sér að ná fótfestu á Norðurslóðum, bæði vegna auðlinda sem þar er að finna en einnig vegna þess að nýja siglingaleiðin sem senn opnast um heimskautið styttir vegalengdir frá Kína til Evrópu um þúsundir kílómetra. Þá skortir Kínverja meira landrými enda þjóðin gríðarlega fjölmenn.“ Þetta voru skilaboð Miles Yu, blaðamanns og sérfræðings í kínverskum málefnum hjá The Washington Times. Auðvitað er þetta mergurinn málsins og vonandi að Norðmenn átti sig í tíma eins og við Íslendingar gerðum góðu heilli.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun